Dagblaðið - 26.09.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 26.09.1977, Blaðsíða 1
friálst, óháð daghlað Harður áreksturbíls og t jaldvagns á Reykjanes- braut: BUIINN VAR BÓKSTAF- LEGA SUNDURTÆTTUR 3. ÁRG. — MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1977 — 211. TBI, RITSTJÓRN SÍÐUMtlLA 12. AUGLYSINGAR ÞVERHOLTI11, AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2 — AÐALSÍMI 27022 þessara tveggja bíla að sögn lögreglunnar í Keflavík. Mikil umferð var á Reykja- nesbrautinni þegar áreksturinn varð laust fyrir kl. 6. Báðir áðurgreindir bílar voru á leið til Reykjavíkur i rigningu, hvassviðri, slæmu skyggni og óvenjulega þéttri umferð I báðar áttir. Svo virðist sem fólksbíllinn hafi ekið aftan á tjaldvagninn, sem var aftan í jeppanum. Heil- legast í talsverðu braki sem lá á víð og dreif um nokkurt svæði, var gaskútur í tvennu lagi. Sem fyrr segir urðu engin slys á mönnum i þessum árekstri. Er sú mildi með ólík- indum miðað við útlitið á árekstursstað. Fleiri smávægilegir árekstrar urðu á Reykjanesveg- inum síðari hluta dags I gær en engin slys sem vitað er um. - BS Vegfarendur áttu bágt með að trúa að engin meiðsl hefðu orðið á fólki í þessum sterkbyggða Mercedes-Benz bII. En sú varð reyndin A Reykjanesbrautinni i gær. DB-myndir Jay Vicens. —— Sundurtættur Mercedes Benz fólksbíll blasti við vegfarend- um laust fyrir klukkan sex í gærkvöld. Fyrir utan veg á sama stað milli Voga og Kúa- gerðis lá jeppabill og tjaldvagn. Engin slys urðu á mönnum í árekstri sem þarna varð milli Tjaldvagninn var skrumskældur alistórt svæði eftir áreksturinn. og brotini* ó við og dreif um DC-8 þota nauðlenti á Keflavíkurflugvelli: FARÞEGARNIR HÉLDU RÓ SINNIUM BORÐ — hjólbarðar sprungu í flugtaki og lendingu Svo sem sjá má tættust hijól- barðarnir í sundur og eftir voru aðeins tægjur á feigunum. DB-myndir emm. Vil gjarnan breyta til — komast frá Celtic, segir Jóhannes Eðvaldsson. — sjá íþróttir bls. 15,16,17,18 og 19 -sjábls.4 Brennuvargur- inn ítveggja mánaða gæzlu oggeðrannsókn - sjá bls. 4 ■ Krísuvíkurskóli liggur undir skemmdum -sjábls.6 Nasistavél lenti íReykjavíkfgær — sjá bls. 5 Flugvirkjar vinna að viðgerð á hjólasteili þotunnar. „HÖRKUSKÁKIR ÞRÁTT FYRIR JAFNTEFLIN” „Þrátt fyrir þessi jafntefli, er engan veginn sagt, að hér sé ekki tefl: affullri hörku,“ sagði F'riðrik Ölaísson í viðtali við fréttamann DB I morgun. „Karpov var með tapað tafl á móti Sosonko í gær, en Sosonko rataði ekki réttu leiðina til að -—— fylgja eftir góðri stöðu. Sem sagt eitt jafnteflið enn,“ sagði Friðrik. „í fyrradag bauð Gligoric jafntefli eftir 20 leiki. Ég var ekki nógu ánægður með sóknina hjá mér og tók boðinu. Byrjunin var kóngsbiskups- leikur. Við Balasyov tefldum Sikileyjarvörn í augljóst jafn- tefli. Allur aðbúnaður hér er til fyrirmyndar," sagði Friðrik. Hann kvað augljóst að þetta vátryggingarfélag, Interpolis, ætlaði að vanda til alls undir- búnings og viðurgernings. í dag eiga keppendur frí, en Friðrik ætlar að tefla fjöltefli I skóla þarna I Tilburg í Hollandi. „Hér var súldarveður í gær en umhverfið er fagurt skóg- lendi og eins og ég sagði áðan, - — sagði Friðrik Ólafsson ímorgun eru aðstæður hér ágætar í alla staði,“ sagði Friðrik Ölafsson. StaAan «ftir þrjár umfarðir: 1.-3. Timman, Katpov. Hort: 1 Vt vinninour. 4.-9. Friörik, Smytlov, Gligoric. Kavalok, Andarson og Balasyov: 1 vinningur. 10.-12. Sonsonko, Milas, Hiibnar: Vi vinningur. BS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.