Dagblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 3
DACHLAWO. I>immiI)ACl:K 2<i .111.1 I Andann grunar ennþá fleira... Hákon Aðalsteinsson Húsa- vík hringdi og vildi koma á framfæri réttri útgáfu af vísu, sem mun vera eftir Hannes Hafstein, og var að sögn ort úti í Kaupmannahöfn þegar Hann- es og fleiri Islendingar ræddu um klæðaburð kvenna. Hér kemur þá vísan eins og Hákon telur hana rétta: Fegurð hrífur hugann meira ef hjúpuð er. Svo andann gruni ennþá fleira en augað sér. DULBÚNAR BLEKKINGAR, - FISKIRÆKT Á VILLIGÖTUM „Já, víst þykir mér gaman að veiða lax,“ söng Guðmundur Jónsson fyrir nokkrum árum og hann er víst ekki sá eini. 1 blaði yðar, miðvikudaginn 20. þessa mánaðar, birtist greinargerð frá framkvæmda- stj. Stangaveiðifélags Reykja- víkur, Friðriki D. Stefánssyni, sem þó að langmestu leyti er skýrsla dr. Guðmundar Péturs- sonar læknis sem á sæti í fisk- sjúkdómanefnd og starfar við Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum við Reykjavík. Þar sem ég hefi látið mál það, er umrædd greinargerð og skýrsla fjallar um, töluvert til mín taka í Veiði- og fiskiræktarráði Reykjavíkurborgar, sem ég á sæti í, vil ég hér með fara þess á leit að birt verði í blaði yðar eftirfarandi svar mitt: I greinargerð þeirri sem framkvæmdastjóri SVFR sendir frá sér í Dagblaðinu hinn 20. þessa mánaðar með skýrslu dr. Guðmundar Péturs- sonar nefndarmanns í fisksjúk- dómanefnd er gerð tilraun til að afsaka og raunar hvítþvot sig af þeim mistökum að sleppa 5000 laxaseiðum af sjógöngu- seiðastærð, sen: lifðu af sjúk- dómsfaraldurinn í Klak- og eldisstöðinni við Elliðaárnar í vor, en seiðum þessum var ekki alls fyrir löngu sleppt í Leir- vogsá. Skýrsla dr. Guðmundar Péturssonar að Keldum er megin uppistaðan í greinargerð framkvæmdastjóra SVFR. Skal hún ekki véfengd af mér á þess- um vettvangi þótt margt í henni væri fróðlegt að taka til sérstakrar meðferðar. 1 skýrsl- unni getur dr. Guðmundur þess, að hann sendi Stanga- veiðifélaginu jafnframt afrit af bréfi dr. Rjchards, sérfræðings í fiskasjúkdómum við Stirling háskólann í Skotlandi. Þetta umrædda bréf, sem ég hefi undir höndum i afriti, er að því leyti mjög athyglisvert að í því segir dr. Richard í sam- bandi við seiðin sem lifa kynnu af sjúkdómsfaraldurinn í Klak- og eldisstöðinni við Elliðaárnar þannig orðrétt: „It should be noted that al- though a certain degree of reso- lution of these lesions may occur, sverely affected fish will nefar fully recover and will show poor growth and a high mortality following any stress.“ Hvernig mundu nú þeir Frið- rik og Guðmundur vilja þýða þessa athyglisverðu niðurstöðu dr. Richard? Skyldi það ekki verða eitthvað á þá leið að leggja bæri á það áherzlu að jafnvel þótt batamerki kæmu í Ijós á umræddum seiðum mundu þau samt sem áður aldrei verða fullfrísk, mundu sýna lélegan vöxt (framfarir) og að há dánartala mundi sýna sig við hvers konar áreynslu. Yfir þessu þegja báðir í fyrr- greindri greinargerð og skýrslu, en láta sér nægja að itmrætt bréf fylgi skýrslu dr. Guðmundar. Ef þetta er ekki að fara á bak við sannleikann veit ég ekki hvað nefna á slíkan málflutn- ing. Eg hefi líka undir höndum afrit af bréfi því er dr. Guð- mundur Pétursson á Keldum skrifaði Stangaveiðifélagi Reykjavikur hinn 18. apríl síðastliðinn, út af frumrann- sóknum á sjúkdómsfaraldrin- tm í laxaseiðunum í Klak- og aldisstöðinni við Elliðaárnar, sn þar segir orðrétt: „Óvíst er því hvernig þau seiði, sem lifa kunna af í stöð- inni, standa sig úti i náttúr- unni, þvi búast má við að þau hafi meiri eða minni táikna- skemmdir, sem ekki er liklegt að gangi til baka.“ Menn taki eftir, að þetta álit dr. Guðmundar er sent rúmum mánuði eftir að hann fær efnis- lega hinar sömu niðurstöður frá dr. Richards við Stirling University í Skotlandi, sem að framan er vikið að.^ Þrátt fyrir þessa persónulegu skoðun sína, sem er samhljóða áliti dr. Richards, lætur dr. Guðmundur Pétursson það lönd og leið að minnast á þessi veigamiklu atriði í skýrslu sinni til Stangaveiðifélags Reykjavíkur hinn 14. júli síðastliðinn. Og auðvitað fer framkvæmdastjóri Stangaveiði- félags Reykjavíkur ekki að flagga með þessari alvarlegu niðurstöðu.sem hann veit full- vel um með stjórn félagsins.í greinargerð sinni. Hvers vegna dulbúast þessir menn þannig? Hví er verið að fara með blekkingar í þessum alvarlegu efnum? Hvers vegna játa þeir ekki yfirsjón sína og segja sannleikann? Nei — þeir kjósa aðrar leiðir, leiðir sem hljóta að koma þeim sjálfum illilega í koll. Dr. Guðmundur Pétursson segir í lok skýrsiu sinnar, orð- rétt „þótti starfsmönnum Til- raunastöðvarinnar engin ástæða til þess að ráða frá því að þau seiði, sem af lifðu, yrðu alin í göngustærð“ — og fram- kvæmdastjóri Stangaveiði- félagsins er af þeim ástæðum kokhraustur og lýkur greinar- gerð sinni með þessum orðum — orðrétt: „Enda var ekkert athugavert við þau seiði, sem sleppt var.“ Þá vitum við það. Það er þá allt I lagi að hafa sleppt umræddum seiðum i Leirvogsá, þrátt fyrir tálkna- skemmdir, sennilegan mikinn dauða við hvers konar áréynslu og takmörkuð vaxtarskilyrði. Á sama tíma á að slátra 130 þúsund iaxaseiðum í stöð Skúla Pálssonar að Laxalóni þótt þar hafi ekki átt sér stað nema eðli- legur seiðadauði, en talið að þar geysi nýrnaveiki, smitandi, sem þó ekki er sannað, og veiki sem á alþjóðavísu er ekki talin hættuleg laxastofnum og engin skilyrði sett um þá veiki í við- skiptum eldisstöðva á milli landa. Það er sem sagt ekki sama hver á heldur í okkar kerfis- pinda þjóðfélagi. Seiðin hans Skúla skulu drepin. Seiðin frá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur mega lifa. Það eru slíkar blekkingar og dylgjur sem að framan greinir sem valda nú mestum villum og ágreiningi í fiskiræktarmálum þjóðarinnar. Rikisstjórnin ætti svo sannarlega að taka hér dug- lega í taumana. Jakob V. Hafstein, Iögfræðingur. Hríngiö i síma 83322 millikl. 13-15 eöa skrífiö Spurning dagsins Fylgist þú með íþróttafréttum ífjölmiðlum? Rúnar Svéinsson loftskeyta- maður: Það er nú heldur sjaldan. Öðru hvoru þegar eitthvað mikið er um að vera Iegg ég við eyru og þá helzt ef það er handbolti eða fótbolti. Haraidur Erlingsson viðskipta- fræðingur: Nei, því miður. Eg er alveg laus við þá dellu. Annað slagið les ég þó um frjálsar íþrótt- ir og glímu. Ég er engihn boita- leikjaidjót. Arni Gislason vinnur hjá Lýsi og Mjöli í HafnarfirðLNei, það geri ég ekki. Það er þó ekki af áhuga- leysi en ég hef litinn tima til að fylgjast með svoleiðis löguðu. Jóhann Eggertsson sellóleikari: Nei, það geri ég ekki. Eg hef lítinn áhuga á iþróttum. Ég er orðinn allt of gamall fyrir þess háttar. Ingibjörg Jónsdóttir sjúkraliði: Nei, það geri ég ekki. Eg hef lítinn áhuga á íþróttum. Guðmundur Arason verkfræðing- ur lijá Vegagerð ríkisins: Nei, ég geri fremur lítið af því. Eg hef lítinn áhuga á íþróttum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.