Dagblaðið - 06.06.1977, Page 3

Dagblaðið - 06.06.1977, Page 3
Spurning dagsins 3 DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 6. JUNl 1977. Nemendur komnir í 8. og 9. bekk grunnskóla kunna ekki margföldunartöfiuna, segir bréfritari. Hvemigverðu frístundumí yfirvinnubanninu? Spurt var i kvöldsólinni á götum Seyðisfjarðar: Asgeir Amundason, netagerðar- maður: Ég mála og snyrti trilluna mína. Nú, og svo fer maður i ökutúr með fjölskylduna. Einar Emilsson, iðnnemi: Ég fer i sólbað, gönguferðir, laga húsið, að maður tali nú ekki um knatt- spyrnuæfingarnar fyrir sumarið. Ég er bara ánægður með yfir- vinnubannið. Jóhann Ellert Jóhannsson nemi Miðstræti 3a skrifar: Svar til Önnu. í Dagblaðinu 23. þ.m. skrifar Anna grein um vasatölvur, sem ég kýs heldur að nefna reikni- vélar. I grein þessari lýsir hún óánægju sinni yfir því að sonur hennar megi ekki nota reikni- vél í reikningstímum. Hún heldur því fram að leyfð notkun þeirra myndi auka áhuga og jafnvel getu nemandans. „Reikningstímarn- ir yrðu hreinasti sælu- draum'ir." Hér skjátlast henni hrapallega.Hefur Anna athugað hvort sonur hennar kann marg- földunartöfluna? Hún sem er meginregla og undirstaða alte reiknings. Ef til vill kann hann töfluna, en svo er því miður ekki um alla. Staðreyndin er nefnilega sú að nemendur, sem eru komnir í 9. og 10. bekk gagnfræðastigs, kunna ekki margföldunartöfluna. Ötrúlegt en satt. Meðan nemendur kunna ekki einföldustu undirstöðu, hvers vegna þá að leyfa þeim notkun reiknivéla? Hver yrði til- gangurinn með því? Þú lærir hvort eð er ekki á rafmagnsrit- vél áður en þú lærir stafrófið. Auðvitað á ekki heldur að leyfa notkun reiknivéla í eðlis- fræði. Sama á að ganga yfir alla línuna. Reiknivélar ættu ekki að komast í hendur nemenda fyrr en í fyrsta lagi i mennta- skóla. Það er rétt hjá Önnu að undirstaða reiknings er að nemendurnir kunni aðferð- irnar og notkun þeirra. Þeir ættu að kunna þær. En sú er því niiður ekki raunin. Reikningskunnáttu nemenda hefur hrakað mjög á síðustu árum. Um það vitnar slæm útkoma í 9. bekk grunn- Raddir lesenda Umsjón: Jónas Haraldsson skóla. Meðaleinkunn í reikningi var yfir landið rúmlega 3. Af 4005 nemendum voru 1200 með einkunn sem var lægri en 1,5 og 47 nemendur voru með hreint 0. Notkun reiknivéla mun ekki hækka þessar tölur. Það er undirstaðan sem þarfnast lagfæringar og verður að batna. Eins. og Anna segir sjálf: „Leggjum áherzlu á að kenna krökkunum að nota þessi tæki eins fljótt og þau eru fær um að læra á þau.“ FYRR EKKI. Baldvin Trausti Stefánsson, kaupmaður: Yfirvinnubann? Ég er sko ekki í neinu yfirvinnu- banni. Jón Guðmundsson, þunga- vinnuvéistjóri: Eg hef tekið mér algjört frí. Meðal annars skrapp ég til Reykjavíkur og víðar um landið. Ég væri ánægður ef íslendingar tækju Svía sér til fyrirmyndar og lærðu að vinna aðeins 8 stunda vinnudag og fengju lífvænleg laun fyrir. Haraldur Már Sigurðsson. rennismiður: Ég hef lagað húsið og föndrað svolítið við ljósmynd- ir. Kinar Örn Björnsson (frá Mýnesi), starfsmaður Kaupfélags Héraðsbúa. Seyðisfirði: Hugsa. hugsa. Kg hef áhyggjur af þvi að mér finnst klukka þeirra hjá ASt ganga aftur á bak inn í fortíðina meðan aðrar klukkur ganga jú fram á við.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.