Dagblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 26. JULl 1977. Islenzkur „gagn-og-gaman” bátur — hentugur sem grásleppu-, handfæra-, línu- og sportbátur Báturinn sjósettur á laugar- dagsmorguninn. Hljóðlát vélin er í fyrirferðar- litlum kassa aftur i bátnum. Lipur og stöðugur fór fyrsti íslenzki trefjaplastbáturinn í sína fyrstu sjóferð í Hafnar- fjarðarhöfn á laugardagsmorg- uninn var, liðlega sjö metrar á lengd, 2 til 3 tonn að stærð og með 23 hestafla, hljóðlátri volvo Penta vél. Eigendur fyrirtækisins Mót- unar h/f I Hafnarfirði, sem stofnað var í marz sl., Reginn Grímsson og Guðmundur Lár- usson, smíðuðu sjálfir mótin að færeyskri fyrirmynd og með leyfi þaðan. Kostar báturinn 2,5 milljónir með vél, stjórntækj- um, vökvastýri og öðrum bún- aði. Er þegar búið að panta 10 slíka og smíði tveggja auk frumsmíðarinnar langt komin. Fyrsti báturinn, sem heitir Arnar VE 12, var seldur til Vestmannaeyja, en hinir munu fara víða um land. Til þessa hafa menn eingöngu keypt þá Reginn Sveinsson frammi f lúkar. Þar er m.a. borð og skápur. til veiðiskapar, en þessir bátar eru allt eins brúklegir sem skemmtibátar og svipaðir slík- um bátum sem njóta mikilla vinsælda sem fjölskyldubátar á Norðurlöndum. Tvær kojur eru í káetu báts- ins og þar er pláss fyrir eldavél o.fl. Unnt er að kaupa bátinn á ýmsum framleiðslustigum og kostar t.d. skrokkur og yfir- bygging 900 þús. Unnt er að velja úr ýmsum litum og hægt er að fá stærri vélar en þá sem áður er nefnd. -G.S. •Vtfv- ■ Léttilega ber hann tíu manns. — DB-myndir G.S. Misjafn er skattur manna Margir telja þá sem vinna í sínum eigin fyrirtækjum eiga auðveldara en aðrir með að skammta sér hæfilegar tekjur til uppgjafar til skatts. Við flettum upp á nokkrum slíkum aðilum. Forvitnilegt er að kanna breytingar á gjöldum milli ára en fyrra árs gjöld eru gefin upp I aftasta dálki. Ef einhver hefur áhuga á að gera sér grein fyrir tekjum þessara samborgara sinna má benda á að útsvörin eru 11% af nettotekjum. tekjuik. eignask. utsvar bamab. Samt. gj. Samt. gj. í fyrra Gunnl. ÞórAarson máiflutnm. 188.312 218.100 406.412 383.168 HörAur Ólafss. málflutnm. 39.910 60.971 224.400 325.281 184.842 Pétur GuAjónss. framkv.stj. 311.337 0 181.900 493.237 630.818 Jón J. Fannbarg kaupm. (blokkaroig.) 262.251 226.837 247.400 736.488 896.207 Ragnar Tómass. málflutnm. (fasteignas.) 2.590.180 79.087 997.000 268.125 3.398.142 284.657 Rafn Jónsson tannlœknir 470.553 105.266 355.100 930.919 807.538 Guðm. Skaptas. málflutnm. (lögg. endursk.) 1.143.577 72.453 518.800 1.734.830 1.214.068 Ing. Guðbrandss. Ferðaskrst. Útsýn 13.164.476 398.634 3.746.000 17.309.110 697.990 Hafst. Baldvinss. málflutnm. 403.085 47.001 324.400 774.486 778.944 Valdim. Þórðars. fyrrv. kaupm. Silli & Valdi 533.739 245.000 778.739 420.132 Jón Þorsteinss. málflutnm. 329.234 66.498 345.900 268.125 473.507 280.101 Guðm. Yngvi Sigurðsson málflutnm. 465.746 70.893 351.400 888.039 1.490.071 örn Þór málflutnm. 100.426 158.100 121.875 136.651 49.814 Ferðaleikhúsið: Alfslenzkt efhi á ensku Þátttakendur í starfsemi Ferðaleikhússins í sumar, talið f.v. Aðaisteinn Asberg Sigurðsson, Kristinn Friðfinnsson, Stefán Arngrímsson, Kristín M. Guðbjartsdóttir, Ingþór Sigurbjörnsson, Halldór Snorrason og Soffía Guðmundsdóttir. Atriði þau sem þau sýna á einni kvöidsýningu Ferðaleikhússins eru samtals 28 talsins. (Ljósm. Jim Smart) r “^Sinu 4029í^ O&B INNRÉTTINGAR | 3 nýjar gerðir af eldhúsinnréttingum, fura, hnota og eik. Uppstilltar á staðnum. — 1-2 mán. afgreiðslufrestur. Þjóðsögur af álfum, huldufólks- sögur, trölla- og draugasögur, langspilsleikur og kveðskapur er meðal atriða sem Ferðaleikhúsið „Light Nights" býður upp á að Hótel Loftleiðum. Fer þetta allt fram á cnsku og er hugsað fyrir erlenda ferðamenn sem hug hafa á að kynnast alislenzku skemmti- efni. Eru sýningar kl. 21.00 öll mánudags, þriðjudags-, miðviku- dags- og fimmtudagskvöld i ráðstefnusal Loftleiðahótelsins fram til ágústloka. Sumarið i suinar er áttunda sumaríð í röð sem Ferðaleikhúsið starfar, fyrst var leikhúsið til húsa í Glaumbæ, en eftir að hann brann flutti það starfsemi sína á Hótel Loftleiði. Hefur starfsemi leikhússins alltaf farið fram á ensku og sýningarnar einkanlega ætlaðar fyrir erlenda ferðamenn sem staddir eru hér á landi, þó svo tslendingar geti einnig haft gaman af því sem þar fer fram. -BH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.