Dagblaðið - 06.06.1977, Page 10

Dagblaðið - 06.06.1977, Page 10
10 DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 6. JUNl 1977». frjálst, úháð dagblað Utgaffandi Dagblaðifi hff. Framkvakimdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson. Frétiastjori: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skriffstofustjórí ritstjórnar: Johannes Reykdal. iþróttir: Hallur Símonarson. Afistofiarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Safn: Jón Saavar Baldvinsson. Handrit Asgrímur Pálsson. Blafiamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurfisson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurfisson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jakob F. Magnússon, Jónas Haraldsson, Katrín Pálsdóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjarnloifur Bjarnleifsson, Hörfiur Vilhjálmsson, Sveinn Þormófisson. Skríffstoffustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. HaMórsson. Ritstjorn Sífiumúla 12. Afgreifisla Þverholti 2. Áskriftir, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. AAalsimi blaAsins 27022 (10 línur). Áskrift 1300 kr. á mánufii innanlands. í lausasölu 70 kr. omtakiA. Setning og umbrot: DagblaAiA og Steindórsprent hf. Ármúla 5. Myndaog plötugerA: Hilmirhf. SíAumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. Réttur maéur íréttustarfi Umræðan um dómsmálin Tilkoma Dagblaðsins og hin frjálsa fjölmiðlun, sem það hefur haft forgöngu um, hefur dregið tjaldið frá áður lokuðu sviði í ýmsum efnum. Ýmsir, sem höfðu komið sér vel fyrir í kerfinu og notfært sér meingalla þess, hafa haft þessa opnu umræðu á hornum sér. Slíkir menn hafa forgöngu um harða baráttu gegn Dagblaðinu og málstað þess. Úr þeirri átt er grunnt á upphrópunum um sorpblaðamennsku. Til voru þeir, sem þegar við fæðingu Dagblaðsins þóttust sjá nýja og verri tíma hefjast, þar sem blaðamenn snuðr- uðu í svefnherbergjum fólks og þar sem skít- kastið yrði í hásæti. Þrátt fyrir þá góðu reynslu, sem fengizt hefur af opnari umræðu fyrir tilstilli Dagblaðsins, linnir þeim söng ekki með öllu. Einkum hefur verið áhugavert að kanna, hvað almenningi hefur fundizt um umræðuna um dómsmálin, sem hefur veriö með allt öðrum brag. Sú umræða hefur stundum verið haró- skeytt. Einstakir kerfismenn hafa birzt á opinberum vettvangi og látið í það skína, að þessi umræða væri til óþurftar. En niðurstöður skoðanakönn- unar Dagblaðsins fyrir skömmu taka af öll tvímæli um afstöðu almennings. Yfirgnæfandi meirihluti telur, að umræðan hafi orðið til góðs og beri að efla hana. í skoðanakönnuninni sögðu 211 af 300, sem spurðir voru, að umræðan um dómsmálin hefði oróið til góös. Aðeins 24 töldu hana hafa orðið til ills, en 65 voru óákveðnir. Þegar sleppt er þeim óákveðnu, stendur eftir, að um það bil níu af hverjum tíu eru ánægðir með þessa opnu umræðu um dóms- málin. Þetta er nægilegt svar við gagnrýni kerfis- mannanna. Því fer fjarri, að almenningur fylgi kenningum þeirra um, að þarna sé á ferðinni niðurrifsstarfsemi til þess eins gerð ,,að selja blöð“, eins og oft er notað í áróðri gegn hinni frjálsu blaðamennsku. Viðbrögð almennings sýna því þroska, en þvi er á annan veg farið um viðbrögö kerfisins sjálfs. Kerfismennirnir hafa samhliða neikvæðri gagnrýni á hið aukna frelsi yfirleitt streitzt við að draga tjaldið fyrir að nýju, svo að þeir geti haldið áfram iðju sinni. Þá dreymir um hina góðu, gömlu daga, þegar þeir fengu að vera í friði. En það munu þeir ekki fá aftur. Dag- blaðið hefur tryggt sig í sessi sem annað stærsta blað landsins. Meðan það hefur forgöngu um opnar umræður, neyðast aðrir f jölmiðlar til að drattast á eftir. Boðskapur skoðanakönnunarinnar felst eink- um í ummælum konu á Þingeyri, sem sagði: „Það er áreiðanlega ekki allt komið fram enn.“ Dagblaðið er skrifað fyrir almenning en ekki til að þóknast háttsettum kerfismönnum. Upphrópanir fámenns hagsmunahóps um sorpblaðamennsku hafa engin áhrif. Almenningur hefur sagt álit sitt. — 80%fólkseru óánægð í starf i sínu—til eru merkilega nákvæmar aðf erðir til að f inna hvað hverjum hentar. David Mayer kann eina slíka aðferð Bandaríski stjórnunarsál- fræðingurinn David Mayer hefur sínar eigin aðferðir til að finna réttu starfsmennina fyrir skjólstæðinga sína. Umsækjendur, sem hann fær til meðferðar, eru látnir svara spurningalista með 250 atriðum, — nokkurs konar krossapróf — og út frá svörun- um metur Mayer hæfni fólks i þær stöður sem það hefur sótt um. Siðan árið 1956 hefur Mayer beitt þessari aðferð og prófað um 150 þúsund manns í 22 löndum. Stjórnir stórfyrirtækja boða hann á sinn fund þegar til stendur að stokka fram- kvæmdastjórnirnar upp eða þegar meta skal hæfni umsækj- enda um stærstu stöður fyrir- tækjanna. Þar má helzt ekki velja skakkt því að mikil ábyrgð er í veði og að sjálf- sögðu geysihá laun fyrir rétta manninn. Mayer hittir sjaldnast fólkið sem hann á að meta. En hann segist beita kerfi sínu með 80—90 prósenta nákvæmni. Það getur hann fullyrt með góðri samvizku, því að hann fylgist með skjólstæðingum sínum árum saman eftir að hann hefur leyst vanda þeirra. Að sjálfsögðu kemur það fyrir að umsækjendur krossa við þau svör sem þeir telja Mayer helzt vilja fá en ekki þau sem eru þeirra eigin. Hvað segir sálfræðingurinn við því: „Hvernig ættu þeir að leika á mig? 1 krossaprófinu mínu eru engin rétt eoa röng svör“. Auk þess laumarhann inn spurning- um sem gefa honum færi á endurmeta vafasöm svör. Kerfi Mayers er þannig upp byggt, að sé spurningum ekki svarað eðlilega og blátt áfram, fæst niðurstaða, sem er út i hött. Umsækjendur eru varaðir við þessu áður en þeir setjast að prófborðinu. ,,Ég er ekki að reyna að veiða fólk í neina gildru heldur aðeins að kanna viðhorf þess til heimsins og hvernig það lítur á sjálft sig“ segir Mayer og hann bætir við: „1 prófinu mínu eru engar vandræðalegar spurningar, svo sem „Hatarðu föður þinn eða Hefurðu haft harðlífi nýlega?" I útliti líkist David Mayer einna helzt gamaldags kennara. Hann klæðist tweedjakka, gengur með kringlótt gleraugu og nagar pípumunnstykkið sitt. Það er hins vegar ekkert kritar- ryk á jakkaboðungnum hans né heldur eru prófin, sem hann leggur fyrir „nemendur" sína neitt lík venjulegunt skólapróf- um. Þá er launaumslag Mayers ólíkt þykkara en kennaranna. Hann hefur átt tvo Rolls Royce bíla, tvo Bentleya og sex Jagúara síðan hann stofnaði fyrirtæki sitt sem starfar í Genf i Sviss og Princeton í New Jerseyríki í Bandaríkjunum. Hvað er það svo sem David Mayer telur að hinn fullkomni Að ofan: David Mayer. TIl hliðar: Mayer fullyrðir að átta- tíu prósent vinnandi manna séu óánægð i starfi sínu. Hann segist geta breytt þessu. •Iroogty mlldi, mKdly di»- di»- •hongty di»- ag>M •g>»« •flf.. ag>M •g«M •g>M □ □ □ □ □ Q a □ □ □ □ Q □ □ □ □ Q Q □ □ □ □ □ Q □ □ □ □ □ Q □ □ □ □ □ Q □ □ □ □ □ Q □ □ □ □ □ Q □ □ □ Q Q IK3 Obcdicncc and rcspccl for authority arc thc most importanl virlucs childrcn should lcarn. 184 Mumun naturc bcing what it is, thcre will always be war and conflict. 185 No sanc, normal, dcccnt pcrson could cvcr think of hurting a closc fricnd or relative. 186 Some pcoplc arc born w ith an urge to jump from high places. 187 An insuli to our honor should álways bc punished. 188 Familiarity brccds contcmpt. 189 Young people somctimes gct rebellious idcas, but as they grow up they ought to get ovt thcm and settle down. ' 190 Nowadays whcn so many different kinds of people move around and mix together so much, a person has to protect himself against catching an infection or disease from them. 191 A pcrson who has bad m* " tirr■■ 'nd bj 'dipo ran hardly expect to get along with . r -'vV?;. ..'.•v C? v. Brot af prófi David Mayer. — Atriði 183: Hlýðni og virðing fyrir yfirvöldunum er það mikilvægasta, sem börn eiga að Iæra. — Siðan eiga umsækjendur að merkja við í viðeigandi reit, hvort þeir eru hjartanlega sammála, sammála, halfpartinn á sama máli, hálfpartinn ósammála. ósammála eða algjörlega ósammála.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.