Dagblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. BRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1977. Verzlun við önnur lönd: Jukum mínusinn með skipa- og flugvélakaupum Mínusinn i verzlun viö önnur lönd er miklu stærri fyrstu sex mánuðina í ár en var i fyrra. Þessu veldur aðallega að miklu meira var flutt inn af skipum og flugvélum og flutt inn til Alfélagsins. Minusinn milli þess sem við fluttum inn og þess sem flutt var út er 6,5 milljarðar á fyrri helmingi ársins. Hann var 4 milljarðar á sama tíma í fyrra. En skip hafa í ár verið flutt inn fyrir 4 milljarða, á móti 1,3 milijarði í fyrra. Flugvélar hafa verið fluttar inn fyrir 700 mill- jónir en var sáralítið í fyrra á sama tíma. Flutt hefur verið inn til Álfé- lagsins fyrir 2,9 milljarða, mill- jarði meira en á sama tíma í fyrra. Útflutningur áls hefur einnig stórvaxið, úr 5,1 millj- arði í 7,7 milljarða. 7 skuttogarar Þrír skuttogarar komu frá Póllandi, tveir frá Noregi, 1 frá Frakklandi og 1 frá Ítalíu. Auk þess voru tvö fiskiskip fengin frá Noregi og eitt frá Bretlandi, 1 vöruflutningaskip frá Dan- mörku, tollgæzlubátur frá Bret- lundi og dýpkunarprammi frá Noregi. Landhelgisgæzluvél var flutt inn frá Hollandi og auk þess komu 8 litlar flugvélar. Utflutningur nam á ' fyrra helmingi ársins 47,9 milljörð- 54,4 um og innílutningurinn milljörðum. Við samanburð milli ára er rétt að hafa í huga að meðal- gengi erlends gjaldeyris fyrra helming ársins er talið hafa verið 9,4 prósentum hærra en það var á sama tíma í fyrra. Þetta breytir ekki miklu um samanburðinn. -HH Reykingabann hefur verið íleigubflum síðan ívetur Eftir að leigubílstjórar bönn- uðu reykingar í bílum sínum í vetur, nema með samþykki öku- mannanna, hafa nokkur brögð verið að því að menn panti sér- staklega bíla sem reykja má í. Blaðið hafði samband við skiptiborð Hreyfils og fékk þetta staðfest. Afgreiðslustúlkan á borði eitt sagði að í slíkum tilvik- um væri ökumaður næsta bíls sér- staklega spurður hvort reykingar væru leyfðar í hans bíl. Væri svo ékki, væri sá næsti spurður og svo koll af kolli. Svo sem kunnugt er bíða leigu- bílarnir í föstum röðum eftir túr- um og þannig tapa þeir sem banna reykingar, stundum túr og túr. Ekki taldi afgreiðslustúlkan það þó brjóta niður þá ákvörðun bílstjóranna að leyfa ekki reyk- ingar og færi þeim reyndar fjölg- andi. -G.S. TALSVERT BEÐIÐ UM REYKINGABÍLA — hinir gefa sig ekki þótt þeir missi af röðinni Asta Halldórsdóttir, Asta Erlendsdóttir og Aðalheiður voru að stafla saltfiski og kunnu vel við það Eyrarbakki Fjör í Lífið er saltfiskur Saltfiskverkun var i fullum gangi í næsta húsi inn af hum- arvinnslunni og þar hittum við að máli Aðalheiði Sigfúsdóttur, Astu Halldórsdóttur og Ástu Erlendsdóttur þar sem þær voru að umstafla saltfiski. Þær stöllur voru sammála um að ágælt væri aö starfa við salt- fiskverkunina. Kaupið væri orðið sæmilegt eftir síðustu k.jarasamninga, þótt i raun frystihúsinu — Þar syngja stelpurnar við vinnuna .■ x tjsi 'i «wk - x < fflHNuSÍm 'íú yJ b Þa-r sungu við vinnuna stelpurnar í frystihúsinu á Eyrarbakka. enda voru þa-r brátt að fara til Akureyrar að ná sér i straka. Það var mikið fjör í stelpun- um í frystihúsinu á Eyrar- bakka, þegar Dagblaðið heim- sótti það nýlega. Þær voru að plokka humar og sungu hástöf- um um jómfrúr og fleira. Þær voru svona glaðar vegna þess að þær voru að fara til Akureyrar daginn eftir heimsókn okkar, en starfsfólks frystihússins fer í slíka skemmtiferð einu sinni á ári. Ferðin stendur í fjóra daga og stelpurnar kepptust við að ljúka sínum störfum áður en þær færu. „Við klárum humarinn áður en við förum. Þegar við komum til Akureyrar förum við á Sjall- annog náumokkur í stráka. Við höfum reyndar ekki kynnzt Akureyrarstrákum áður, en það er ekkert úrval hér á Eyrar- bakka. Það eru svona fimm sæt- ir strákar hér á Bakkanum, — og við notum þá til skiptis." Síðan héldu stelpurnar áfram að plokka görnina úr humrinum og syngja um vænt- anlega dýrðardaga á Akureyri, þar sem eru fleiri en fimm sæt- ir strákar og úrval nóg í Sjall- anum. fengi enginn nóg kaup I dag. ,,En þetta er allt annað líf eftir að við fengum togarann Bjarna Herjólfsson, sem kom í marz. Hann er sameign Eyrarbakka, Stokkseyrar og Selfoss. Síðan hann kom hefur verið stöðug atvinna og togarinn því mikil lyftistöng fyrir plássið." Frystihúsið veitir 60-70 manns atvinnu og er því undir- staða atvinnulífs á Eyrarbakka, en þar bjuggu 584 menn í des- ember sl. -JH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.