Dagblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 26. JULÍ 1977. 5 TALSTÖÐVARSAM- BAND SPARAÐIUM- FANGSMIKLA LEIT Fmnst þér ekki hálfóþægilegt aö níöast stööugt á greiövikni kunningjanna þegarsenda þarftelexskeyti? Það finnst okkur líka. Þess vegna stofnum við nú telex- þjónustu fyrir alia sem líkt er á komið með. Einnig verður boðin aðstoð við gerð skeyta og erlendra sem innlendra verzlunarbréfa. Hægt er að gerast stofnfélagar gegn greiðsiu lágmarkskostnaðar. Kjörið fyrir smærri fyrirtæki, jafnt í Reykjavík s$m utan, svo og almenning sem vill koma boðum um víða veröld á skjótan og ódýran hátt. Upplýsingar í Einholti 8, sími 28590 og kvöldsími 74575. — þrjár þýzkar „f jallageitur” íhrakningum á háfjöllum Á laugardaginn var óku svissnesk hjón á Land Rover jeppa fram á þrjá þýzka ferða- menn, tvær konur og einn karl, á leið sinni frá Öskju niður í Bárðardal. Hímdu Þjóðverj- arnir þar undir steini í slag- viðri og kom í ljós er hjónin ræddu við þá að þeir höfðu verið ofan byggða í sex sólar- hringa og voru þeir orðnir matar- og vatnslausir. Hjónin gáfu þeim það litla sem þau höfðu matarkyns með- ferðis og buðu þeim jafnframt far, sem Þjóðverjarnir þáðu ekki að máltíð lokinni. Á laugardagskvöldið komu hjónin til Reykjahlíðar og létu vita af ferðalagi Þjóðverjanna, þar sem þau bjuggust við að þeir kynnu að lenda í frekari vandræðum. Var þá Slysa- varnarfélagi íslands gert við- vart og var haft samband við björgunarsveitarmenn í Mý- vatnssveit og þeir beðnir'að vera tilbúnir að hefja leit á sunnudagsmorguninn, fremur en að leggja strax upp. Nóttin var svo notuð til að reyna að ná sambandi við skála- vörðinn í Herðubreiðarlindum í gegnum Gufunesradíó og undír morgun bárust þær upp- lýsingar að Þjóðverjarnir væru í tjaldi í Drekagili, skammt frá skála Ferðafélags íslands þar og var ekkert að vanbúnaði. Var þá hætt við að hefja leit. Að sögn Hannesar Hafsteins framkvæmdastjóra Slysavarna- félags íslands gera útlendingar sér ekki nægilega grein fyrir að allra veðra er von á íslenzkum öræfum, jafnvel þótt um há- sumar sé, og geta því lent í hinum verstu hrakningum. - G.S. SLÁnUR Á ÞAKINU Þeir voru að vinna nokkuð óvenjulega vinnu, piltarnir á myndinni. Það var verið að slá þakið á húsi einu við Barónsstig, bakhúsi, sem menn sjá yfirleitt ekki, enda þótt þeir kunni að vera hagvanir i miðborg Reykjavíkur. Víða tíðkast það enn að rækta gras á þökum og þá þarf að sjálfsögðu að slá og hirða heyið. Þeir gengu vasklega fram við verkið og sóttist það vel, þótt borgarbörn séu. — DB-mynd Sveinn Þormóðsson. „Vildi auðvitað ráð- stafa fénu sjálf urM — segir Jón Páll Halldórsson, f ramkvæmdast jóri Norðurtanga, hæsta skattgreiðandans á Vestf jörðum „Afkoman hjá okkúr hefur verið góð um árabil og við vor- um einnig gjaldhæstir í fyrra. Fiskvinnslufyrirtækin hafa oft verið í efstu sætum á skatt- skránni, þó sveiflur í afkomu þeirra séu kannski meiri en annarra fyrirtækja.“ Þetta sagði Jón Páll Halldórs- son framkvæmdastjóri Norður- tangans hf. í viðtali við DB i morgun. Norðurtanginn hf. greiðir hæst gjöld fyrirtækja á Vest- fjörðum í ár. Samtals eru þau 42,9 milljónir og þar af 26,5 milljónir í tekjuskatt. Jón Páll sagði að auðvitað hefði hann heldur kosið að ráð- stafa þessu fé til uppbyggingar hjá fyrirtækinu sjálfu. En von- andi færi þetta til þarflegrar uppbyggingar. Norðurtanginn hf. hetur um nokkur ár verið stærsta hrað- fiystihús á Vestfjörðuni ug síð- asta ár var framieióstuverð- mæti þess um 1.000 milljónir. Norðurtangi gerir út skut- togarann Guðbjart og vélbátinn Orra, sem gerður er út á línu. íshúsfélag ísfirðinga hf. greio.r 27,1 ...illjón í i.aildar- gjöld og Ishúsfélag Bolungar- víkur hf. 18,4 milljónir. Hæstur einstaklinga á Vest- fjörðum er Jón Fr. Einarsson byggingameisturi í Bolungar- vík, hann greiðir 5,s .. lUj jnir i heildargjöld. -ÓG. Keflavík Til sölu nýlegt og vel með farið raðhús á tveimur hæðum, 3 svefnherbergi.baðherbergi, hol og fataherbergi uppi. Niðri eru stöfur, húsbóndaherbergi, gestasalerni, eldhús og þvottahús. Húsið er með föstum bílskúr og góðri, ræktaðri lóð. — Uppl. í síma 92-2979. fSauðárkróks- kaupstaður Hjá Sauðárkróksbæ eru eftirtalin störf laus til umsóknar, frá og með 1. september nk.: Staða HJOKRUNARFRÆÐINGS við gagn- fræðaskóla, barnaskóla og leikskóla. BRYTI í heimavist gagnfræðaskóla og iðnskóla. ' RÁÐSMAÐUR í heimavist gagnfræðaskóla og iðnskóla. HUSVÖRÐUR við Gagnfræðaskóla Sauðár- króks. Skriflegar umsóknir skulu berast á bæjarskrifstofurnar við Faxatorg fyrir 31. ágúst nk. Nánari upplýsingar verða veittar af skrifstofustjóra og bæjarstjóra. Sími á bæjarskrifstofum er (95) 5133. Bœjarstjóri Allt til að grilla Útigrill og allt sem þeim fylgir: grill- tengur, viðarkol og uppkveikjulög- ur. Ekkert af því má gleymast þegar ætlunin er að njóta Ijúffengs mat- ar undir beru lofti. Lítið á sumar- og ferðavörurnar á bensínstöðvum Shell. Olíufélagið Skeljungur hf

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.