Dagblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 26. JULÍ 1977. Pasolini gagnrýndur óréttlátlega — poppsíðan ætti að vera á hverjum degi Tilefni þess að ég skrifa ykk- ur er það að í kvikmyndagagn- rýni ykkar um 1001 nótt, finnst mér meistari Pasolini gagn- rýndur heldur óréttlátlega. Fyrir það fyrsta þá virðist gagn- rýnandi lítið vita um fyrri myndir meistarans sem hafa m.a. fært hönum meistaratitil. Þá er litið gert úr samfarasen- um sem er kannski ofur eðlilegt þar sem gagnrýnandinn virðist ekki hafa hugmynd um að þær voru klipptar. úr þeim eintök- um sem við fáum frá Bretlandi. Það er því ekk' að furða þó gagnrýnandanum hafi fundizt lítið i þetta varið. í sr.mbandi við að myndin hafi verið samhengislaus þá má benda á það að tvö heil atriði voru klippt úr upphaflega ein- takinu og þau voru til samans u.þ.b. 25 mínútur. Þó ég viti ekki alveg hvað myndin sem hér er sýnd er löng þá veit ég allt að einu að iiúi: iiefur verið stytt um a.m.k. hálftíma. Upp- haflegur sýniugartími var 2 klst. og 35 mín. Svo langar mig að kuma fram kvörtunum um það hvað lítið hefur verið skrifað um popp að undanförnu í blaðið. T.d. hafið þið ekki haft neina plötugagn- rýni í langan tima. Þið mættuð gjarnan hafa poppþátt daglega alveg eins og iþróttasíðurnar. En vinsældalistunum megið þið sleppa. Poppþættir hófu fyrir skömmu reglulega göngu í DB og verða þeir framvegis á mið- vikudögum og laugardögum. Plötugagnrýni verður reynt að hafa sem mest jafnóðum og plötur koma út. Kvikmyndagagn- rýnandinn ætti að snúa sér að öðru — hef ur ekkert vit á Pasolini Jórunn Kjartansdóttir skrifar: Ég get nú ekki lengur orða bundizt yfir kvikmyndagagn- rýni Dóru Stefánsdóttur. Það ætti nú ekki að leyfa þessari manneskju að skrifa um bíó- myndir, ég vona að skrif henn- ar séu ekki á svona lágu plani almennt. Hún skrifar um heim- sóknir i svokallaða „klúbba borgarinnar" sem hafa því hlut- verki að gegna að sýna borgar- búum klámmyndir í alls kyns útgáfum. Ég spyr Dóru Stefáns- dóttur, hvað er góð og sómakær stúlka eins og þú að gera á slíkum stöðum? Mér finnst það einnig mjög undarlegt að vera að mæla morðinu á Pasolini bót vegna þess að hann hafi verið „úr- kynjaður“, eins og Dóra nefnir það og finnst mér þetta bara lýsa innræti Dóru. Dóra skrifar.„Hann er ekkert annað en sóðapjakkur með rangsnúnar og úrkynjaðar hug- myndir um ást.“ Ef einhver er sóðalegur þá er það Dóra Stef- ánsdóttir sjálf í þessum skrif- um sínum. Þess vegna vil ég gefa þér heilræði Dóra, hættu að skrifa um bíómyndir og snúðu þér að öðrum verkefnum með von um betri árangur. Hví fá Flug- leiðir sér ekki símsvara? Óli kom og var reiður: Nú er ég búinn að vera að reyna að ná í fyrirtæki sem heitir Flugfélag íslands, eða reyndar Flugleiðir nú til dags, í tvo daga og næ aldrei sam- bandi. Ég hef auðvitað hringt í það númer sem gefió er upp í símaskránni 16600. Svo kemst ég að því fyrir tilviljun að búið er að breyta númerinu. En hvernig átti ég að vita það? Gætu þeir hjá þessu fyrirtæki ekki haft símsvara i gamla númerinu til þess að vísa manni á það nýja? Að minnsta kosti þangað til maður er búinn að venjast því eða ný skrá er kom- in út. Ur 1001 nótt. Ókeypis síma fyrir fatlaða Dönsk kona sem býr hér á landl skrifar: Nú hafa þeir hækkað útborg- un örorkulífeyris í 30.497 og tekjutryggingar í 26.765 og þá eiga allir að vera giaðir og þakklátir en því miður er ekki því að heilsa. í 10 ár var ég hjúkrunarkona hér á landi, í Reykjavík, þar til ég lamaðist þannig að ég varð ófær um að vinna. Nú er búið að loka simanum og allt sam- band mitt við umheiminn er slitið. Hví fer ísland, sem er svo gott hvernig sem á það er litið, svona illa með fatlaða fólkið sitt? Eg skil ekki þessa grimmd. Ég var gift og á 4 börn, sem betur fer eru öll uppkomin og þegar eini sonur minn, sem er 15 ára, bregður sér burtu þá þarf ég síma án þess get ég Raddir lesenda engan mat fengið úr búðunum. Hví er ekki ókeypis sími á Is- landi fyrir þá sem eru fatlað- ir??? Eg legg hér með bréfið frá Póst og símamálastjóra svo þið getið séð að ég segi satt. Það eru margir hér á íslandi sem ekki hafa til hnífs og skeiðar. Eru það þakkir þjóðfélagsins fyrir vel unnið ævistarf ??? Það væri gaman að fá þessa háu herra í heimsókn til þess að ræða þessi mál. Ég vona að einhvern tíma renni upp þeir góðu dagar að maður fái ókeypis síma sé maður fatlaður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.