Dagblaðið - 27.05.1977, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 27.05.1977, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. MAl 1977. 1S HALLUR SIMONARSON Karpov hlaut 13 vinninga í röð — en varð svo að sætta sig við jaf ntef li gegn Timman í Las Palmas stýrði svörtu mönnunum. Stóra bomban var, að Visier vann Tal. I sjöundu umferð kom helzt á óvart, að Pomar vann Miles á svart. Larsen náði ekki nema jafntefli á Debarnot, þó hann hefði hvitt. Tal vann Caberra, Tatai vann Visier, Adorjan vann Garcia, Martin vann Browne, og Hernandez vann Bellon. . Minningarmót um Capa blanca er nýhafið í Cienfuegos á Kúbu. 18 skákmenn tefla þar m.a. Ulf Andersson, Svíþjóð, sem tvívegis hefur sigrað á slíku móti. I fyrstu umferðinni vann Úlfur Guillermo Esteves, Kúbu, — en mest kom á óvart, að sóvezki stórmeistarinn Vladimir Antoshin lenti í hin- um mestu erfiðleikum með Kúbumanninn Jesus Rod- rigues. Kom skákinni þó í bið — en verður heppinn ef hann nær jafntefli. Ungi sovézki meistarinn Dorfman, sem vakti svo mikla athygli á síðasta meistaramóti Sovétríkj- anna, vann August Menvielle, Spáni, Lothar ■ Letchninsky, Tékkóslóvakíu, vann Arnaldo Valdes, Kúbu, Oleg Romanis- hin, Sovétríkjunum, gerði jafn- tefli við Istvan Farago, Ung- verjalandi. Á Evrópumótinu í Moskvu voru tefldar 224 skákir. 55 þeirra lauk með jafntefli. Lengsta skákin var milli Mestel, Englandi, og Kestler, Vestur-Þýzkalandi. Hún varð 104 leikir og, stóð yfir í 14 klukkustundir. Þá loks gafst sá vestur-þýzki upp. Stytzta skákin var hins vegar milli Velimirovic, Júgóslavíu, og Nunn, Englandi. Eng- lendingurinn gafst upp eftir 17 leiki. Skákin tefldist þannig: hjálm yfir aðra skákmenn heims í dag. Rétt, sem Hort' sagði hér á dögunum í blaðinu í viðtali við Braga Sigurðsson, að Bobby Fischer væri eini skák- maðurinn í heiminum, sem eitthvað hefði að segja í Karpov í einvígi. En Bobby teflir því miður ekki — og til einvígis milli hans og Karpovs kemur sennilega aidrei. Því miður — en kappar eins og Spassky, Portisch, Kortsnoj og Polu- gajevski, sem eftir eru í kandi- datakeppninni, hafa ekkert í hendurnar á Karpov að gera. Það var loks í sjöundu um- ferð á skákmótinu í Las Palmas, sem nú stendur yfir, að heimsmeistarinn varð að sætta sig við jafntefli. Það var geg’n Timman, sem Karpov hefur aldrei unnið. Þá hafði meistar- inn sigrað í 13 kappskákum í röð. I sex fyrstu umferðunum lagði hann keppinauta sina í Las Palmas. Fimm skákir vann hann á Evrópumeistaramótinu í Moskvu — af fimm — og í tveimur síðustu umferðunum i Genf í Sviss sigraði Karpov. Þréttán vinningsskákir frá þvi hann gerði jafntefíi við Gligoric i 13. umferð í Genf þar til að jafnteflinu kom við Timman í Las Palmas. I áttundu umferð- inni þar gerði Karpov einnig jafntefli. Tefldi þá við Bent Larsen, sem hafði hvítt — og eftir skákina var Larsen engan veginn ánægður, þó svo hann yrði annar til þess á mótinu að ná punkti af Karpov. Karpov gerði allt, sem hann gat til að vinna Timman. Hann var með aðeins betri stöðu. Loks eftir 86 leiki sá heims- meistarinn fram á, að hann gat ekki unnið. Sættist á jafntefli. Eftir níu umferðir í Las Palmas var staðan þannig. 1. Karpov 8 vinningar 2. Timman og Tal 6.5 vinningar 4. Larsen og Browne 5.5 vinningar 6. Hernandez 5 vinn. 7. Miles. Tatai, Adorjan og Debarnot ' 4.5 vinn. 11. Pomar og Bellon 4. vinn. 13. Visier 3.5 vinn. 14. Martin 3 vinn. 15. Garcia Padron 1.5 vinn. og Caberra hálfur vinningur. Af úrslitum úr 8. umferð má nefna, að Timman vann Pomar, Adorjan og Miles gerðu jafn- tefli, og Garcia vann spánska meistarann Martin, þó svo hann Heimsmeistarinn Anatoly Karpov ber greinilega ægis- Anatoly Karpov — 13 vinn- ingar i röð. Hvítt:—Velimirovic Svart:—Nunn 1. e4 — g6 2. d4 — d6 3. c3 — Rf6 4. Rbd2 — Bg7 5. Rgf3 — 0-0 6. Be2 — b6 7. 0-0 — Bb7 8. Dc2 — e6 9. a4 — c5 10. a5 — bxa 11. dxc — d5 12. exd — Dxd5 13. Rb3 — Rbd7 14. Hfdl — De4 15. Bd3 — Dg4 16. h3 — Dh5 17. Rg5! og svartur gafst upp. NUNN VEUMUIOVIC Lokastaðan Svarta drottningin er svo gott sem fönguð. Hún kemst ekki á brott með 17.---Dh4 18. g3! — Til dæmis. 18.--- Dh5 19. Be2 — Dh6 20. h4! með hótuninni 21. Rxf7! Óskar og dómsmálin Öskar Arnbjarnarson ritar grein í Dagblaðinu þ. 13. maí sl. þar sem hann gagnrýnir harð- lega blaðagrein Vilmundar Gylfasonar frá 29. apríl sl. Grein Vilmundar er gagnrýni á dómskerfið í landinu, með sér- stakri tilvisun til bilskúrsmáls Bjarna Jónssonar læknis en Hæstiréttur íslands fjallaði um það mál. Af eigin reynslu minni af framkomu margra embættis- manna veit ég að grein Vil- mundar lýsir ástandinu býsna vel, eins og það raunverulega er. Vegna greinar Óskars langar mig ti! að benda honum á nokkrar staðreyndir um ýms mál og þætti mörgum vafalaust fróðlegt að heyra álit hans á þeim og því hvort Óskar treystir sér til að segja að slíkir hlutir samrýmist réttarríki. Skulu nú hér upp taldar nokkr- ar staðreyndir til athugunar fyrir Óskar: 1) Fyrir um áratug síðan var fiskiskip að nafni Ásmundu’r GK 30 gert upptækt til ríkis- sjóðs, með dómi Hæstaréttar íslands. Eigandi skipsins hafði leigt öðrum skipið sem síðan var notað til að smygla miklu áfengismagni inn í landið. Hæstiréttur og allir málsaðilar viðurkenndu að eigandinn hefði ekkert um smyglið vitað. Hæstiréttur taldi, að ákvæði áfengislaganna um að skylt væri að gera skipið upptækt, (jafnvel frá saklausum eiganda), bryti ekki í bága við eignarréttarákvæði stjórnar- skrárinnar en rökstuddi þetta ekki nánar. Taldi Hæstiréttur í þessu tilviki, að hann væri skyldur til að dæma nákvæm- lega eftir orðum áfengislag- anna, þrátt fyrir: a) Ákvæði stjórnarskrárinnar um frið- helgi eignarréttarins og bóta- rétt, b) Að viðurkennt var að eigandi skipsins var alsaklaus, c) Að i umræðum Alþingis, áður en lögin voru sett, segir hvarvetna að heimilt skuli að gera skip upptækt en ekki skylt, sjá grein Ragnars Tómas- sonar í Mbl. 10/10 ’68. Ákvæðið í lögunum um „skylduna" í stað „heimildar" er þá sennilega bara skrifstofuvilla sem jaðrar við prentvillu. Dómurinn var hinu opinbera í hag. 2) Fyrir nokkrum árum fjallaði Hæstiréttur um fóstur- eyðingarmálið svonefnda þar sem kona fór fram á bætur. vegna þess gð hún hafði ekki fengið framkvæmda fóstur- eyðingu sem þó var búið að heimila eftir að hún hafði fengið rauða hunda i byrjun meðgöngutimans. Eftir að hún hafði fengið heimildina var henni vísað fram og til baka milli ýmissa opinberra aðila og skrifstofa í nokkrar vikur, áður en hún loksins fékk spítalapláss. Þegar það hafði fengizt, taldi viðkomandi læknir að hún væri of langt gengin með og hann mætti því ekki framkvæma aðgerðina. Rúmum sex mánuðum eftir það fæddist barnið. Sá tími sýnir að þegar konan fékk spítalapláss var hún afar nálægt þeim tíma-i mörkum að leyfa hefði mátt aðgerðina. I dómi Hæstaréttar segir á þá leið að ekki hafi verið leidd rök að eða sýnt fram á að. konan hefði frel^ar fengið aðgerðina framkvæmda, þótt hún hefði fengið spítalapláss fyrr! Jæja. En ég spyr: Hefði læknirinn sagt við konuna að hún væri of langt gengin með, ef hún hefði fengið spítalapláss strax að fenginni fóstur- eyðingarheimildinni, þ.e. nokkrum vikum áður en raunin varð? Hvernig hefði slíkt mátt gerast? Það væri með ólíkind- um að hann hefði sagt það þá. Dómurinn var hinu opinbera i hag. 3 ) Fyrir nokkrum árum var dómsathöfn héraðsdómara kærð til Hæstaréttar sama dag og dómsathöfnin fór fram. I dómi réttarins segir að laga- heimild skorti til kæru málsins og var málinu vísað frá. En í 21. gr. Hæstaréttarlaga segir svo: „Einnig er hverjum þeim, sem telur héraðsdómara hafa gert á hluta sinn i dómarastarfi, rétt að kæra hann fyrir Hæsta- rétti. ..“ Hvernig getur nokkur maður skilið svona dóm? (Nú var ekki farið eftir orðanna hljóðan í lögunum eins og gert var þegar skipið var gert upp- tækt af saklausum manninum.) Dómurinn var hinu opinbera í hag. 4) Sú villa slæddist i dóm Uppboðsréttar Reykjavíkur, fyrir nokkrum árum að upp- boðsbeiðandi, sem hafði veð- skuldabréf til innheimtu, hefði gefið uppboðsþola kost á að greiða aðeins afborganir og vexti (engin innheimtulaun), en hann hafi ekki viljað það. Dómarinn gaf þá skýringu skömmu eftir dóminn að upp- boðsbeiðandi hefði sagt sér þetta. Uppboðsbeiðandi sagði dómaranum að hann, uppboðs- beiðandi, hefði aldrei sagt þetta og uppboðsþoli hafði heldur aldrei heyrt á þetta minnzt, Dómarinn viðurkenndi mis- skilning sinn en taldi þetta atriði engu máli skipta. Fyrir Hæstarétti var bent rækilega á þessa villu í dómi Uppboðs- réttar, sem auðvitað bar að leið- rétta. En Hæstiréttur leiðrétti ekki villuna, heldur staðfesti dóminn óbreyttan. Það er ekki skemmtilegt að vita til þess að rangt sé farið með staðreyndir í dómum, jafnvel eftir umfjöllun Hæstaréttar. 5) Þ. 3. febrúar 1976 sneri formaður Barnaverndar- nefndar Reykjavíkur, Jón Magnússon, sér til Sakadóms Reykjavíkur með beiðni um úrskurð til húsleitar, til að taka 8 ára dreng með valdi frá báðum foreldrum sínum, sem bjuggu saman í vígðri sambúð og höfðu forræði drengsins. Enginn úrskurður lá fyrir af hálfu Barnaverndarnefndar um að hjónin væru svipt for- eldravaldi yfir drengnum. Nefndin hefur ekki leyfi til að Kjallarinn Carl J. Eiríksson taka börn frá foreldrum, nema fyrir liggi slíkur úrskurður frá nefndinni sjálfri (eða hann sé gerður strax á eftir, ef um bráðabirgðaráðstöfun er að ræða sem ekki var í þessu til- viki). Af skjölum sem lögð voru fram í Sakadómi var strax Ijóst að nefndin í Reykjavík hafði kyrrsett barnið á Seltjarnar- nesi ólöglega, með bréfi aðeins, og gerðist það 4 mánuðum áður og án þess að foreldrar hefðu neitt um það fengið að vita. Þrátt fyrir þessar lögleysur veitti Sakadómur Jóni Magnús- syni húsleitarúrskurð sam- dægurs, 3. febrúar, á þeim for- sendum að foreldrarnir, sem höfðu forræði barnsins, kynnu að hafa framið barnsrán! Hæstiréttur féllst ekki á for- sendur Sakadóms en staðfesti húsleitína með tilvísun til samþykktar Barnaverndar- nefndar um að drengurinn skyldi fara í læknisrannsókn, sem var auðvitað óþarfi, því að ekkert var að drengnum, eins ,og síðar kom í ljós. Um 3 vikum eftir að húsleitin var fram- kvæmd flutti Jón Magnússon drejiginn af barnaheimilinu sem hann var á, gegn vilja og vitund foreldranna, enda þótt foreldrarnir hefðu ennþá for- ræði drengsins. Foreldrarnir fengu ekkert að vita um veru- stað drengsins fyrr en 2 mánuð- um seinna. Þannig var þessi 8 ára drengur tekinn frá föður sínum og móður, undir yfir- skini læknisrannsóknar og svo falinn fyrir foreldrunum. Þeir sem það gerðu voru ekki dæmdir fyrir barnsrán, þrátt fyrir að sérstök kæra um þetta væri send strax til saksóknara. Ósönnuð, leynileg rógsskjöl, sem nefndin hafði í fórum sínum um foreldrana komu fyrst fram i dagsins ljós í kæru- málinu fyrir Hæstarétti, um fyrrnefndan húsleitarúrskurð.: Þetta voru allt að margra ára gömul skjöl, sem hjónin full- yrtu að væru ósönn, en sem ekki vannst tími til að afsanna á þeim stutta tíma, 2 vikum, sem leið frá því að skjölin komu fyrst fram fyrir augu foreldr- anna þar til dómur féll í hús- leitarkærumálinu í Hæstarétti. Barnaverndarnefnd heldur enn fast við þá meginreglu sína, sem hvergi á stoð í lögum, að neita að sýna fólki þau skjöl, sönn eða ósönn, sem fjalla um fólkið sjálft og sem nefndin dæmir fólkið eftir. Þannig getur ’ orðið ógerningur að afsanna ósannindi í skjölunum ef skjölin eru orðin gömul. Ég hélt að svona réttarfar hefði tilheyrt miðöldum, þeim allra svörtustu, en ekki íslandi á 20. öld. En staðreyndirnar tala sínu máli. Stundum heyrast þær raddir að lögfræðingar einir eigi að túlka lögin og stjórnarskrána. Almenningur ekki. Þetta minnir á ástandið fyrir siða- skiptin þegar aðeins prest- lærðir máttu lesa biblíuna. En slíkar hjáróma raddir geta aldrei réttlætt það að já þýði nei, að hvítt þýði svart. Carl J. Eiríksson. rafmagnsverkfræðingur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.