Dagblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 1
3. ÁRG. •— ÞRIÐJUDAGUR 26. JtJLÍ 1977 — 159. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMtJLA 12. AUGLVSINGAR ÞVERHOLTI 11, AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2 — JVÐALSIMI 27022. várasjóðurinn: ANDVIRÐI20 MIUJÓN SÍGARETTUPAKKA Á BÚÐARVERÐI höf um komizt úr mfnus með lánum erlendis f rá Við eigum andvirði nærri 20 milljón sígarettupakka í gjald- eyris„sjóði“. Þennan sjóð höfum við fengið með lántök- um erlendis. Gjaldeyrisstaðan er 6287 milljónir í plús, tæplega 6,3 milljarðar. En lán erlendis upp á 8300 milljónir hafa komið inn á sama tíma í ár. Þannig höfum við með lánum komizt úr mínus í gjaldeyris- stöðunni. Hún hefur á árinu batnað um 6,7 milljarða. Við miðum hér við hið nýja verð á sígarettupakkanum, út úr búð hér á landi. Vissulega gæti Áfengis- og tóbaksverzlun- in fengið talsvert fleiri pakka fyrir gjaldeyrissjóðinn. Staðan lagaðist um 134 millj- ónir í júní, en í fyrra batnaði hún um 2381 milljón í júní, þar sem stór lán komu inn. A fyrra helmingi árs í fyrra batnaði gjaldeyrisstaðan um 783 milljónir en erlend lán fyrir' 4000 milljónir komu inn. Hér er átt við lán til langs tíma sem fylla í „sjóðinn" en þarf þó auð- vitað að greiða síðar meir. - HH Hengdu manninn með belti: Reglum hefur ekki veríð framfylgt í fangelsinu —fangar eiga ekki að fara íklefa með belti eða aðra lausamuni Skólastefnaá villigötum — Sjá kjallaragrein Braga Jösepssonar ábls.ll Fjármálastjóm borgarinnartil fyrirmyndar — segir Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjöri í kjallaragrein — Sjábls. 11 Árangur íslands vekurathygli — Norðmenn og Svfarsverma fyrir Knapp — sjá íþröttir íopnu Almenningskléfi í fangageymslunni við Hverfisgötu. Grétar Vilhjálmsson, 45 ára, og Guðmundur Antonsson, 46 ára, báðir heimilislausir, hafa játað að hafa brugðið belti um háls Hrafns .Tónssonar, 49 ára, í fangageymslunni að Hverfis- götu kvöldið 19. júlí sl. Hafa þeir einnig játað að hafa hert beltið að hálsi Hrafns. Hrafn Jónsson, Bjargarstíg 6, Reykjavík, lézt þetta kvöld eins og fram hefur komið í fréttum DB. Var hann ásamt fyrrnefndum mönnum í fanga- geymslu lögreglunnar við Hverfisgötu, þegar framan- greind átök áttu sér stað. Er frá þessu greint í fréttatil- kynningu frá Rannsóknar- lögreglu ríkisins. Um kl. 21 þriðjudagskvöldið 19. júlí sl. var Hrafn settur í fangaklefa ásamt öðrum manni vegna ölvunar. Laust fyrir kl. kl. 22 voru þeir Grétar ogGuðmundur fluttir í þennan klefa. Segir í tilkynningu rannsóknarlögreglunnar að þá hafi þeir, sem fyrir voru, virzt vera sofandi. Kl. rúmlega 23 heyrði fanga- vörður dynk úr klefanum og fór hann þegar að aðgæta hvað um væri að vera. Lá þá Hrafn þar á bekk blóðugur í andliti. Þeir Grétar og Guðmundur sátu saman í klefanum. Var Guðmundur með leðurbelti sitt í höndunum. Var beltið tekið af honum og þeir Grétar fluttir í annan klefa. Var Hrafni hagrætt og hann DB-mynd Ragnar Th. Sigurðsson. látinn liggja áfram. Ekki gátu gæzlumenn í fyrstu séð neina alvarlega áverka á Hrafni. Var hann þó með smáskurfu á vör. Við nánari aðgæzlu eftir skamma stund, kom í ljós að Hrafn var orðinn mjög veik- burða. Var hlúð að honum eftir mætti, meðal annars með súrefnisgjöf. Jafnframt var kallað á sjúkrabíl, sem flutti Hrafn á slysadeild Borgar- spítalans. Var Hrafn látinn þegar þangað var komið. Þeir Grétar og Guðmundur hafa játað að hafa veitzt að Hrafni í fangaklefanum. Brugðu þeir leðurbeltinu um háls honum og rykktu í. Þeir viðurkenna lika að þeir hafi barið hann með hnefunum. „Kemur þessi framburður heim og saman við ummerki á beltinu og niðurstöðu réttar- krufningar," segir í fréttatil- kynningunni. Leiðir hún í ljós, að áverki á þálsi hins látna hefur átt þátt í dauða hans. Niðurstöður af eiturefna- rannsókn eru ókomnar þannig að óljóst er, hvern þátt áfengi hefur átt í dauða hans. Er rannsókn málsins haldið áfram. Relgur mæla fyrir um það, að handteknir menn, sem þarf að fangelsa, skuli sviptir þeim Hlutum, sem þeir geta unnið sjálfum sér aða öðrum tjón með. Belti og axlabönd eru meðal þeirra hluta, að sögn gæzlumanns I fangelsinu við Hverfisgötu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.