Dagblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 11
Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með þróun skólamála á Islandi síðasta áratuginn. Mikið hefur verið gert og mikið hefur verið talað. Menn ganga til vinnu sinnar að morgni og koma heim þreyttir að kveldi og þannig hefur þetta verið svo langt sem menn muna. A tímum mikilla umbrota og mikils hraða fer ekki hjá því að mikið sé gert af einu og öðru. Þannig hefur það einnig verið í skólamálum. Þar hefur margt verið gert, sumt vel, annað miður. Ég er þeirrar skoðunar að það sem vel hafi farið í íslenzk- um skólamálum á undanförn- um árum megi fyrst og fremst rekja til þess hversu margt vel gert fólk starfar við kennslu, ekki sízt í barnaskólunum. Siqið á ógœfuhlið A hinn bóginn mun fáum blandast hugur um það að veru- lega hefur sigið á ógæfuhlið að því er varðar heildarstjórn og stefnumótun í skólamálum. Að vísu hefur skólakerfið slampazt áfram en það út af fyrir sig segir ekki mikið því öll kerfi slampast einhvern veginn áfram, að vísu með mismun- andi reisn. Menntamálaráðu- neytið islenzka hefur svo sann- arlega ekki sýnt mikla reisn í stefnumótun og stjórnsemi síð- ustu árin. Að vísu er tiltölulega stutt síðan menn fóru að tala um stefnur í uppeldismálum og skólamálum hér á landi. Þó munu sennilega flestir máls- metandi menn gera sér grein fyrir því að þessi mikilvægasti málaflokkur þjóðarinnar, fræðslumálin.þróast samkvæmt skilgreinanlegri stefnu, þótt ýmsir muni ef til vill fremur tala um stefnuleysi eða algera þoku. Ekki skal ég dæma um það hvort stjórnendur skólamála gera sér grein fyrir eðli þeirrar stefnu sem ræður ferðinni eða hvort þeir einu sinni átta sig á því að þeir eru ábyrgir fyrir framkvæmd tiltekinnar stefnu. Margt bendir þó fremur til þess að mennirnir viti lítið hvert stefnir en láti reka í ýmsar áttir eftir því sem vindarnir blása hverju sinni. Eg hef oft haldið þvl fram áður, og fært rök fyrir því, að við Islendingar höfum verið óvenjulega seinir til að færa okkur í nyt framfarir annarra þjóða að því er varðar fram- kvæmd og stjórnun skólamála. Á hinn bóginn höfum við tínt upp einstaka fróðleiksmola, ef svo má að orði komast, og fleygt þeim hráum inn í skóiana. Þurrka framan úr sér hrokann Afleiðing þessara vinnu- bragða hefur komið fram í ein- upi allsherjar glundroða, þar sem börn, foreldrar og kennar- ar standa uppi eins og þvörur en reyna þó eftir mætti að klóra sig út úr vandanum. Um eðli þessara vandamála þarf ekki að fara mörgum orðum fyrir þá sem hlut eiga að máli, það er að segja börnin, foreldrana og kennarana. Hins vegar væri ýmsum ráðuneytismönnum hollt að líta inn í kennslustof- urnar til þess að kynnast þess- um vandamálum og þurrka framan úr sér hrokann og sýndarmennskuna. Að vísu verður stjórnleysið í skólamálum ekki flokkað undir stefnur. Það á rætur sínar fyrst og fremst að rekja til þess að viðkomandi aðilar eru ekki starfi sínu vaxnir. Þetta held ég að flestir skilji, enda hefur ekki svo lítil áherzla verið lögð á það að fólk aflaði sér viðhlítandi menntunar á hinum ýmsu svið- um. Að vísu hafa íslenzkir kennarar ekki fengið mikla uppörvun hjá stjórnvöldum til að afla sér framhaldsmenntun- ar. Þessi andmenntunarstefna gagnvart kennurum hefur jafn- vel gengið svo langt að talað hefur verið um það að kennarar með meiriháttar framhalds- menntun væru ofmenntaðir til starfa innan skólakerfisins. Enda hefur raunin orðið sú að kennarar hafa yfirleitt ekki treyst sér til að leggja út í lang- skólanám I uppeldisfræðum. Sálfrœðingar útnefndir Til þess að fylla þetta bil hafa stjórnendur menntamála beitt sér fyrir því að sálfræð- ingar væru útnefndir sem al- hliða sérfræðingar í uppeldis- málum og skólamálum. Þetta þekkist ekki í nokkru landi nema íslandi og er alls ekki sagt sálfræðingum til hnjóðs. Að vísu er það nokkuð spaugi- legt að menntamálaráðherra skuli geta fengið Alþingi íslendinga til að samþykkja lög um það, að sálfræðingar séu einnig fullgildir uppeldisfræð- ingar. Yfirleitt hefur það verið hlutverk háskólanna að gefa út slík vottorð. Til glöggvunar er hér átt við lög um sálfræðinga Kjallarinn Bragi Jósepsson sem samþykkt voru í fyrra. En svo sjálfu stjórnleysinu sé sleppt er rétt að víkja nokkrum orðum að skólamálastefnunni, sem núverandi menntamálaráð- herra ber ábyrgð á, hvað sem annars má segja um skilning hans eða vitneskju um þessa stefnu. Menntamálaráðuneytið hef- ur f seinni tíð unnið að því markvisst að innleiða í skóla- kerfið frjálshyggjustefnu sem gerir kennarann að eins konar samningsaðila gagnvart nem- andanum, um það hvað gera skuli hverju sinni. Hugtökin „umburðarlyndi" og „sjálfstæð hugsun", sem talað er um í lög- unum, eru slitin úr öllu skyn- samlegu samhengi. Sama gildir einnig um „eðli og þarfir nem- enda“ og „lýðræðislegt sam- starf“, sem einnig er vitnað til í 2. grein grunnskólalaganna. Uppeldis- og stjórnunarhlut- verk kennarans er gert að engu og niðurstaðan verður sú að kennarar, nemendur og for- eldrar vafra áfram stjórnlaust og stefnulaust. Þetta hlýtur hver maður að sjá sem hefur vakandi auga með því sem er að gérast í skólunum. Aðalsmerki heilbrigðrar upp- eldis- og skólastefnu hlýtur ávallt að vera það að nemand- inn fái leiðsögn og uppeldi í skólanum og að kennarinn sé virkur og ábyrgur í þessu upp- eldishlutverki. Eins og ég vék að í upphafi þessarar greinar minnar er það skoðun min að það sem vel hafi farið I skólamálum okkar megi fyrst og fremst rekja til þess hversu margt vel gert fólk starfar við kennslu. Það er því ekki þessu fólki að kenna hvernig komið er. Ástæðan fyrir þeim glundroða og losara- brag sem nú einkennir allt skólastarf í landinu er fyrst og fremst sú að við höfum fengið yfir okkur skólastefnu á villi- götum. Og þessi skólastefna er borin upp af mönnum sem gefa sjálfum sér einkaleyfi til þess að umbreyta skólunum í eina allsherjar tilraunastofu. Þessi tilraunastarfsemi er að veru- legu leyti kák, sem mun eiga eftir að skaða allt skólastarf i landinu um ófyrirsjáanlega framtíð, ef ekkert verður að gert. Bragi Jósepsson, uppeldisfræðingur. Vi Fjármálastjóm borgarinnar er til fyrirmyndar Reikningar Reykjavíkur- borgar fyrir árið 1976 hafa nú verið lagðir fyrir borgarstjórn og samþykktir. Einkenni þess- ara reikninga, eins og reyndar reikninga borgarinnar síðustu tvö ár á undan, er hin mikla verðbólga sem geisað hefur í þjóðfélaginu. Á slíkum verð- bólgutímum er öll fjármála- stjórn Reykjavíkurborgar og reyndar annarra sveitarfélaga mjög vandasöm. Ástæðan er fyrst og fremst sú að tekjur borgarsjóðs á hverju ári mótast fyrst og fremst af efnahagsástandinu eins og það var árið á undan. Aðaltekjur borgarsjóðs eru tekjuútsvör, sem einstaklingar greiða, og aðstöðugjöld, sem fyrirtæki greiða. Utsvörin eru lögð á tekjur borgarbúa árið á undan og aðstöðugjöldin eru reiknuð af útgjöldum fyrir- tækja næstliðið ár. Þegar verð- bólgan hins vegar er 30—40% á ári gefur augaleið hversu erfitt það er að vera með milli hand- anna tekjur sem mótast af næstliðnu ári, en eiga að nýta þær til reksturs og fram- kvæmda á því verðlagi sem í gildi er á hverjum tíma. Tekizt betur hjá Reykjavík Á sliKum tímum ríður á miklu að sýna aðhald og gæta fyllsta sparnaðar í hvívetna. Þetta hefur tekizt hjá Reykja- víkurborg betur en hjá flestum öðrum stofnunum í þjóð- félaginu. Þegar fjárhagsáætlun var samin fyrir árið 1976 var gert ráð fyrir nokkrum kauphækk- unum á árinu, enda voru þá nýgerðir samningar ASt, sem gerðir voru í febrúarlok 1976. Áhrif sérkjarasamninga og launaskrið varð þó mun kostnaðarsamara en reiknað var með og fjárhæð sú sem átti að mæta launahækkunum á árinu dugði hvergi til. Heildar- launahækkun varð um allt að 30% frá árinu 1975 og meðal- hækkun vísitölu vöru og þjónustu varð um 35% milli áranna 1975 og 1976. Engu að síður tókst að halda rekstrar- gjöldum borgarsjóðs svo í skefj- um að þau fóru ekki nema 10% fram úr áætlun. Á slíkum verðbólgutímum er og mjög erfitt að stýra fjár- streymi til framkvæmda. Verk- samningar um einstök verk eru oft gerðir til langs tima, en greiðslur fyrir verkin hækka með hækkandi byggingarvísi- tölu. Það ríður því á miklu að gæta þess að setja verk ekki i gang, nema tryggt sé að fjár- magn sé fyrir hendi til að greiða framkvæmdakostnað- inn. Á árinu 1976 tókst að halda framkvæmdaáætlun nokkurn veginn í krónutölu, þrátt fyrir það að vísitala byggingarkostn- aðar hækkaði miíli áranna 1975 og 1976 um 25.7%. Fram- kvæmdaféð hefði þannig í raun þurft að hækka um þann hundraðshluta til þess að hægt hefði verið að standa við það magn framkvæmda sem upp- hafleg áætlun sagði fyrir um. Öll sveitarfélög lentu í erfiðleikum Annað atriði sem veldur erfiðleikum í stjórn fjármála borgarinnar er að vaxandi verð- bólga bindur æ meira fé 1 óinn- heimtum eftirstöðvum og í sam- eiginlegum rekstrar- og stofn- kostnaði borgar og ríkis vegna skóla, heilbrigðis- og félags- Kjallarinn Birgir ísl. Gunnarsson mála. Endurgreiðslur fást yfir- leitt ekkt fyrr en ársuppgjöri við ríkissjóð er lokið og síðar ef um stofnfé er að ræða. Vaxandi verðbólga bindur á þennan hátt æ meira fjármagn útistandandi um hver áramót. Þetta veldur því að greiðslustaða borgar- sjóðs síðari hluta árs er yfirleitt mjög erfið, þrátt fyrir að árið í heild komi reikningslega vel út. Framkvæmdir eru og í hámarki þann hluta ársins þegar tekjur eru í lágntarki og oft er erfið- leikum bundið að útvega skammtímalán til að brúa þetta bil. Þó hefur þetta tekizt allvel á árinu 1975 og 1976, en tókst hins vegar ekki eins vel árið 1974 enda var það ár mjög sér- stætt. Verðbólgan hvolfdist yfir með ógnarhraða á miðju ári þegar stjórn efnahagsmála var látin reka á reiðanum vegna Alþingiskosninga og þar sem stjórnarmyndun dróst alllengi. Öll sveitarfélög landsins lentu því í miklum erfiðleikum og Reykjavíkurborg þar á meðal. Þeir erfiðleikar voru leystir með lántöku hjá Landsbanka Islands, sem síðar var breytt í erlent lán. Er nú langt komið með að greiða það lán upp. Þegar samandreginn efna- hagsreikningur borgarsjóðs og annarra borgarstofnana er skoðaður vekur athygli að er- lend lán eru að fjárhæð kr. 5.9 milljarðar. Langstærsti hluti þessara lána er vegna Hitaveitu Reykjavíkur, en hún hefur staðið í miklum framkvæmdum undanfarin ár. Auk þess að leggja jafnóðum hitaveitu í ný hverfi í borginni um leið og þau eru byggð, þá hafa nú verið lögð dreifikerfi í nágranna- sveitarfélögin Kópavog, Garða- bæ og Hafnarfjörð. Þrátt fyrir þessi erlendu lán er sú aukning sem gerð hefur verið á dreifi- kerfinu og nýjar virkjanir fyrir þetta erlenda lánsfé, mjög arð- bær fjárfesting, enda er það nú svo að tekjur vegna vatnssölu til okkar nágrannasveitarfélaga standa undir vöxtum og afborg- unum af öllum lánum Hitaveitu Reykjavíkur. Útfœrsla dreifikerfis- ins hefur tekizt Stundum hefur því verið haldið fram að með þessum framkvæmdum hafi Reykvík- ingar verið að taka á sig aukna byrði fyrir nágranna okkar. Þessu er öfugt farið. Samningurinn við nágranna- sveitarfélögin er mjög gott dæmi um viðskipti sem báðir aðilar hagnast á. Borgin þurfti hvort sem var að leggja í nýjar virkjanir, bora nýjar holur og leggja nýja aðfærsluæð til Reykjavíkur vegna aukningar byggðar í Reykjavík. Til þess að dreifa þeim mikla stofnkostn- aði á fleiri herðar var samþykkt að færa út dreifikerfið til ná- grannasveitarfélaganna, þann- ig að þau gætu líka tekið þátt I þessum kostnaði og Reyk- víkingar þar með um leið fengið ódýrara heitt vatn en ella. Þetta hefur tekizt. Reyk- víkingar borga nú þegar minna fyrir heita vatnið en þeir þyrftu ef ekki hefðu komið til framkvæmdirnar í nágranna- sveitarfélögunum. Nágranna- sveitarfélögin fá- hins vegar ódýrari orku til að hita upp sín hús, en kostnaðurinn við hita- veitukyndingu er um 25% af því sem kostar að hita upp með olíu. Stærsti hluti hinna er- lendu lána borgarinnar hefur því verið tekinn til arðbærra framkvæmda sem bæði skila borgarbúum auknum tekjum og þjóðarbúinu í heild. I þessari stuttu grein hefur verið stiklað á stóru varðandi reikninga Reykjavíkurborgar fyrir árið 1976. Ekki efast ég um að sitthvað megi finna að í jafnstórum og umfangsmiklum rekstri eins og Reykjavíkur- borg er. Þeir sem hins vegar með sanngirni og opnum huga kynna sér af raun fjármál borgarinnar sannfærast vafa- laust um það að hjá Reykja- vikurborg ríkir fyllsta aðhald í meðferð fjármuna og fjármála- stjórn borgarinnar og stofnana hennar er á þann veg, að ýmsir aðrir aðilar í þjóðfélaginu gætu tekið hana sér til fyrirmyndar. Birgir ísl. Gunnarsson borgarstjóri.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.