Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 22.06.1977, Qupperneq 24

Dagblaðið - 22.06.1977, Qupperneq 24
frjálst, úháð dagblsð MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNl 1977. Blotnaði duglega í höfuðborgarbúum fgær: Fjórðungur mánaðarúr- komuá tólf tímum Rigningin og rokið fór víst okki framhjá höfuðborgar- búum í gær. Úrkoman reyndist líka töluverð eða 10 mm á tólf tímum frá 6 í gærkvöldi til 6 í morgun. Er þetta hvorki meira né minna en fjórðungur af meðal- úrkomu í júnímánuði! Meira rigndi þó á Keflavíkurflug- velli. Þar rigndi 21 mm á sama tíma. Útlit er fyrir rigningu um meirihluta landsins en spáð er skúraveðri á vestanverðu landinu seinnipartinn í dag. Það er kannske óþarfi að taka fram að það verður yfirleitt þurrt veður eða að minnsta kosti lítil úrkoma á Norður- og Austurlandi. A.Bj. Vörubfll ofan í Svínafellsá Vörubifreið frá Raf- magnsveitum Ríkisins lenti út í Svínafellsá í Öræfum seint í gærkvöldi. Bifreiðin kom, hlaðin einangrurum, akandi að brúnni og skipti það engum togum, þegar hún var komin út á brúna miðja beygði hún skyndilega til hliðar, braut handriðið og ók út í ána. Lenti bíllinn á hvolfi úti í ánni, bifreiðar- stjórinn hentist út úr bíln- um og rankaði við sér skömmu seinna, svo til ómeiddur. Gat bifreiðar- stjórinn, Vilhjálmur Magnússon frá Egilsstöðum,. farið heim til sín eftir að læknir hafði saumað saman skurð á fæti hans. Talið er að bilun í stýris- búnaði bifreiðarinnar hafi valdið slysinu. Bílstjóra- húsið lagðist alveg saman og var stýrið gengið inn i bíl- stjórasætið. Má búast við að bílstjórinn væri inun verr farinn ef hann hefði verið bundinn í öryggisbelti. -BH. Hafnarfjörður: 300manns bíða eftir síma í eitt ár „Þeir sem sækja um síma núna geta sennilegast fengið hann í júnímánuði 1978,“ sagði Magnús Eyjólfsson stöðvar- stjóri Pósts og síma í Hafnar- firði er hann var inntur eftir biðtímanum eftir nýju símtæki. Ástæðuna kvað Magnús vera þá að númer þau er Hafnar- fjarðarstöðin hefur á að skipa væru uppurin og ekki væri von á viðbót við stöðina fyrr en að ári. Sl. haust kláruðust númerin og bíða nú um 300 manns eftir að fá síma í Hafnarfirði. Um síðustu áramót var pöntuð viðbót við símstöðina frá L. M. Ericsson í Sviþjóð en þar er hinn vanalegi afgreiðslufrestur um 13 mánuðir. Þegar nýja viðbótin kemur á næsta ári fjölgar símanúmerum í Hafnarfirði um 1000 og vonast yfirvöld Pósts og síma til að það dugi í tvö til þrjú ár. -BH. Þrengslavegur mjókkaður fyrir 14 milljónir króna í ár mjókkun alls vegarins á að vera lokið fyrir haustið 78 Þrengslavegurinn milli Svínahrauns og Ölfuss, er nú lokaður þar sem unnið er að mjókkun hans á allnokkrum kafla. Næsta sumar á svo að klára það sem eftir er. Hefur þetta vakið nokkra undrun austanmanna og sneri blaðið sér til Jóns Birgis Jóns- sonar, deildarverkfræðings hjá Vegagerð ríkisins til að spyrjast nánar fyrir um þetta. Hann sagði að á sínum tíma, þegar ákveðið var að byggja Þrengslaveginn, hafi verið miðað við að hann yrði aðalvegur austur fyrir fjall og hafi hann því verið byggður líklega um 10 metra breiður. Það var fyrir tíð Jóns í þessu starfi. Þá væri það með þennan veg eins og aðra malarvegi, að hann væðist út, eða breikkaði enn með tímanum, og hafi hann sumstaðar verið orðinn mjög breiður. Vegna þess og eins þar sem búið væri að byggja nýjan aðalveg austur um Hellisheiði, þyrfti vegurinn ekki að vera eins breiður og upphaflega var ætlað. Yrði hann því mjókkaður í 7,5 til 8 metra og hækkaður þar sem á þyrfti að halda miðað við reynslu af snjó- þy.ngslum undanfarinna ára. Áætlað væri að vinna fyrir eitt- hvað um 14 milljónir króna í ár að þessu. Að lokum sagði hann þetta spara stórfé í viðhaldi vegarins þar sem yfirborð hans minnkaði svo mjög. -S.G. I Grjótaþorpi: Kaff i í garðinum á góðviðrisdögum Hreppsnefndin í Grjótaþorpi ákvað það á fundi sínum aö mál væri að Hafizt væri handa og lag- fært í þorpinu. Ibúar í Grjóta- þorpi tóku því til óspilltra málanna við að snyrta og hafa gert lítinn og snyrtilegan garð þar sem áður var ruslahaugur og ónýtt bílhræ. Þar er nú búið að hlaða upp garða -og tyrfa. A góðviðrisdögum er þvi upplagt að fá sér sæti í garðinum og leggja á borðin, sem íbúarnir hafa komið þar fyrir. Þorsteinn Eggertsson, sem er einn af hreppsnefndarmönnum og kunnur fyrir texta sína sem hann samdi fyrir hljómsveitina Hljóma á sinum tíma, sagði að menn hefðu það á stefnuskrá sinni að reyna að koma í veg fyrir að hverfið yfirfylltist af bilum. Þar stæðu nú bílar allan daginn, svo ekki væri hægt að þverfóta i Grjótaþorpi. Hann sagoi einnig að ef eldur kæmi upp í hverfinu, kæmist slökkviliðið alls ekki að mörgum húsum, 'því að bílum væri lagt um allt og flestum ólög- lega. „Þetta er rétt að byrja hjá okkur og við höfum hugsað okkur aö sýna fram á að með samstilltu átaki er hægt að gjörbreyta umhverfinu hér. Helzt viljum við auðvitað losna alveg við bílana og gera skemmtilegan afgirtan garð þar sem stæðin eru núna, t.d. fyrir krakkana að leika sér í." sagði Þorsteinn Eggertsson. -KP. > Tveir úr hreppsnefndinni: Þor- steinn Kggertsson og Helgi Magnússon í garðinum bak við Kjaiaköttinn. — DB-mynd llörður Vilhjálmss. Verð- launa- kirkjan í Breið- holti Á myndinni sjáum við likan fyrirhugaðrar kirkjubyggingar Breiðholtssafnaðar sem ætlunin er að rísi í ,,mjóddinni“ svo- nefndu, sem er auða svæðið i horninu sem myndast milli Breið- holtsbrautar og Reykjanesbraut- ar. Efnt var til samkeppni um kirkjubygginguna og urðu þar hlutskarpastir arkitektarnir Guðmundur Kr. Guðmundsson og Ferdinand Alfreðsson. Voru fyrstu verðlaun 700 þúsund krónur. Alls voru sendar inn 19 tillögur og ætla má að samtals hafi um 40 manns unnið að tillögugerðinni. BH(DB-mynd Sv..)

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.