Dagblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 26. JtJLÍ 1977.
Nú eigum við að apa f einu og öllu eftir klæðnaði kvenna í Austurlöndum ef við vlljum
fylgja ráðum tízkukónganna í París.
Tízkukóngar í París:
Fyrirmyndin
er Austurlönd
Það virðist ef til vill dálítið
hjákátlegt að fara að tala um
veturinn nú Um mitt sumar. En
þrátt fyrir sumar og sól í París
hugsa tízkukóngarnir nú um
veturinn og hverju þeir eiga
að láta konur, víðs vegar um
heim, klæðast á dimmum
vetrarkvöldum.
Þessa dagana er hver tízku-
sýningin á fætur annarri í París
og þar sýna kóngar eins og
Dior, Yves Saint Laurent, Bal-
main og Pierre Cardin það sem
konan á að klæðast næsta
vetur. Hönnuðir þessara tízku-
húsa, sem hér að ofan eru
nefnd, virðast vera á einu máli
um að tizkan í vetur eigi að
gera konuna dálítið dularfulla.
Hún á að vera eins duiarfull og
reykur úr ópíumpípu, segir
hönnuður frá Yves Saint
Laurent. Klæðnaður sá sem
kemur frá Laurent ber keim
af Austurlöndum.
Ekki eru allir á eitt sáttir um
að taka miðið af klæðnaði
Austurlandakvenna heldur
taka klæðnað kínverskra og
gera hann að sínum tízkufatn-
aði.
Einnig má sjá föt á tízku-
sýningum sem eru dálitið í stíl
við barnaföt. Þar eru níðþröng
pils rikjandi, ef tizkuhúsin
helga sig ekki eingöngu austur-
lenzkum stíl í framleiðslu sinni.
Ungfrú
allsnakin
um.
Andreotti kom til Bandaríkj-
anna seint í gærkvöldi og hefur
viðræður við Carter og Cyrus
Vance, utanríkisráðherra, í dag.
Bandarikjamenn hafa látið sig
það varða hvort kommúnistar eru
í stjórn á Ítaiíu.
Fegurðarsamkeppnir eru stöð-
ugt haldnar út um allan heim. Nú
er ekki nóg að þátttakendur komi
fram á baðfötum heldur er nú
haldin sérstök keppni þar sem
þátttakendur koma framallsnakt-
ir. Sú sem vinnur þá keppni fær
auðvitað titilinn Ungfrú
allsnakin.
Sú sem fékk þennan titil í ár
heitir Brenda Holliday, 19 ára
Bandaríkjastúlka. Þátttakendur í
keppninni voru frá Kanada,
Bandaríkjunum, Bretlandi og
Astralíu. Bandarfskar hljóta að
bera af öðrum, naktar, því númer
tvö og þrjú voru fulitrúar frá
Bandaríkjunum.
Mikill fjöldi fólks fylgdist með
keppninni og er áætlað að um sjö
þúsund manns hafi komið og
horft á stúlkurnar spranga um á
evuklæðunurn.
Hjólreiðagötur í Tókíó: Hjólreiðamenn í Tókíó voru orðnir langþreyttir á að hjóla í umferðinni í borglnnl. Þeir tóku sig þvi samton
og komu á framfæri ósk sinni um sérstaka hjólreiðastíga. Nú hafa þeir fengið sérstakt svæði, sem er um klukkustundar akstur frá Tókfó, og
þar geta þeir hjólað að vild. Lengd hjólastíganna er samtals 168 kilómetrar.
Hvað sem öllum viðræðum við
Carter forseta líður og hverja
skoðun sem þeir kunna að hafa á
þessu máli, þá hefur Andreotti
látið hafa það eftir sér í viðtali við
bandarískt blað að það verði
ákveðið af ítölsku þjóðinni
hverjir fari þar með völd og
hverjir sitji í sjórn en ekki af
Carter eða öðrum ráðamanni í
Bandaríkjunum.
Ráðamenn í Bandaríkjunum
segja að heimsókn Andreottis sé
ein af mörgum sem Carter forseti
hefur beðið um til að hafa náið
samband við þjóðir heims. Þessar
heimsóknir eru fyrst og fremst til
að kynnast leiðtogum þjóðanna
en ekki til að taka neinar stór-
ákvarðanir.
ítalski forsætisráðherrann,
Andreotti, hefur áður komið til
Washington til að ræða við for-
seta en þá var það Gerald Ford
sem hann ræddi við. Hann hitti
Carter einnig á fundinum í
London.
Þjóðarleiðtogarnir munu ræða
heimsmálin og þá sérstaklega
orkuvandamálið og einnig hve
Giulio Andreotti segir að það sé
ftalska þjóðin sem ákveði hverjir
fari með stjórn í landinu og hvort
þar ráði kommúnistar eða aðrir.
Þar hafi Carter forseti ekkert
ákvörðunarvald.
Móðgaði
kónginn
—ogfékk3ára
fangelsi
Ungur kennari í Thai-
landi hefur verið dæmdur í
þriggja ára fangelsi fyrir að
hafa móðgað konunginn og
krónprinsinn. Herdómstóll
komst að þeirri niðurstöðu
að kennarinn hafi látið
óviðurkvæmileg orð falla
um konunginn og prinsinn í
návist nemenda sinna.
Dómurinn ákvað að stytta
fangelsisvistina í þrjú ár
eftir að kennarinn játaði
sekt sina. Hann hefði verið
dæmdur í sex ára fangeisi ef
hann hefði ekki játað.
Notaðir bílar til sölu
Wagoneer 8 cyl,. sjáifsk.,
’71-’74.
Wagoneer 6 cyl., beinsk.,
’7I-’75
Cherokee 6 cyl., bei.isk., ’74.
Jeepster ’67-’68-’71-’72.
Wiily’s Jeep ’42-’75.
Hillman Hunter ’70-’76.
Hillman Hunter, sjálfsk., ’74
Hillman Hunter, beinsk., ’74
á mjög góðu verði.
Sunbeam ’71-’76.
Lancer ’74-’75.
Skipper '74.
Minica station '74.
Matador ’71 og ’74.
Fíat ’73-’75. Flestar gerðir.
Vauxhall Viva ’65. Mjög
ódýr.
Opel Rekord ’64-’68-’70-’71.
Peugeot dísil 404 og 504 ’73-
’74.
Bronco ’66-’73-’74.
Blazer ’73-’74.
Cortina ’70-’74.
Saab 96 ’72-’73.
Toyota ’74.
Volvo ’70-’71.
VW ’66-’71.
Hiilman Minx ’67, ekinn
aðeins 18 þús. km. Sérlega
góð kaup.
Nýir bílar
Matador, 4ra dyra, sjálfsk.
V8
Lancer 1400, 4ra dyra, 92
hestöfl.
Sunbeam 1600 super, 4ra
dyra.
Lítið inn í sýningarsal
okkar.Opið í hódeginu.
Mikið úrval bíla ó
góðum kjörum.
EGILL.
VILHJALMSSOM
LmjgffÆgi t18-Stiri 1SOO
Hl=
Andreotti íopinberri heimsókn ÍUSA:
ítalska þjóðin ræður
hver stjómar landinu
— þar hef ur Carter ekkert ákvörðunarvald
Forsætisráðherra Italíu, Giulio
Andreotti, er nú í opinberri heim-
sókn hjá Carter Bandaríkjafor-
seta. Heimsóknin hefst formlega í
dag með tveggja daga viðræðum
við Bándaríkjaforseta. Gert er ráð
fyrir að rætt verði um þátttöku
kommúnista í ítölskum stjórnmál-
Italía er háð innflutningsvörum.
Þeir munu einnig ræða hvernig
italska þjóðin fái nægilegt bensín
og olíu næstu árin með sem beztu
móti. Carter og forsætisráðherra
Italíu munu einnig ræða þann
möguleika að Bandarikjamenn
geti miðlað Itölum af þekkingu
þeirri sem þeir hafa aflað sér i að
nýta sólarljósið til orkuöflunar.
Leiðtogarnir munu að sjálf-
sögðu ræða um ástandið í Mið-
austurlöndum og friðarhorfur
þar.