Dagblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 26. JULt 1977.
7
Átökin milli Egypta og Líbýumanna:
Bardagar hafa stöðvazt
—segir Arafat, leiðtogi PLO, sem hefur miðlað málum
Bardagarnir milli Líbýu-
manna og Egypta hafa nú stöðv-
azt í vestanverðri eyðimörk-
inni, eftir að Arabaleiðtogar
hafa miðlað málum, sagði
Yasser Arafat foringi Frelsis-
samtaka Palestínu I gær. Hann
varð fyrstur Arabaleiðtoga til
að reyna að miðla málum milli
hinna stríðandi þjóða Egypta
og Líbýumanna. Hann sagði að
bardagar hefðu stöðvazt vegna
samstöðu milli arabísku þjóð-
anna og vegna þess að þær
hefðu sameiginlegt markmið og
settu markið hátt.
Það var vitnað í Arafat í út-
varpsstöð byltingasinnaðra
Araba þar sem hann sagði, að
það væri aðalstefnumark
Frelsissamtaka Palestínu PLO
að bardagar hættu og hann hafi
unnið að því síðustu daga. Með
þ ví að vinna að þessum málstað
óg stöðva bardaga vinnum við
að þeirri stefnu sem við höfum
markað okkur, sagði Arafat.
Erlendar
fréttir
1
REUTER
8
Ekki hefur ennþá komið út
yfirlýsing frá Líbýumönnum
um að bardögum sé hætt.
Forseti Alsír Houari
Boumedienne kom til Trípolí í
gær til að reyna að miðla
málum milli Egypta og Líbýu-
manna. Hann átti viðræður við
forseta Líbýu, Muammar Al-
Gaddafi. Þeir munu hafa hitzt
tvisvar og ræðzt við um stríðið.
Tilkynning kom frá líbýsku
stjórninni í gær um að tveir
háttsettir menn hefðu verið
handteknir úr liði Egypta. Að
sögn talsmanna Líbýumanna fá
þeir góða meðferð og eftir sömu
heimildum, voru þeir sveltir og
niðurlægðir í egypzka hernum.
Fréttir frá Egyptalandi er
ekki samhljóða þeim sem koma
frá Líbýu, og fremur en verið
hefur frá upphafi átaka land-
anna.
Fréttir frá Egyptalandi
herma að þeir hafi eyðilagt
sovézka radarstöð í Líbýu og
hún hafi verið á herflugvelli
nálægt Tobruk. Fréttin kom
rétt eftir að Sadat forseti
Egyptalands hafi lýst yfir
vopnahléi milli þjóðanna og gaf
skipun um að Egyptar legðu
niður vopn. Þegar tilkynningin
kom um eyðileggingu radar-
stöðvarinnar sögðu Egyptar i
leiðinni að þeim væri full-
kunnugt um allar radarstöðvar
Líbýumanna. Talsmaður
Egyptalands sagði einnig að
Líbýumenn gæfu Sovétmönn-
um fullt leyfi Jil að hafa að-
stöðu 1 landinu og vera þar með
alls konar tæki.
Fréttir frá Egyptalandi
herma að Sadat 'forseti landsins
ætli að ávarpa þjóð sína í dag og
væntanlega færir hann henni
einhver boð um stríðið.
Boumedienne Alslrforseti
talaði við Sadat í sex klukku-
stundir í gær og reyndi að
miðla málum milli þjóðanna. t
hálfopinberu málgagni
stjórnarinnar segir að Sadat
forseti hafi sagt við Alsír-
forseta að ástæðan fyrir
stríðinu væri sú að þolinmæði
Egypta væri þrotin og þeir
gætu ekki liðið uppivöðslulsemi
Libýumanna undanfarið.
Kína:
Milljónir hermanna
fagna valdatöku Tengs
—fara i göngur um allt land til að
lýsa stuðningi við hann
Kínverski herinn hefur lýst
ánægju sinni með að fyrrver-
andi valdamaður í miðstjórn-
inni og líklegur eftirmaður
Chou-En-lai á sinum tíma, Teng
Hsiao-ping, hafi verið hafinn til
valda á ný innan flokksins.
Teng er nú varaforsætisráð-
herra, en það embætti hafði
hann áður en hann féll í ónáð.
Herinn lýsti einnig yfir ánægju
sinni með að fjórmenningarnir,
þar á meðal ekkja Mao for-
manns, skyldu svipt öllum emb-
ættum. Það voru vinstrisinnar
með fjórmenningana i broddi
fylkingar sem áttu sínn þátt I
því að Teng féll i ónáð.
Milljónir hermanna slógust í
hópinn með almennum borgur-
um og fóru í göngur um borgir í
Kína til þess að fagna því að
Teng væri kominn aftur í
valdastól. Stærsta gangan var i
Norðaustur-KIna I héraði sem
er nefnt Liaoning. Þar gengu
um þrjár milljónir manna til að
fagna valdatöku Tengs. Hátt-
settir menn í hernum og einnig
í flokknum tóku þátt í þessum
göngum og héldu á fánum og
börðu bumbur Teng til heiðurs.
Þessi mynd er af göngu þar semborln voru spjöld með
f jórmenningunum. Þau áttu sinn þátt i þvi að Teng missti
mynd af
völd sín.
Finnst úraníum á Irlandi?
— Efnahagsbandalag Evröpu hef ur nýlega látiö um 500 þúsund sterlingspund til rannsókna
Hver veit nema írar eigi eftir
að fá mikið i aðra hönd fyrir
úraníum, sem gæti leynzt í fjöll-
unum þar í landi. Fjöll sem
áhugasamir ferðamenn klífa
venjulega gætu haft að geyma
mikið af þessu dýrmæta efni.
Efnahagsbandalag Evrópu
hefur nýlega látið um 500 þúsund
sterlingspund af hendi rakna til
úraníumleitar I írska lýðveldinu.
Það kæmi engum á óvart þó þar
fyndist mikið af úraníum. Þeir
sem þekkja vel til jarðsögu lands-
ins eru mjög bjartsýnir á að eitt-
hvað finnist.
Meiri hluti allrar upphæðarinn-
ar sem Efnahagsbandalagið veitir
á þessu ári til úraníumleitar fer
til Irlands. Það er kanadískt fyrir-
tæki sem ætlar að leita að úraní-
um þar.
trland hefur löngum verið talið
landbúnaðarland og er ekki frægt
fyrir málma í jörðu. Þar hefur
samt fundizt töluvert af málmum
síðastliðin 15 ár. Töluvert virðist
vera af blýi og sinki þar í jörðu.
Nú er svo komið að írland er eitt
af þeim löndum sem senda frá sér
mikið af sinki.
Uraníumleit á írlandi byrjaði
fyrir nokkrum árum. Á síðasta ári
töldu menn sig hafa fundið mikið
af úraníum, þar sem mæld var
mikil geislavirkni á ýmsum stöð-
um. Jarðfræðingar segja að á Ir-
landi svipi jarðlögum til þeirra
staða sem úraníum hefur fundizt
á. Sérstakle'ga er þess vænzt að
úraníum finnist I suðvestur
írlandi.
Efnahagsbandalag Evrópu hef-
ur mikinn áhuga á að vinna
úraníumið er verið gæti að fynd-
ist og hefur fjármagnað leit að þvi
sem svarar til 30 til 67,5 prósent
af kostnaði við hana.
Finnist mikið af úranium á Ir-
landi yki það mjög hernaðargildi
landsins. Uraníum er notað í
kjarnorkuvopn og það er mjög
mikilvægt fyrir Efnahagsbanda-
lagið að þurfa ekki að leita út
fyrir þau lönd sem i því eru að
þessu efni.
írar hafa látið í ljósi þann ótta
sinn að ekki verði tekið mikið
tillit til umhverfisverndar, ef
Margrét öfundsjúk
út í drottninguna
—segir í nýútkominni bók um hana
Margrét prinsessa í Bretlandi
er sögð vera uppreisnargjörn
og hafa ekkert takmark í lifinu.
Hún hefur orðið fyrir áhrifum
frá óæskilegu fólki allt sitt líf.
Þetta er að finna, ásamt öðrum
upplýsingum um prinsessuna, í
nýútkominni bók um hana,
eftir Willi Frischauer, sem
heitir „Prinsess without a
cause“.
Hin 46 ára gamla Margrét er
sögð vera bezt gefin af meðlim-
um konungsfjölskyldunnar.
Margrét hélt alltaf að hún yrði
drottning en ef hún hefði
aðeins verið einhver frú Smith
hefði hún orðið miklu álitlegri
kona sem karlmenn hefðu
hlaupið á eftir.
Prinsessan er mjög þreyt-
andi, að sögn stúlku sem starf-
aði við hirðina. Hún hefur
alltaf verið afbrýðisöm út í
eldri systur sína, drottninguna.
Haft er eftir drottningunni að
Margrét hafi alltaf viljað fá það
sama og hún.
Margrét er sögð hafa misst
mikið þegar faðir hennar dó, en
þá leitaði hún til Peter
Townsend. Hún fékk ekki að
giftast honum, vegna þess að
það var talið slæmt fyrir ríkið.
Hann var fráskilinn og það var
ástæðan.
Arið 1960 giftist hún Ijós-
myndaranum Anthony Arm-
strong Jones, en það sást strax
á Margréti hvernig henni likaði
f hjónabandinu. Hún var mjög
taugaspennt og óhamingjusöm,
fitnaði og hugsaði ekkert um
útlit sitt.
vinnsla á úraníum hefst f landinu. að eyðileggja fallegt umhverfi til
Það verði heldur ekki hikað við að nálgast þetta dýrmæta efni.
Margrét prinsessa i Bretlandi er öfundsjúk út f systur sfna,
drottninguna.