Dagblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 24
----------------------■--------—---------------- Kengur ítóbaks- og vínsölu leiddi til síöustu hækkunar: VANTAR HALFAN MILUARÐ UPP Á ÁÆTLUN FYRSTU SEX MÁNUÐIÁRSINS — stef na að auka léttvfnsneyzlu á kost nað þeirra sterku „Samkvæmt áætlun fjárlaga um tekjur af tóbaks- og áfengis- sölu í ár, vantaði orðið 500 til 600 milljónir upp á að hún stæðist fyrstu sex mánuði ársins og er hækkunin miðuð við að vinna upp þennan mismun,“ sagði Jón Sigurðsson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðu- neytisins i viðtali við DB í gær vegna nýjustu hækkana á víni og tóbaki. V Sagði hann samaratt í tóbaks- neyzlu orsaka um þriðjung þessarar skekkju en ekki væri alveg ljóst hvort hugsanlega breytt neyzlumynztur eða heldur minnkandi innkaup væri þyngra á metunum í sam- bandi við hina tvo þriðju. Varðandi óbreytt verð á létt- vínum sagði Jón það stefnu að færa meira af neyzlunni yfir á léttu vínin á kostnað þeirra sterkari og ýtti þessi ákvörðun undir þróun í þá átt undanfarin ár. íslenzka kláravínið hækkaði langmest, eða um rúm 30%, og sagði Jón það hafa verið gert þar eð kláravínið hafi í reynd orðið meiriháttar neyzlu- drykkur í beinni samkeppni við vodka og aðra drykki. Ekki hafi verið reiknað með því þegar það var sett á markað. Var þá búizt við að fólk hér notaði það eins og nágrannaþjóðir okkar nota sambærilegar tegundirþar, eða blandaði í það jurtum og öðru til að skapa sér sitt eigið bragð. Sagði hann slík vín er- lendis reyndar vera svona 10 til 12% dýrari en heimagerð brennivín þar, A þessu ári var áætlað við síðustu fjárlagagerð að tekjur af ÁTVR yrðu 8.600 milljónir. G.S. J Brá íbrún þegar þeir fengu hann þennan... Þeim brá heldur en ekki í brún veiðifélögunum þegar hann kom upp að borðstokknum á bátnum þar sem þeir voru að veiða á Skorradalsvatni. Enda silungurinn ófrýnilegur og 75 cm á lengd. Þegar til borgarinnar kom fóru þeir með.hann beint upp á Veiðimálastofnun til að fá hann aldursgreindan og þar er gripurinn. Það var Ragnar Þor- steinsson, múrari úr Kópavogi, sem dró hann en á myndinni heldur mágur hans, Eyjólfur Arthúrsson málarameistari, á fiskinum. DB-mynd Ragnar Th. Frá Ingvari Ásmundssyni, fréttamanni DB: Norðurlöndin styðja Friðrik Helgi, Jón og Haraldur íbaráttunni um efstu sætin Aðalfundur Skáksambands Norðurlanda, sem var haldinn i Helsinki jafnframt Norðurlanda- mótinu, var á einu máli um að það væri hagur allra Norðurlanda að Friðrik Ölafsson yrði næsti for- seti alþjóðaskáksambandsins, FIDE. Helgi, Jón og Haraldur eru í keppninni um efsta sætið eftir 5 umferðir í gærkvöldi. Efstur er Finninn Hurme með 5 vinninga. Annar Rosenland, Danmörku, með 4‘/i. Helgi Ölafsson, Pyhele, Finnlandi, og Andersen Dan- mörku hafa 4. Jón Árnason og Haraldur Haraldsson hafa 3'á og b:ðskák. Gunnar Finnlaues.-)0n er með 3'á. Áskell Kárason hefur 214, Jónas P. Erlingsson 2, Ásgeir Arnason 2, Erlingur Þorsleinsson 1 og biðskák og Egill Þórðarson 1. Guðlaug Þorsteinsdóttir vann skák sína í 2. umferð í kvenna- flokki í gærkvöldi og hefur for- ystu. Óðagot hjó Helga I 4. umferð í gærmorgun tefldi Helgi á 5. borði við Finnann Pyhele. Helgi átti gjörunnið. And- stæðingurinn var óverjandi mát I tveim leikjum. Helgi átti nógan tíma en lék of hratt og lék af sér skákinni. Burtséð frá þessu óðagoti hefur Helgi teflt mjög vel og ætti að hafa möguleika á að vinna mótið. Finninn Poutiainen, sem er efst- ur í styrkleikaröðinni, tefldi á 3. borði við landa sinn Salonen. Poutiainen þurfti að leika 20 leiki á einni mínútu í flókinni stöðu, en hinn átti um 10 mínútur eftir. Þetta var lokasenna í stil við hnefaleika. Úrslitin ultu á tilvilj- un. Poutiainen mátaði áður en hann féll á tíma. Jón Árnason vann á 6. borði í góðri skák. Haraldur tefldi á 7. borði. Skákin fór í bið og er nokkuð í jafnvægi. 1 5. umferðinni í gærkvöldi vann Hurme, Finnl. Pyhale á 1. borði. Jón Arnason tefldi á 2. borði aðalviðureign kvöldsins, við Poutiainen. Skákin fór í bið, og eru vonir til að Jón haldi jafn- tefli. Helgi tefldi á 7. borði. Hann var búinn að jafna sig og vann auðveldlega. Haraldur var á 8. borði og tefldi mjög vel og vann góðan sigur á 11. manni mótsins að styrkleika. Gunnar, Ásgeir og Jónas unnu. Áskell og Egill töp- uðu. Skák Erlings fór í bið. Biðstaðan Biðstaðan hjá Jóni Arr.asyni og Poutiainen er svona. Jón hefur hvítt. Svartur lék biðleik. Hvítt Kg2, Hb7, h3, a4, b5, c5. Svart: Ke5, Hc3, a5, e6, gb, h6. - HH frýálst, óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLl 1977. Niðurstöður mengunar- mælinganna ísaltinu: Allt upp í þrefalt yfir hættu- mörkum I gær var lokið efna- greiningum úr þúsund tonna saltfarmi, sem kom til landsins í júní, og var a.m.k. að hluta gallaður, með þeim afleiðingum að t.d. á Bakka- firði hefur hlotizt mikið tjón af, eins og DB skýrði frá I gær. Skv. upplýsingum fram- kvæmdastjóra Útvers hf. á Bakkafirði reyndist kopqrí hlutfallið í hverju kílói allt upp I 0,32 milligrömm en leyfilegt hámark er 0,10 milligrömm. Tekin voru fjögur sýni og hin eru upp á 0,16 til 0,19. Ekki er enn ljóst hversu mikið er búið að nota úr þessum farmi en allir þessir staðir voru saltlausir þegar hann kom og fór því mengaða saltið þegar í notkun. Pétur Björnsson hjá Heildverzlun Guðbjörns Guðjónssonar, sem flutti saltið inn, sagði í viðtali við blaðið í gær að niðurstöður frá hinum stöðunum, Reyðarfirði, Eskifirði, Nes kaupstað og Borgarfirði eystra, væru ekki eins nei- kvæðar og frá Bakkafirði, þótt þær væru heldur ekki í lagi. Sagði hann farminn hafa verið keyptan með’ öruggum ábyrgðum fyrir ágæti saltsins og sagði slík atvik sem þessi vera orðin mjög sjaldgæf undanfarin ár en hafi verið tíðari áður. Er ljóst varð hvernig salt- ið var, í síðustu viku, gekk fyrirtækið strax í að útvega nýtt salt og í fyrrakvöld var saltskip komið frá Færeyj- um til Bakkafjarðar og verið var að gera ráðstafanir til enn frekari útvegunar. G.S. Manns saknað á Hvamms- firði Sjötíu og þriggja ára gam- als manns er saknað við Purkey á Hvammsfirði þar sem gúmbát er hann var í ásamt syni sínum hlekktist á í gærdag. Voru þeir feðgar á ferð um Hvammsfjörðinn síðdegis í gær þegar utan- borðsmótor er þeir höfðu á gúmbát sínum hætti að ganga. Reyndu feðgarnir þá að koma mótornum í gang og er hann tók viðbragð féllu þeir feðgar báðir útbyrðis. Syninum tókst að bjarga sér í land en föður hans er enn saknað. Haft var sam- band við Slysavarnafélag íslands og fór björgunar- sveit þess i Stykkishólmi af stað út í Purkey ásamt frosk- mönnum er sendir voru frá Akranesi. Stóð leit yfir að manninum er siðast fréttist. - BH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.