Dagblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ, ÞRiÐJ_UDAGUR26 JtLLÍ 1977 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir fþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir íþróttir TÍTT t 1077 Ingi Björn Albertsson hefur skorað fyrsta mark Vals og færir Gísla Gíslasyni markverði knöttinn. DB-mynd Bjarnleifur. Nú er fokið í flest skjól fyrir KR —íslandsmeistarar Vals sigruðu KR í 1. deild—og er KR nú á barmi falls í 2. deild í fyrsta sinn í sSgu félagsins Knattspyrnufélag Reykjavíkur, KR, stolt vesturbæjarins, er nú á þröskuldi 2. deildar í fyrsta sinn í sögu félagsins. Fátt getur nú bjargað KR frá falli — í gærkvöld var enn einn nagiinn festur í kistu Iiðsins er íslandsmeistarar Vals sigruðu það 3-0 í 1. deild íslandsmótsins. Aðeins krafta- verk getur nú bjargað vestur- bæjarliðinu, raunar þarf meira en kraftaverk. KR hefur aðeins hlotið 6 stig úr 14 leikjum — en tsiandsmeistarar Vals stefna nú í sinn 16. meistaratitil. Valur hefur hlotið 20 stig úr 13 leikjum — aðeins Akranes með 20 stig úr 14 leikjum og Víkingur 18 stig, geta ógnað Val í þeim fjórum umferðum, sem eftir eru. KR — 2Q sinnum íslandsmeist- ari — stefnir hins vegar í 2. deild. í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir að deildaskipting var tekin upp. Aðeins . eitt félag annað hefur ekki leikið í 2. deild, Valur. Já, staða KR er slæm, allt að vonlaus. Ásamt Þór vermir KR nú botnsæti 1. deildar. Bæði lið hafa hlotið 6 stig úr 14 leikjum, FH hefur hlotið 11 stig og Fram 12 stig. Hamingjudísirnar hafa ekki brosað við KR í sumar. Meiðsli hafa hrjáð liðið — og er þar sýnu verst viðbeinsbrot Magnúsar Guð- mundssonar markvarðar. KR hefur átt í miklum erfiðleikum með að finna mann til að fylla skarð Magnúsar — og ófá mörkin hefur KR fengið á sig af ódýrustu gerð. Þá hafa KR-ingar ekki alltaf haft heppnina með sér á leikvell- inum og tapað iðulega mjög naumt. En enginn keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn — og það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir jafnstórt félag og KR, að ekki skuli vera maður til að taka stöðu Magnúsar. Að sjálfsögðu ber ekki að skrifa allt á slaka markvörzlu. KR-ingar hafa á að skipa ungu liði að stofni til — sannarlega liði framtíðarinnar. Iiinir ungu leikmenn hafa enn ekki öðlazt þá reynslu, sem þarf í 1. deild. Það tekur vissulega tíma að byggja upp lið — og KR hefur undanfarin ár átt i erfiðleikum með að halda sæti sinu í 1. deild. Ef til vill getur losnað um liðið í 2. deild — Fram og Akranes féllu bæði í 2. deild og komu tviefld upp. Þannig þarf fall ekki ávallt að vera sú bölvun er virðist. Aldrei fór á milli mála hvort liðið var sterkara í gærkvöld. Þar var annars vegar ákaflega vel þjálfað og vel leikandi lið Vals gegn ungu liði KR, rétt eins og fullorðnir menn væru að leika gegn piltaliði. Valsmenn voru ávallt fljótari á knöttinn, ávallt skrefi á undan. Hinir eldfljótu leikmenn Vals fengu ávallt það rúm, sem þeir þörfnuðust til að skapa hættu við mark KR, leikn- ari og mun meiri hugsun í öllum leik Vals. Já, Valsmenn höfðu yfirburði á öllum sviðum knatt- spyrnunnar. Svo virðist, sem Valur sé að mörgu leyti betur þjálfað lið en flest lið 1. deildar. Leikmenn snöggir, mikil snerpa. Leikmenn Vals eru ekki bundnir af knettin- um — það er að horfa sífellt á hann er leikmaður hefur ekki knöttinn. Þess í stað er ávallt leitað í eyður — og þar er ef til vill skýrasta dæmið Guðmundur Þorbjörnsson. Finnur ávallt eyður til að hlaupa i — sannar- lega hefur Youri Ilitschev, þjálfari Vals, byggt upp skemmti- legt lið — leikandi lið. Jafnræði var með liðunum í byrjun leiks — Valsmenn þó ávallt hættulegri en KR-ingar ekki síður með knöttinn. En það breyttist á 22. minútu — Magnús Bergs var fljótur að taka innkast — stal raunar einum 10 metrum — gaf á Guðmund Þorbjörnsson er brunaði upp hægri vænginn. Guðmundur gaf snögga sendingu fyrir vörn Vals. Þar var Atli Eð- valdsson einn á auðum sjó — hann hugðist skjóta en knöttur- inn fór til Inga Björns er skoraði af stuttu færi, 1-0, laglegt mark. Og Valsmenn voru komnir á skrið — og eftir markið voru yfir- burðir Vals miklir. KR átti af og til sókn — en heldur tilviljana- kennda. Valsmenn skoruðu annað mark sitt á 35. mínútu — nú var Atli Eðvaldsson á ferðinni með hnitmiðuðu skoti úr vítateig, 2-0. Varnarmenn KR stóðu stífir — áttuðu sig ekki fyrr en knötturinn láínetinu. Valsmenn tryggðu sigur sinn á 21. mínútu síðari hálfleiks er Atli Eðvaldsson skoraði með föstu skoti úr vítateig. Hann hafði leikið með vítateigslínunni og inn í vítateig KR — þar sem hann skaut föstu skoti og Gísli Gíslason var of seinn að átta sig, 3-0. Varnarmenn KR voru þarna sannarlega of seinir að bregðast við — eins og oftar í leiknum. Sigur Vals var þvi verðskuldað- ur — það fór aldrei á milli mála hvort liðið var sterkara. Vals- menn höfðu yfirburði — en KR bíður nú fall i 2. deild. Hið unga lið er ekki tilbúið í hina hörðu keppni 1. deildar, sér i lagi hefur miðjan ávallt verð slök hjá KR. Leikinn dæmdi Sævar Sigurðs- son — og missti hann nokkur tök á leiknum í síðari hálfleik eftir að Hörður Hilmarsson hafði sparkað i einn leikmann KR, bókstaflega beint fyrir augunum á Sævari. Þar slapp Hörður sannarlega fyrir horn — en mistök Sævars. - h halis. 3. deild — 3. deild—3. deild — 3. deild Grindavík tók tvö stig i Atlantshafsrokinu — Grindavík hef ur komið á óvart suður með sjó — Fylkir svo gott sem í úrslit Grindvíkingar voru að vonum smeykir við Stjörnuna þegar liðin reyndu með sér í síðari umferðinni suður í Grindavik i B-riðli 3. deiidar Isiandsmótsins. Fyrri ieikinn vann Stjarnan 6-1 en Grindvíkingar voru ekkert á þeim buxunum að láta þau úrsiit endurtaka sig. Undan sunnan Atlantshafsrokinu tókst Pétri Páls- syni að skora eina mark leiksins eftir að hafa af harðfylgi hlaupið af sér vörn Stjörnunnar. I siðari hálfleik lögðu heimamenn allt kapp á að halda hreinu marki — og báðum stigunum með vel skipu- lögðum varnarleik. Leikmönnum Stjörnunnar tókst aldrei að finna ,,Svartsengisleiðina“ gegnum vörn Grindavikur sem stóð þétt saman eins og fjöllin í kring — en þurftu þess oftar að hlaupa á eftir knettinum út í hraun þegar önnur ráð voru ekki tiltæk en að senda knöttinn út fyrir völlinn. Með sigrinum eru Grindvíkingar komnir með tærnar í úrslit 3. deildar. Þrátt fyrir að Njarðvíkingar kæmu til leiks án nokkurra sinna beztu leik- manna — raunar hálfgert hækjulið, voru þeir ekkert að tvínóna við hlut- ina. Aður en mínúta var liðin mátti markvörður Víðis sækja knöttinn í netið eftir skot Ómars Hafsteins- sonar. Víðir lét þetta óvænta mark ekki buga sig — Guðjón Guðmunds- son jafnaði metin um miðjan fyrri hálfleik. Guðmundur Jens Knútsson bætti öðru við snemma í síðari hálf- leik — eftir að Víðir hafði sótt mun meira og skapað sér tækifæri er ekki nýttust. Njarðvíkingar voru ekki af baki dottnir — hinn fótfrái Þorri Guðmundsson bjargaði öðru stiginu með fallegu marki rétt fyrir leikslok. Dálítið gremjuleg úrslit fyrir bæði lið — jafntefli eykur möguleika Grind- víkinga en UMFN og Víðir eru með 5 stig hvort lið. Þá léku í Kópavogi ÍK og ÍR. Staðan í leikhléi var 0-0 — en fljót- lega í síðari hálfleik skoruðu ÍK- menn þrjú mörk — Ólafur Petersen 2 og Guðmundur Baldursson 1. IK hægði síðan heldur ferðina — og ÍR náði að svara með tveimur mörkum en tókst ekki að krækja í stig — hið fyrsta í sumar. Staðan í riðlinum er nú: Grindavík Víðir Njarðvik ÍK IR 5 0 1 14-9 10 17-8 7 17-13 7 12-10 6 5-25 0 - emm D-riðill Tindastóll og Víkingur Ólafsvík berjast harðri baráttu í D-riðli um sigur í riðlinum. Víkingur missti óvænt stig í Ólafsvík en Tindastóll sigraði á Sævangi. Bæði lið hafa nú tapað þremur stigum — en Tindastóll kærði ósigur sinn gegn USAH — þar sem þeir telja einn leikmanna USAH ólöglegan. Nú, Tindastóll lék gegn Stranda- mönnum á Sævangi. Tindastóll hafði’ nokkra yfirburði — og Karl Olafsson skoraði fyrir Tindastól í fyrri hálf- leik. örn Ragnarsson bætti síðan við öðru marki í síðari hálfleik og tryggði sigur Tindastóls frá Sauðárkróki. Víkingur fékk Snæfell í heimsókn til Ólafsvíkur. Atli Alexandersson skoraði fyrir Víking í fyrri hálfleik en Snæfell skoraði — það er Víkingur gerði sjálfsmark i síðari hálfleik en Víkingur hafði umtalsverða yfirburði og hefði átt að sigra. Annað sjálfs mark Víkings í tveimur leikjum — og tvö stig töpuð. Á Skagaströnd mættust A- Húnvetningar og Skallagrímur úr Borgarnesi. Skallagrímur sigraði 3-2. Svavar Lyngdal og Svavar Ævarsson skoruðu mörk USAH — en Sigurgeir Erlendsson og Ævar Rafnsson 2 skor- uðu fyrir Skallagrím. -Þ.A. E-riðill Baráttan í E-riðli er óvægin — og ákaflega tvísýn. KS frá Siglufirði sigraði Leiftur á Ólafsfirði, 2-1, Magni tapaði gegn Árroðanum og Hofsós sigraði Dagsbrún 8-0. Raunar má segja, að öll liðin í riðlinum eigi möguleika á efsta sætinu — utan Dagsbrún, slík er baráttan. KS vann sanngjarnan sigur á Ólafs- firði — og lék Leiftur sinn lakasta leik í sumar. Staðan í leikhléi var 2-0 fyrir KS — þeir Hörður Júlíusson og Friðfinnur Hauksson skoruðu fyrir KS — en Guðmundur Garðarsson svaraði fyrir Leiftur í síðari hálfleik. Arroðinn sigraði Magna 1-0 — í jöfnum leik þar sem Árroðinn var ívið sterkari. örn Tryggvason skoraði fallegt mark fyrir Árroðann I síðari hálfleik en Magni missti gott tæki- færi til að jafna er Hringur Hreins- son komst inn fyrir vörn Árroðans en brást bogalistin. Hofsós vann stórsigur á Dagsbrún á Hofsósi — 8-0. Þar voru miklir yfir- burðir en Dagsbrún hefur áberandi lakasta liðið í riðlinum. - ST.A. F-riðill Tveir leikir fóru fram fyrir austan — Austri sigraði Einherja á Eskifirði 2- 0. Vopnfirðingar höfðu ekki erindi sem erfiði til Eskifjarðar — Bjarni Kristjánsson og Rúnar Sigurjónsson skoruðu mörk heimamanna. Þá léku á Seyðisfirði Huginn og Leiknir frá Fáskrúðsfirði. Leiknir sigraði 2-0 — og skoruðu Stefán Garðarsson og Svanur Kárason mörk Leiknis í leik sem oft var þokkalega leikinn. - S.G. C-riðill Fylkir heldur sínu striki í C-riðli — sigraði Óðinn 2-0 og var sigur Fylkis öruggur. Hörður Antonsson og Guð- mundur Einarsson skoruðu mörk Fylkis, sem nú hefur örugga forustu í C-riðli. Á Bolungarvík mættust heima- menn og Grótta — jafntefli varð, 1-1. Bolvíkingar geta engum nema sjálfum sér kennt um glatað stig — misnotuðu tvær vítaspyrnur. - S.H. A-riðill Afturelding vann sigur í Vík I Mýrdal, 2-0 gegn USVS. Afturelding hafði yfirburði í leiknum og fjölda tækifæra en mörkin urðu aðeins tvö — Steinar Tómasson og Hafþór Krist- jánsson skoruðu mörk Aftureldingar. Á Hellu mættust Hekla og Þór, Þorlákshöfn. Þór sigraði örugglega 3- 0 en staðan í riðlinum er nú: Leiknir 5 5 0 0 12-3 10 Afturelding 5 4 0 1 17-3 8 Þór 5 3 0 2 11-7 6 Hekla 5 1 0 4 6-17 2 USVS 6 0 0 6 3-19 0 Það stefnir því í úrslit Leiknis og Aftureldingar — en Leiknir sigraði Aftureldingu i Mosfellssveil. - HVH Breiðablik íslandsmeist- ari í knattspymu kvenna Breiðablik rauf veldi FH í knatt- spyrnu kvenna er liðið tryggði sér sigur f Islandsmótinu. Lið Breiða- bliks sigraði Víði úr Garði 6-0 í Kópa- vogi — og tryggði sér þar með sigur- inn í mótinu. lsiandsmótið í ár var hið sjötta í röðinni — þar af hafði FH sigrað fjórum sinnum og Armann einu sinni. Lið Breiðabiiks var vel aðsigr- unum komið — eftir siæma byrjun var liðið óstöðvandi i lokin og sigur- inn með réttu þess. Breiðablik hafði mikla yfirburði gegn Viði — og þær Asta B. Gunnlaugsdóttir 2, Rósa Valdimars- dóttir 2, Arndis Sigurgeirsdóttir og Bryndís Einarsdóttir skoruðu mörk Blikanna. Breiðablik fékk 16 stig í 10 leikjum sinum — en helztu keppinautarnir Valur, Fram og FH geta ekki náð Blikum að stigum. Si?itap?.?,.SrirB,<itk 500 milljdnir fyrir Virdis ■ varð að gera sér þ:iója Tfmi Coe var 1:46.83 og Walker f W Nýsjálendingurinn John Walker varð að gera sér þiiója sætið að góðu í miklu alþjóðlegu móti í Crystal Paiace í Lundúnum um helgina. En Walker hijóp í 800 metra hlaupinu — svo ósigur hans var engin „stórfrétt". Júgóslavinn Milovan Savic sigraði í hlaupinu — hljóp uppi forskot Walkers og Bretans Sebastians Coe og sigraði á 1:46.25. Walker hafði lengst af forustu i hlaupinu og Coe fór fram úr Walker á siðustu metrunum en Coe er einmitt Evrópumeistari í 800 m. innan- húss. Tfmi Coe var 1:46.83 og Walker 1:46.86. Hins vegar kom ósigur Nýsjálendingsins Dick Quax meira á óvart í 5000 metra hlaupinu — þar varð óvæntur sigurvegari Bretinn David Black. Hann sigraði á miklum enda- spretii — og sigraði heims- meistarann i 10000 metra hlaupi, Kenyabúann Wilson Komombwa. Tími Black var 13:33.2 — en tími Wilson var 13:39.4 — Quax hafnaði í fimmta sæti, fékk tímann 13:45.4 — en heimsmet hans er 13:12.9. Gífurlegir fjármunir eru í ítaiskri knattspyrnu. Itölsku mélstararnir Júventus borguðu um helgina tæp- lega 500 milljónir króna fyrir korn- ungan leikmann, Pietro Virdis frá Cagliari, er nú leikur í 2. deild. Virdis neitaði lengi vel að fara tii Juventus — en lét að lokum undan þrýstingi Juventus en Cagliari treysti sér ekki tii að hafna boði Juventus. Stórliðin á meginlandi Evrópu eru nú óðum að undirbúa sig fyrir harðan vetur — keppa fjölda vináttu- leikja. Nancy frá Frakklandi og Eintracht Frankfurt frá V- Þýzkalandi léku vináttuleik í Nancy á laugardag og lauk leiknum með jafn- tefli, 2-2. V-Þjóðverjarnir höfðu yfir 2-1 í leikhléi. Mörk Þjóðverjanna skoraði útherji þeirra, Frank. Fyrir Nancy skoruðu Rubio og Michel Platini. I Montaigu léku frönsku meistar- arnir við Ajax frá Amsterdam. Leikn- um lauk með jafntefli — en Ajax hafði 1-0 yfir i leikhléi. Mark Ajax skoraði Ling — en Henri Michel svaraði fyrir Nates. Bayern Munchen hefur verið á ferðalagi um Ameríku — Bayern lék tvívegis við Mexíkó — og sigraði i bæði skiptin.Síðasti leikur Bayern var gegn háskólanum í Guadalajara en leikurinn fór fram í Los Angeles. Bayern sigraði 1-0 — Rummenigge skoraði eina mark leiksins. Leikið var í gífurlegum hita — og léku leikmenn Bayern aðeins á hálfu. tslenzka ungiingalandsliðið er fór tii Noregs á NM ásamt Hilmari Svavarssyni, Gísla Má og Lárusi Loftssyni, þjáifara liðsins. DB-mynd Bjarnleifur. Rmmta sæti - en Island átti betra skilið i NM —íslenzku piltamir hðfnuðu í f immta sæti á NM en V-Þjóðverjar sigruðu örugglega—sigruðu Svía 6-2 í úrslitum „Arangur íslenzka liðsins í Norðurlandamótinu í Noregi var nokkur vonbrigði þar sem við höfðum á að skipa ágætu liði, sem verðskuldaði meir en fimmta sæti,“ sagði Lárus Loftsson, þjálf- arf íslenzka unglingalandsiiðsins í knattspyrnu, er um heigina iék í NM i Noregi. „Það var sérlega sárt að tapa leiknum gegn Norðmönnum," hélt Lárus áfram. „Við höfðum yfirburði í fyrri hálfleik og náðum forustu þegar á 5. mínútu. Þannig var staðan þar til 10 mínútur fyrir leikslok að Norð- menn náðu að jafna — og skora sigurmarkið úr víti skömmu fyrir leikslok. Jafntefli hefði veitt okkur rétt til að keppa um þriðja sætið þar sem V-Þjóðverjar gjör- sigruðu Norðmenn, 5-0. Heddergott, þjálfari v-þýzka liðsins, langbezta liðsins í keppn- inni, kom til okkar eftir leikinn og sagði að íslenzka liðið hefði verið mun betra en hið norska. V-Þjóðverjar höfðu sterku liði á að skipa í fyrra á NM — en léku einmitt um 5-6 sætið. Já, slík er knattspyrnan." Island lék þrjá leiki á NM — tapaði tveimur, og vann einn. Fyrsti leikurinn var gegn Norð- mönnum og eins og Lárus sagði var sárt fyrir piltana að tapa þeim leik. Isl. liðið í þeim leik var þannig skipað, Árni Dan, UBK, Halldór Olafsson, KR, Benedikt Guðmundsson UBK, Heimir Karlsson, Víkingi, Ágúst Hauks- son, Þrótti, Skúli Rósantsson ÍBK, Ömar Jóhannsson, IBV, Jón Þór FH, Lárus Guðmundsson Vikingi, Arnór Guðjohnsen Víkingi og Gunnar Gislason KA. Jóhann Þorvarðarson Víkingi kom inn sem varamaður. Island átti aldrei möguleika gegn V-Þjóðverjum sem sigruðu 4-2. Jón Þór, FH og Ómar Jóhannsson skoruðu mörk Islands, Ömar úr viti eftir að Arnóri Guðjohnsen hafði verið brugðið. Islenzka liðið var skipað sömu leikmönnum, nema Bjarni Sigurðsson IBK lék annan hálf- leikinn í marki og Sæbjörn Guðmundsson KR lék í stað Gunnars Gíslasonar. Þá komu þeir Jóhann Þorvarðarson og Jón .jarnason KR inn sem varamenn. Þriðji leikurinn var gegn Finn- um — og sóttu íslenzku piltarnir látlaust allan leikinn. Þátt fyrir það náðu Finnar forustu í síðari hálfleik —en Ómar Jóhannsson jafnaði úr víti eftir að Arnóri Guðjohnsen hafði verið brugðið. Gunnar Gíslason KA skoraði sigurmark Islendinga en hann lék í stað Sæbjörns Guðmundssonar KR. Bjarni Sigurðsson lék allan leikinn í marki. „Það kom greinilega fram að leikmenn hinna þjóðanna voru mun tekniskari og þar vil ég kenna um malarvöllunum okkar. Þá og var meiri keyrsla á mönnum, hélt Loftur áfram. En við erum á réttri leið — byggjum upp unglingalið okkar eins og nágrannaþjóðir. Þannig höldum við spjaldskrá yfir alla leikmenn er koma til greina og fylgjumst með þeim í leik — höf- um allar upplýsingar um þá leik- menn er til greina koma. Hingað til hefur val í unglingalið um of miðazt við Reykjavíkursvæðið en i í byrjun júní héldum við stutt mót á Akureyri með þátttöku KS, KA, Leifturs, Tindastóls og Þórs, a og b-liðs. Þar sáum við leikmenn — eftir það mót var Gunnar Gísla- son KA valinn. Unglingaliðið heldur um helg- ina til Austfjarða og leikur gegn úrvali úr 3. deild. Síðan verður mót með þátttöku 3. flokks liða af Austfjörðum — og þá gefst tæki- færi til að sjá fleiri leikmenn. Við byrjum fljótlega á að undirbúa val á liðið fyrir EM í Danmörku en við erum með Wales í undan- riðli. Þetta er mikið starf — og byggist að sjálfsögðu á hvernig félögin hafa staðið að sínum málum. Þjálfun félaganna er því miður of tilviljanakennd — ekki setzt niður og lagt á ráðin um hvað lagt skuli áherzlu á i hverjum flokki, sagði Lárus Loftsson, þjálfari unglingalands- liðsins, að lokum. Norðmenn og Svíar sverma fyrir Knapp — árangur íslenzka liðsins hef ur vakið athygli á Norðurlöndum og Tony Knapp mikið í sviðsljósinu þar Það hefur sjaldan eða aldrei verið skrifað eins mikið um islenzka knattspyrnu í biöð á Norðurlöndum og að undanförnu. Þar spila iandsleikirnir við Norð- menn og Svia mikið inn i — en fleira á þátt í því. Arangur íslenzka landsliðsins undanfarin jár — og maðurinn, sem stendur svo mjög að baki þess árangurs, landsliðsþjáifarinn Tony Knapp. I fjölmörgum blöðum hafa birzt viðtöl við Knapp — leikferill hans rakinn og árangur íslenzka lands- liðsins í sumar. Fimm leikir — fjórir unnir — einntapaður. Mörk niu gegn fjórum. Það er greini- legt, að Norðmenn og Svíar hafa áhuga á að fá Knapp til sín, og Per Petterson hjá Aftenposten sagði undirrituðum nýlega, að hann vissi um félög, sem gert hefðu Knapp tilboð. I þvi tilefni snerum við okkur til Tony Knapp og spurðum hvað rétt væri í þess- um fréttum. — Jú, það er rétt, að ég hef fengið tilboð bæði frá Noregi og Svíþjóð, en ég vil ekki gefa neina yfirlýsingu í sambandi við þau á þessu stigi málsins, sagði Knapp. Ég hef sagt forráðamönnum þess- ara félaga, að ég sé á samningi hjá Knattspyrnusambandi Islands fram yfir landsleikinn við Norður-íra, sem háður verður í Belfast 21. september næstkom- andi — og taki ekki ákvörðum um framtíðina fyrr en eftir þann leik, sagði Knapp ennfremur. Hvaða félög eru þetta? Það er viðtekin regla hjá þeim, sem í slíkum málum standa að skýra ekki frá nöfnum félaga á þessu stigi málsins, sagði Knapp að lokum, og þá reglu brýt ég ekki.--------- Tony Knapp hefur verið lands- liðsþjálfari KSl frá 1974. Tók við eftir riðlakeppnina fyrir heims- meistarakeppnina í Vestur- Þýzkalandi. I þeirri keppni lék ísland sex leiki við Belgíu, Hol- land og Noreg. Tapaði öllum — skoraði aðeins tvö mörk, en fékk á sig 29. Rétt er þó að taka fram að aðeins einn af þessum leikjum var háður á íslandi. Síðan Knapp tók við hefur íslenzka landsliðið leikið 23 lands- leiki. Unnið átta leiki — gert fjögur jafntefli og tapað ellefu. Markatala er hagstæð 31-28. A þessu tímabili höfum við þó leikið við margar af beztu knattspyrnu- þjóðum heims. Leikið þrjá leiki í riðlakeppninni fyrir HM 1978 — eða helming leikjanna — skorað eitt mark og fengið á okkur tvö. I samsvarandi leikjum í HM 1974 skoraði tsland ekkert mark — fékk á sig 13. Það hefur því orðið bylting hjá íslenzka landsliðinu undir stjórn ,Tony Knapp. Mikið hefur þó verið rætt og skrifað að Knapp hafi verið dýr fyrir KSÍ — haft mikið kaup. Auðvitað hafa þær verið nokkrar, krónurnar, sem hann hefur fengið — en framhjá þeirri staðreynd verður ekki gengið, að Tony Knapp hefur verið „gullnáma“ fyrir KSÍ. íslending- ar hafa fengið áhuga og traust á íslenzka landsliðinu undir stjórn, Knapp — flykkzt á völlinn, þegar það hefur leikið, og krónurnar hafa streymt í kassann hjá ■ Friðjóni, gjaldkera KSl. Það hafa ekki síður verið ánægjuleg við- brigði fyrir KSI en árangur landsliðsins á knatt- spyrnuvöllum allt frá Reykjavík til Moskvu. En nú vilja bæði Norðmenn og Svíar taka Tony Knapp frá okkur. hsím.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.