Dagblaðið - 27.05.1977, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 27.05.1977, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. MAl 1977. 11 NATO — vemdari erlendrar fjárfestingar á íslandi Fyrir stuttu upplýsti Einar Ágústsson — af einskærri hreinskilni — að aðild Islands að NATO er ekki aðeins talin „lífsnauðsyn“ í höfuðstöðvum bandalagsins i Brtissels, heldur og í utanríkisráðuneyti Sovét- ríkjanna. Fyrir þá sem hafa beitt sér fyrir starfi gegn hvers kyns heimsvaldastefnu og fyrir því að tsland losi sig úr greipum gráðugra auðhringa og blððugs hernaðarbandalags, eru upp- ljðstranir Einars Ágústssonar ekkert nýmæli. And-heimsvaldasinnum hef- ur lengi verið ljóst, að NATO er þjónn alþjóðlegs — þó einkum vestræns — auð- valds, en aðalhlutverk þessa þjóns er að tryggja stjórnmála- ástand sem vinveitt er athafna- frelsi stórra fyrirtækja (þ.m.t. fjárfestingar þeirra viðast hvar). Til að réttlæta íhlutun bandalagsherja í ýmsum lönd- um (Alsír, Grikklandi, Mið- Austurlöndum, Angóla o.fl.) er ætíð bent á hættuna að „austan“. En hvert er þá hlutverk Var- sjárbandalagsins? Að tryggja ítök Sovétríkjanna og ríkjandi stétta í Austur-Evrópu í um- ræddum löndum. Þessi ítök hafa bæði efnahagslegar og stjórnmálalegar orsakir. Þegar alþýða smáríkja, s.s. Tékkó- slóvakíu, rís upp, er íhlutun bandalagsins réttlætt með því að benda á hættuna að „vestan". Öllum sem eitthvað hafa kannað heimssöguna er ljóst að valdaaðilar búa alltaf til kenningar og hugmyndafræði til að réttlæta drottnunarstöðu sína í augum almennings. Þannig munu auðhringir (sem velta sumir meir en meðalstór þjóðríki) útbreiða kenningar um frjálst framtak meðal al- mennings til að villa fólki sýn, enda eru lög framboðs og eftir- spurnar löngu hætt að virka þegar auðhringar ráða ferðinni og einoka flesta þætti hráefna- öflunarinnar, framleiðslu og dreiíingar. Utbreiðsla þessara kenninga þjónar hins vegar því hlutverki að menn telja sér skylt að hamla sem minnst gegn athafnafrelsi fyrirtækja, stórra sem smárra, og verða því smá- athafnamenn í öllum löndum fórnarlömb þessara kenninga. Sama gegnir um þá heimsvalda- sinna, sem að austan koma. Þeir hafa lagfært sósialísku kenningarnar á þann hátt, að margir friðelskandi og sak- lausir sósialistar falla fyrir hugmyndafræði þeirra. Til að réttlæta t.d. útþenslustefnu sína, tala ráðamenn í Sovétríkj- unum um „alþjóðlega verka- skiptingu", til að útiloka verk- föll í heimalöndum sínum segja þeir að „alþýðan eigi ríkið og geti því ekki gert verkföll gegn sjálfri sér,“ til að réttlæta hernaðarlega útþenslu sína um alla veröld benda þeir fjálglega á NATO og Bandaríkin. Á sama tima auka þeir alls konar sam- starf við Bandarikin og helstu NATO-ríkin og bjóða stórum auðhringum fjárfestingarað- stöðu í löndum sínum. Þegar ótti þeirra eykst gagn- vart frelsis- og sjálfstæðisvið- leitni smáríkjanna semja Sovét- ríkin og Bandaríkin um að ein- oka afvopnunarmálin, enda líta þau á sig sem ábyrga aðila, þrátt fyrir kúgunaraðgerðir sem herir þeirra hafa framið á undanförnum árum. Loks kemur Einar Ágústs- son, utanríkisráðherra Islands, og upplýsir að Sovétríkin líti björtum augum til „hernaðar- legs jafnvægis" hér á N- Atlantshafssvæðinu — þ.e. óski þess að Island verði áfram í vasa alþjóðlegs auðmagns og hernaðarbandalagsins NATO. Að sjálfsögðu munu það vera íslendingar sem ákveða hvort Island eigi samleið með heims- valdastefnu Bandaríkjanna eða með þeirri heimsvaldastefnu sem skrýðir sig framsækinni hugmyndafræði og kallar sig sósíalíska. Það er þeirra að ákveða hvort tsland standi utan við og gegn þessum heimsvalda- bandalögum. Þeir íslendingar sem hafa kosið að fylkja sér um samtök herstöðvaandstæðinga líta á störf sin sem framlag smá- þjóðar til heimsfriðarins og gegn hernaðarbrölti risaveld- anna og heimsvaldastefnu þeirra — efnahagslegri, stjórn- málalegri og hernaðarlegri. Grundvöllur þessarar baráttu er einlæg umhyggja fyrir eigin landi og fyrir alþýðunni sem alltaf fær að borga brúsann þegar stórveldin og auðstéttin matar krókinn. Og hver skyldi það nú vera sem í auknum mæli leitar til íslands til þess að mata sinn krók? Þettá vita nú allir, þótt suma skorti enn þrek til að spyrna við fótum. Nýlega hefur verið upplýst að Jóhannes Nordal, Seðla- bankastjóri með meiru, eigi í viðræðum við bandaríska og saudi-arablska aðila, sem hyggjast reisa hérlendis olíu- hreinsunarstöð og olíuvinnslu- stöðvar. Verðmæti slíkra stöðva nemur a.m.k. 200.000.000.000 krónum (þ.e. 200.000 milljón- um íslenskra króna). Olíufyrir- Kjallarinn Gunnar Andrésson tæki þessi eiga algerlega að vera eign erlendra aðila. Þau munu ekki verða látin greiða opirtber gjöld svo nokkru nemi og verða þannig byrði og að- skotahlutur í íslensku þjóðlifi. Svo virðist sem Rolf Johansen sé flæktur 1 þessi mál, kannski hann verði eins konar umboðs- maður erlendu olíufurstanná á íslandi? Til að átta sig betur á umfangi þessarar fjárfestingar má benda á að hún er jafngildi 10 járnblendiverksmiðja, eins og þeirrar sem reisa á á Grundártanga, eða jafngildi 400 skuttogara. Fjármunirnir sem lagðir verða fram í fram- kvæmdir eins og þessar eru nálega jafnmiklir og þjóðar- tekjur íslendinga á ársgrund- velli. Nú geta menn að sjálfsögðu afgreitt þetta mál með þvl, að hér sé aðeins um einhverja ósk- hyggju að ræða hjá erlendum bröskurum eða þá bara kjafta- sögu. Það er rétt að fréttir um slík áform gefa tilefni til sllkra skoðana. En þegar vitað er með vissu að Jóhannes Nordal hafi skrifað iðnaðarráðherra Gunnari Thoroddsen formlegt bréf þar sem þessi áform eru talin athyglisverð og eindregið lagt til að viðræðum verði haldið áfram við fulltrúa er- lendu auðhringanna, þá vakna menn við vondan dráum og reiðin nær tökum á þeim. En hvað verður, með hliðsjón af járnblendiverksmiðjuævin- týrinji, ef þessum áformum verður hrundið I framkvæmd’ Hér mun að sjálfsögðu rísa upp alþýðleg þjóðfrelsishreyfing, á sama hátt og i flestum nýlend- um og þróunarlöndum sem auð- hringarnir hafa í greipum sinum — nema hvað, hérlendis myndi hún einkennast af bar- áttunni gegn þjónkun innlends einokunarauðvalds við erlenda auðhringi. Allir þekkja baráttu- aðferðir þessara þjóðfrelsis- hreyfinga og flestir þekkja einnig þær aðferðir, sem notaðar eru til að bæla slik öfl niður (í Asiu, Afríku og Rómönsku Ameriku). Þegar slíkt ástand skapast, myndi NATO að sjálfsögðu gegna sínu meginhlutverki, nefnilega að tryggja stórauðvaldinu „at- hafnafrelsi og frið“ gagnvart hættunni af „rússneskri" árás, eins og það er kallað. Varsjárbandalagið myndi hæglega geta sent kafbáta til þess að sveima í kringum land- ið (með þegjandi samþykki NATO), en það eitt myndi verða næg ástæða fyrir NATO- sinna til að halda þessum áróðri á lofti. Þetta er ekkert vafamál, — þegar fram i sækir verður andstaða islendinga gegn er- lendu auðveldi meiri. Þá verður nauðsynlegt að víggirða allar eignir erlendra auðhringa hér, koma upp ströngu öryggis- eftirliti og tryggja stjórnmála- lega hollustu starfsmannanna við fyrirtæki útlendinganna hér. Þótt þetta sé ekki enn gert í miklum mæli, er ljóst að er- lend fyrirtæki sem hér starfa eru smám saman að efla öryggisgæslu sina. Samtök herstöðvaandstæð- inga hafa vakið verðskuldaða athygli á þvi, að hersetan, NATO-aðildin og innreið fjöl- þjóðaauðhringa er samtvinnuð stefnu og hagsmunum alþjóð- legs auðmagns. Straumsvíkur- gangan sem Samtök herstöðva- andstæðinga skipulögðu á laugardaginn var, var aðgerð sem m.a. beindist að þvi að vekja athygli á þessu og að því að safna saman fleirum til þess að efla baráttuna gegn NATO og bandaríska hernum á Is- landi. Straumsvíkurgangan hefur vakið énn fleiri til um- hugsunar um þann sannleik, að NATO er þjónn alþjóðlegs auð- magns og vera Islands í NATO þjónar einvörðungu hagsmun- um þess. Samtök herstöðvaand- stæðinga eru eina fjöldahreyf- ingin i landinu sem leitast við að sameina fólk úr öllum stjórnmálaflokkum til baráttu gegn 'hernaðarbrölti og stríðs- undirbúningi risaveldanna, gegn alþjóðlegu auðvaldi og fyrir sjálfstæði og þjóðfrelsi is- lenskrar alþýðu. Gunnar Andrésson. Stœrsta bílaleig ji landsins er g Akureyi Kjallarinn enaurieKið að Kröfluævintýrið allt er fjármálasóðaskapur af áður óþekktum stærðargráðum í þessu landi. Um það leyti sem virkjunin var að fara af stað voru rakin fjölmörg dæmi um misnotkun almannafjár. Kaup á aflvélum frá Japan og utan- ferðir forráðamanna voru svo tortryggileg, að aðgangsharðir aðilar hefðu átt að rannsaka það ofan í kjölinn. Svo var eirinig með byggingu stöðvar- húss. Það er nú sannað mál að formaður Kröflunefndar, Jón G. Sólnes, sagði ósatt til um álit vísindamanna. Nú stöndum við uppi með tíu milljarða fjárfest- ingu, sem gæti verið ónýt. Þeir segja nú að þeir þurfi meira fé til að geta haldið áfram og gert meiri tilraunir. Kröfluviðskiptin virðast samt öll vera á sömu bókina lærð. Jón G. Sólnes og sam- starfsmenn hans virðast ekkert hafa lært og engu hafa gleymt. Ríkisbókhaldið gerir engar at- hugasemdir, alla vega segir reynsla liðinna ára að um slíkar athugasemdir fá skattgreið- endur aldrei að vita. Það eru of miklir hagsmunir í húfi. En hvað segja skattgreið- endur? Hvað segir láglauna- fólkið? Ellilífeyrisþegarnir, sem fá rúmar fjörutíu þúsund á mánuði til þess að lifa af? Og hvað segir hið fyrrum háa og nú sljóa Alþingi, sem oftast situr hjá meðan vandalar is- lenzkrar stjórnsýslu bruðla endalaust og eftirlitslaust með almannafé? Á það að líðast endalaust að eftirlitslausir Vilmundur Gylfason Þetta eru aðferðir spillts valda- kerfis til þess að færa fjármuni úr almannaeign i braskaravasa. Hvaða not hafa verið fyrir tugi leigubíla, efalítið af dýrustu gerð, upp við Kröflu? Og af hverju voru þeir bilar þá ekki keyptir til þess að spara skatt- borgurum fé? Af hverju er ekki látið fara fram útboð á svona samningum? Og það sem meira er, það er auðvelt að gera vini sina að ríkisbubbum og eilífum stuðningsmönnum með svona aðförum. Ó Krafla! Það hefur þráfaldlega verið Kyjólfur, •nrtækið á ru beir Cesar. KEA er auðv stwrst, en fyrirtvki br Uerberts hafa verið og því háfa menn f þessu nyrðra. Bflaleigan byrjaf starf hjá þeim b*-- _j reið á vaðið ár * keypti þr írá Reyk jgRj þá JH bllaleigan að — Reykjavík. Það te.. tlðinda að við tyrir\K%Æ%ÆÆ\ fimm bræður, Blrglr, Sku. ^WA Vilhelm Agustssynir sjá Uu. ^ reksturinn á Akureyri, elzti ‘•-Aðirlnn Raldur sér um útibúið I ^ru þeir •»<jili kallaðir ► <ýklega eftir •ræðrum f Vktir voru fyrir AÍ- Akureyringar að um ‘sagði gamni um K-in Xennedybræður og Kóka, ttðru nafni ^lason kaupmann f __________ járnkarlar fari í vasa almenn- ings til þess að færa fé þaðan, að mestu eða að öllu leyti að þarflausu, og yfir í vasa vildar- vina. Og halda menn að það sé að ástæðulausu að þessi fjár- málalega svikamylla f smáu og í stóru er að hruni komin? Tölur í þessari grein hafa verið bornar undir Kristmund Halldórsson 1 Iðnaðarráðu- neyti, og hafa þær verið stað- festar. Greinarhöfundur ber þó að sjálfsögðu einn ábyrgð á út- leggingu þeirra.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.