Dagblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. DRIÐ.IUDAGUK 2(i. JUI.l 1!)77.
23
Útvarp ífyrramálið kl. 8.00:
NÝ SAGA EFTIR
ÞEKKTAN SÆNSK-
AN BARNA-
BÓKAHÖFUND
Ný saga í Morgunstund barn-
anna byrjaði i morgun og mun
lestur sögu þeirrar standa
næstu tvær til þrjár vikurnar.
Er þetta sagan Náttpabbi eftir
Marlu Gripe. Var sagan fyrst
skrifuð fyrir útvarp árið 1968
af höfundinum, sem er sænsk-
ur, og síðan þá hefur einnig
verið gerð sjónvarpskvikmynd
eftir sögu bðkarinnar sem hlaut
fádæma vinsældir. Tvær aðal-
persðnur bókarinnar, Júlía og
Náttpabbinn, skiptast á um að
skrifa kafla bókarinnar.
Höfundur bókarinnar, Marfa
Gripe, er vel þekktur barna-
bókahöfundur í heimalandi
sínu Svlþjóð og einnig erlendis.
Er hún fimmtug að aldri og hóf
að rita barnasögur 1954 og var
fyrsta bókin ævintýri. Eftir
hana hafa seinna komið út
fleiri bækur og nokkrar þeirra
verið þýddar á íslenzku, bæk-
urnar um Jósefínu og
Húgó.Bækur þessar hlutu á
sinum tima verðlaun Fræðslu-
ráðs Reykjavíkur fyrir hve
vandað var til þýðinganna.
Verðlaunin hlutu þær Anna
Valdimarsdóttir og Vilborg
Dagbjartsdóttir, sem einnig
þýðir nú og les söguna um Nátt-
pabba.
María Gripe hefur á seinni
árum farið meira út i gerð kvik-
myndahandrita og starfar hún
nú orðið aðallega með leikstjór-
um og kvikmyndagerðarfólki.
Eiginmaður Maríu, Harald
Gripe, er þekktur myndlistar-
maður og hefur hann mynd-
skreytt bækur konu sinnar.
María Gripe er fyrsti barnabók-
arhöfundurinn sem skrifuð er
um doktorsritgerð í Svíþjóð og
varði höfundurinn doktorsrit-
gerðina við háskólann i Lundi
nú í vor.
— BH—
Vilborg Dagbjartsdóttir sem
þýðir og les nýju söguna í
Morgunstund barnanna.
(DB-mynd Bjarnleifur)
Útvarp íkvöld kl. 23.00:
VIÐTAL Á ENSKU
VIÐ YFIRLÆKNI
FREEPORT
SJÚKRAHÚSSINS
Það er Jónas Jónasson, hinn
góðkunni útvarpsmaður, sem
mun í kvöld í útvarpinu ræða við
Frank Herzlin yfirlækni við Free-
port sjúkrahúsið í Bandaríkjun-
um. Fer samtalið fram á ensku og
er flutt í útvarpið á ensku.
Freeport sjúkrahúsið er orðið
allvel þekkt hér á landi þar sem
svo margir íslendingar hafa leitað
sér lækninga þar á undanförnum
misserum. Freeport sjúkrahúsið
fæst eingöngu við lækningar á
alkóhólisma.
Að aflokinni meðferð á sjúkra-
húsinu eru sjúklingarnir fluttir á
hvíldarhcimilið Villa Verilas,
áður en þeir eru útskrifaði'r. Mun
reynsla þeirra er farið hafa til
lækninga á Freeport nokkuð góð
og fæstir þeirra sem þaðan hafa
komið hafa fallið í gryfju of-
drykkjunnar aftur er heim var
komið. -BH.
Jónas Jónasson, viðmælandi yfirlæknis Freeport í kvöld. (DB-mynd
Bjarnleifur).
BÍABIÐ
Riistjórn
SÍÐUMÚLA 12
Simi
81311
Pollux
svefnpokar
Pollux
tialdhimnar
Belgjagerðin
Bolholti 6
Sími 36600
Reykjavík