Dagblaðið - 06.06.1977, Qupperneq 12
ÓVÆNT ÆRA
Fáeinar athugasemdir mínar
hér í blaðinu á dögunum (23/5)
um sýningu Lés konungs í Þjóð-
leikhúsinu og ádeilur Helga
Hálfdanarsonar á þá margum-
ræddu sýningu hafa vakið
hann til nýrra andmæla. Það
var óvænt æra að hann skyldi
virða mig viðtals í þessu máli.
Og má ekki minna vera en ég
sýni sömu kurteisi á móti og
taki að mínu leyti undir við
Helga.
Ég hef því fundið mér eftir-
talin umtalsefni í grein hans í
Morgunblaðinu 28/5:
1) kynferðislegan efnisþátt i Lé
kóngi,
2) túlkun Pilikians leikstjóra,
þess margfræga manns, á Lé og
verðleikar eða verðleikaleysi
hennar,
3) fyrirhugaða sviðsetningu
Helga Hálfdanarsonar á Gullna
hliðinu með Leikfélaginu í
Grímsey og er það að vísu lang-
skemmtilegast.
Um lauslœti og samlífi
1 leiknum um Lé kóng fer
fram tveimur aðal-
atburðarásum og tekur önnur
til kóngsins gamla og dætra
hans en hin til jarlsins á Glostri
og sona hans sem annar er laun-
getinn en annar skilgetinn.
Laungetni sonurinn, Játmund-
ur, kemur því með rógi til leið-
ar að jarlinn útskúfar sínum
réttborna syni, rægir síðan karl
föður sinn við nýja valdhafa í
landi, hertogann í Kornval og
hans frú, Regani Lésdóttur, og
verður það til að hertogi sjítur
augun úr jarli, en fær syninum
riki hans. Ekki er þó Ját-
mundur bastarðar tryggari sin-
um nýju lénsherrum, hertogum
í Kornval og Albaníu, en svo að
hann lætur flekast til ásta við
drottningar þeirra beggja,
Góneríl og Regani, ef hann ekki
flekar þær sjálfur, en um það
mega aðrir deila fyrir mér,
sömuleiðis hitt hversu langt
þær vondu drottningar og Ját-
mundur hafi komið saurlífis-
áformum sínum fram í leikn-
um.
Hitt er víst að hér er fjallað
um lauslæti, saurlífi og hór-
getnað, og þessir atburðir og
máiavextir skipta heilmiklu
máli fyrir leikinn í heild. Það
er því ansi vægilega til orða
tekið þegar Helgi segir í grein
sinni að efnið í Lé sé kynferðis-
legt að því marki að karlmenn
séu þar karlmenn enkvenfólkið
konur. Vonandi heldur hann
því ekki fram að slíkir at-
burðir sem verða í Lé kóngi
gerist hvarvetna þar sem karlar
og konur hittast í sínu rétta
eðli.
Jm rök og ofsa
Um sviðsetningu Pilikians
leikstjóra á Lé konungi er búið
að ræða og rita svo mikið að
varla er á það bætandi. En þótt
ég hafi samviskusamlega lesið
greinar Helga Hálfdanarsonar
gegn sýningunni, og séð hana
tvívegis, hef ég ekki sannfærst
af rökum hans að siytting texta
í sýningunni eða klúr og
klámfenginn leikstíll hafi hér
unnið hrottaleg spjöll á leik-
ritinu, en þessi virðist mér
meginrök hans gegn sýning-
unni. Þvert á móti virtist mér
leikstí 11 og öll aðferð sýningar-
innar mætavel til þess fallin að
blása burt klassísku hefðarryki
af sígildum texta og vekja að
því skapi eftirtekt á efni harm-
leiksins. Hitt er svo annað mál
að Lér konungur vakti ekki al-
mennings-eftirtekt og áhuga í
Þjóðleikhúsinu í vetur frekar
en vant er þegar klassísk
viðfangsefni eru annars vegar,
og þrátt fyrr allt umtalið um
sýninguna.
Sýning Þjóðleikhússins á Lé
kóngi fannst mér heilsteypt og
mikilúðlegt verk: sérkennileg
og svipmikil túlkun á fornum,
og ansi forneskjulegum, harm-
leik. Greinar Helga Hálfdanar-
sonar hafa ekki gefið mér
tilefni til að skipta um þá
skoðun. Og þótt menn vitaskuld
geti greint á um leiksýningar,
fallið misvel smekkur, stíll og
stefna t.a.m. sýningarinnar á
Lé, og hver haft nokkuð til síns
máls — þá finnst mér Helgi
ganga alltof langt í ákafa sínum
að fordæma þessa sýningu. En í
sinni síðustu grein um efnið
kallar hann hana lítilsiglda,
hundleiðinlega, hrottaleg spjöll
á viðkvæmu listaverki, spell-
virki á dýrmætum menningar-
arfi til viðbótar fyrir viðlíka
orðaleppum. Frómt frá sagt þá
skil ég ekki almennilega af
hverju allur þessi ofsi stafar.
Hvað er í pokanunt?
En hitt þykist ég skilja að þá
verði gaman þegar upp kemur
fyrirhuguð sviðsetning Helga
Hálfdanarsonar og Grims-
eyinga á Gullna hliðinu. Ljóst
er af grein hans að undanfarin
ritdeila um Lé hefur aldeilis
ekki orðið gagnslaus heldur
stafar hin nýja, djarfa og frum-
lega túlkun leikstjórans á okk-
ar þjóðlega gleðileik og
sögulega örlagadrama beinlínis
af henni.
Augljóslega hefur Helgi
alveg rétt fyrir sér í túlkun
sinni á kynferðislegu efni
Gullna hliðsins í Morgun-
blaðinu. Og vafalaust hefur
hann á hraðbergi mörg önnur
sannindamerki fyrir sinni nýju
óg frjóu túlkunarbraut að
leiknum, þótt hann nefni þau
öll í senn.
Ekki má til að mynda
gleyma orðum kerlingar
sjálfrar, um það hvar hún lifði
sínar sælustu stundir, svo sælar
að þeirra vegna legði hún
Ertu 18 ára eða eldri?
Leitar þú trausts umhverfis í félagi við önnur ungmenni?
Viltu taka þátt í menntun, sem ekki byggir á prófum
heldur áhuga?
Við bjóðum upp á f jölda námsgreina — þú velur fagið.
Ryslinge Hajskole á Fjóni í Danmörku er heimavistar-
skóii fyrir 150 nemendur. Við bjóðum átján vikna
námskeið frá 15. ágúst eða tuttugu vikna námskeið frá 8.
janúar. Þú ert einnig velkominn frá ágúst til í maí (með
þriggja vikna jólafrii).
Allir.sem orðnir eru 18 ára, eru velkomnir.
Styrkur frá danska ríkinu og úr Norðurlandasjóði
skólans.
Skrifið eftir nánari upplýsingum til Norræna hússins i
Reykjavík, eða beint til
RYSUNGE H0JSKQLE
5856 Ryslinge, Danmark.
Það hefur verið erfitt að læra dönsku — Nú verður það
gaman!
sterka rvksusan... #
Styrkur og dæmalaus ending hins þýðgenga,
stillanlega og sparneytna
mótors, staðsetning
hans oghámarks
orkunýting, vegna
iágmarks loft-
mótstöðu i
stóru ryksíunni,
stóra, ódýra (
pappírspokanum
og nýju kónísku
slöngunni,
afbragðs sog-
stykki og varan-
legt efni, ál og
stál. Svona er
NILFISK:
Vönduð og
tæknilega ósvik-
in, gerð til að
vinna sitt verk
fljótt og vel, ár
eftir ár, með lág-
marks truflunum
og tilkostnaði
Varanleg: til lengdar
ódvrust.
Nýr hljóð-
deyfir:
Hljóðlótasta
ryksugan.
Traust þjónusta
,4É£S
Afborgunarskilmólar
FÖNIY HÁTÚN6A
rvlllA SÍMI 24420
Raftækjaúrval — Næg bílastæði
r ^
1 * 1 ÓLAFUi < " Leiklist
JÖNSSON JF ^
eilifan velfarnað í sölurnar.
Það var auðvitað í örmunum á
honum Jóni! Og hvernig er
eiginlega háttað íhlutun Maríu
meyjar í leikslokin, af hverju
fer hún að rekast í því hvað
verði um Jón karl í pokanum?
Kannski María hafi ekki bara
lesið Þórberg um nauðsyn bylt-
ingar í efra, heldur hafi hún
líka pata af nýstárlegri sögu-
speki á jörðu niðri, og vilji gera
kynlífsbyltingu á himnum. Það'
er svo sem ljóst af leiknum,
einkum fólki og atvikum í
þriðja þættinum, að mörgum
þykir himnavistin dauf og brýn
orðin þörf á tilbreytingu og
upplyftingu sem vitaskuld
verður með tilkomu Jóns inn
fyrir hið gulina hlið.
Gaman í Grímsey
Það efast ég ekki um að Helgi
Hálfdanarson getur rakið þessi
og mörg önnur góð og gild rök
fyrir sinni kynferðislegu
túlkun á Gullna hliðinu. Engu
að síður vil ég vara hann mjög
alvarlega við því að fylgja þess-
um ásetningi fram þegar til
sviðsetningar kemur i Grímsey.
Svo veigamikil rök sem Helgi
'augljóslega getur fært fyrir
sinni túlkun vegur hitt þó
þyngra á metunum að Gullna
hliðið heyrir til þjóðlegum
menningararfi okkar, við-
kvæmt og dýrmætt listaverk á
sínum stað við þjóðárbrjóstið,
að um meðferð og túlkun
leiksins hefur fyrir lifandi
löngu myndast hefð sem fyrir
enga muni má raska eða vinna
á henni spjöll. Augljóslega eru
þau karl og kerling okkar alltof
hjartfólgin til að við getum í
alvöru trúað því að þau hafi
kynhvatir til að bera, eða búi í
samfélagi fólks sem einhverju
ráði um örlög þeirra, eða að við
getum sætt okkur við að þau
séu sýnd á sviðinu öðruvísi en
alltaf er vant að gera það. Þau
eru í hæsta lagi táknræn, elsku
hjúin — sígild tákn hinnar
óforgengilegu íslensku þjóðar-
sálar.
Það veit ég að Helgi Hálf-
danarson sér að sér þegar hann
hugsar þetta mál. Vafalaust
hefur hann sjálfur margsinnis
séð Gullna hliðið, kannski
síðast nú i vetur, og væri hollt
að rifja þær leikhúsferðir upp
sér til sálubótar. Líka getur
hann hlustað á leikritið á
hljómplötu og lesið margt gott
orð sem skrifað hefur verið
um leikinn, svo sem eins og
ritgerð Matthíasar ritstjóra
Johannessens. Af öllu þessi
mun hann eflaust staðfestast í
þeirri réttu skoðun að fyrir
enga muni mega hagga við
helgidómum Gullna hliðsins í
túlkun þess á leiksviði.
En barasta er vonandi að
engau syfji í leikhúsinu í
Grimsey þegar þar að kemur.
J