Dagblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 15
15
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 26. JULl 1977.
Margaux Hemingway fékk sitt
fyrsta sýningarstúlkustarf þeg-
ar Halston kom auga á hana.
enda hefur hann klætt margar
þeirra. Má nefna Marisu
Berenson Barbra Walters,
Betty Ford, Laureen Bacall og
Martha Graham. Allar þessar
konur og fleiri viðskiptavinir
Roy Halstons hafa gert hann að
eftirsóttasta tízkufrömuði
Bandaríkjanna.
„Vinsældir sérhvers tízku-
frömuðs fara algjörlega eftir
þvi hverjir viðskíþtavfnir hans
eru,“ segir Halston. „I rauninni
komum við aðeins með tillögur.
Það er um að gera að hafa
smekklega viðskiptavini.“
Halston er þekktur fyrir að
teikna einföld en um leið mjög
smekkleg föt og það eru svo
viðskiptavinirnir sem leggja til
skrautið og aukahlutina.
Þegar Liz Taylor leitaði til
hans fyrst, var það fyrst og
fremst til þess að fá hann til að
teikna fyrir sig einfaldan kjól
sem hún gæti notið sín í.
„Liz á að ganga í einföldum
fötum. Þessi mikilfenglegu föt
sem hún hefur notað í mörg ár
hafa gert hana miklu digrari
heldur en nauðsynlegt er. Hún
hefur nefnilega ótrúlega mjótt
mitti og mjög fallega fætur.
Eitt er það sem prýðir hana
betur en ýmsar aðrar, hún
hefur stór og falleg brjóst. Það
kunna allir karlmenn að meta.“
Halston lét Liz raða öllum
skartgripunum sínum á borð og
síðan teiknaði hann föt sem
pössuðu við skartgripina.
„Hann er algjör snillingur,"
segir Liz um Halston. „Fyrst
hann getur fengið einhvern til
þess að hæla svona buddu eins
og.mér fyrir fegurð.“(!)
Halston hefur heilmikið
fyrirtæki bak við sig og selur
fatnað sem hann framleiðir
sjálfur fyrir meira en 100
milljónir dala á ári. Hefur hann
að boðstólum allt mögulegt eins
og sólgleraugu, hárkollur, loð-
feldi.ilmvötn og jafnvel mottur.
A öllum þessum vörum stendur
nafn hans.
Halston er mættur til vinnu
ekki síðar en klukkan kortér
fyrir átta á morgnana. Hann
stofnaði fyrirtæki sitt 1969, en
áður hafði hann unnið fyrir
tízkufyrirtæki í New York.
Hann hittir að máli alla þá
viðskiptavini sem ætla að iáta
teikna föt sérstaklega handa
sér.
Þegar hann var nýiega að því
Happy Rockefeller er einn af viðskiptavinunum.
spurður hvort það væri eitt-
hvað sem hann langaði sérstak-
lega til að gera, svaraði hann að
sig langaði til þess að fara út í
að teikna húsgögn.
En þegar hann er spurður
hverjum augum hann liti
sjálfan sig, yppir hann öxlum
og segir ósköp einfaldlega:
„Ég er aðeins fataframleið-
andi, hvað get ég gert fyrir
þig?“
Þýtt og endursagt A.Bj.
Jackie O. hefur verið meðal
viðskiptavina hans síðan 1960.
Halston teiknaði þrjátíu og sex
klæðnaði fyrir Jackie Bisson
fyrir kvikmyndina The Greek.
Banca Jagger er náinn vinur Halstons. Hún vill gjarnan vera klædd
öðru vísi en allir hinir. Hún mætir í buxnadragt á fín böll en í fínum
kvöldkjólum í diskótekin.