Dagblaðið - 26.09.1977, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1977.
17
íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir )
*n eru Gunnar Torfason, Pepp Maier,
ívæmdastjóri alþjóðasambandsins, Max
tur-Þýzkaiandi, aðalritari sambandsins
sem ber hita og þunga starfsins, og
órmaður HSÍ. DB-mynd Bjarnleifur.
eyta til
félag
ðað æfameð Celtic
nú í vikunni. 1 morgun hélt lið Celtic
til Luxemborgar, en það leikur
Evrópuleik þar á miðvikudag.
Irenu Szewinska, Póllandi, mis-
tókst að setja nýtt heimsmet í 400 m
grindahlaupi kvenna á miklu móti í
Wattenscheid í V-Þýzkalandi í gær.
Féll 60 m frá marki en hún hafði
tilkynnt fyrir hlaupið að hún ætlaði
að hlaupa innan við heimsmetstima
Karinar Rossley, A-Þýzkalandi, 55,63
sk.
Tíu olympíumeistarar kepptu á
mótinu. A1 Feuerbach sigraði í kúlu-
varpi — 20.20 m. Capes varpaði 19.88
m. MacWilkins, USA, 19.39. Fyrri
daginn var Capes beztur með 20.08 m.
Feuerbach 19.87 m. Komar 19.80 og
MacWilkins 19.49.
Urslitin í 800 m voru óvænt. Tom
McLean, USA, sigraði á 1:47.7 mín.
Savic, Júgóslavíu, annar á 1-48.1 mín.
Planchy, Tékk. 3ji á 1:48.5 mín., en
Mike Boit, Kenýu, aðeins fjórði á
1:49.0 mín. Steve Ovett hljóp 3000 m
á 7:41.3 mín. Henry Rono, Kenýa,
varð annar á 7:41.9 mín.
i i skíðaíþróttinni. Þetta er í annað sinn
■ er haldinn her á landi. Aður 1972.
frá fundinunt síðar hér í hlaðinu en á
s eru fulltrúarnir.
Göppingen vann — Dankersen tapaði
— Gunnar Einarsson lék með Göppingen á ný
Göppingen sigraði Hannover á
útivelli 13-15 í þýzku Bundes-
lígunni um helgina. Gunnar
Einarsson lék á ný með Göpping-
en og skoraði fjögur mörk í leikn-
um. Um miðjan október mun
Einar Magnússon byrja að leika
með Hannover.
Hins vegar gengur þýzku
meisturunum Dankersen, ekki
vel og töpuðu öðrum leik sínum í
keppninni. Það var á útivelli gegn
Grossva! Istadt, sem sigraði 22-21.
Grossvallstadt hefur sigrað í
þremur fyrstu leikjunum og er
efst með 6 stig.
Varnarleikurinn varð Danker-
sen að falli — og liðið hefur ekki
náð sér á strik undir stjórn nýs
þjálfara. Grossval 1 stadtnáði fljótt
fjögurra marka forskoti í leiknum
— og um tíma í síðari hálfleik
stóð 17-11. Þá fór Dankersen að
síga á en ekki nóg og leikurinn
tapaðist með eins marks mun.
Waltke var markhæstur Danker-
sen-leikmannanna með 5 mörk —
tvö víti úr hreint óteljandi tilraun-
um. Busch skoraði fjögur, van
Oepen 3, en Axel Axelsson og
Ólafur H. Jónsson skoruðu tvö
mörk hvor — og Grund var einnig
með tvö mörk.
Af öðrum úrslitum um helginal
má nefna, að Gummersbach vann'
Milbertshofen með 27-15, og
Neuhausen vann Nettelstadt með
18-17. Það var fyrsti tapleikur
Nettelsted. Grossvallstadt er eitt
efst með 6 stig, Göppingen,
Gummersbach og Neuhausen
hafa 4 stig. Hannover er neðst
með ekkert stig úr þremur fyrstu
umferðunum — eina liðið, sem
ekki hefur hlotið stig.
rLæknirinn segir að ótti minn,
við að leika sé sálrænn og."
ég geti yfirunnið ______J
það. > Virkilega, Polli.
I búningsherberginu fær Þjálfi hraðskeyti frá
Bandaríkjunum — frá Lolla
Lolli hefur komið á nokkrum
leikjum við áhugamannalið í USA.
Hvað finnst ykkur
um það?
Jafntefli
og allt varð
vitlaust
íVínarborg
Austurríki og Austur-
Þýzkaland gerðu jafntefli i
Vínarborg i gær 1-1 í þriðja riðli
heimsmeistarakeppninnar í
Evrópu. Það var harður leikur og
Hans Krankl, Austurríki, var
rekinn af velli af dómara
leiksins, Tom Reynolds Bretlandi
nokkrum mín. fyrir leikslok.
Krankl hafði þá skallað knöttinn
í markið hjá Jurgen Croy — en
dómarinn dæmdi markið af vegna
rangstöðu annars leikmanns. Allt
varð vitlaust á vellinum — áhorf-
endur 72 þúsund — og lögreglan
varð að gripa til sinna ráða. Leik-
menn Austurrikis töldu leik-
manninn rangstæða engin áhrif
hafa haft á leikinn — en dómar-
inn hélt fast við sitt og rak
'Krankl af velli.
Austurríki náði forustu á 9.
mín. þegar Kreuz skoraði, en
Hoffmann jafnaði 30 mín. síðar.
Mark í lokin hefði raunverulega
tryggt Austurríki sæti í úrsiitum
HM — ert síðan 1958 hefur
Austurríki ekki komizt í úrslita-
keppnina.
Staðan i riðlinum er nú.
Austurríki 4 3 10 12-1 7
A-Þýzkaland 3 1 2 0 3-2 4
Tyrkland 3 111 5-2 3
Malta 4 0 0 4 0-15 0
Lék á fimm
og skoraði
New York Cosmos gerðu jafn-
tefli á Indlandi á iaugardag 2-2 í
Kalkútta. Það var lokaleikurinn i
keppnisför Cosmos um Asíu.
Ahorfendur voru 64 þúsund og
hinn 37 ára Pele virkaði þreyttur.
Hann lýkur keppnisferli sínum 1.
október, þegar Cosmos leikur við
hans gamla félag, Santos frá
Brazilíu, í New Jersey.
Cosmos náði forustu á 20. mín. í
leiknum i Kalkútta. Carlos
Alberto, fyrirliði heimsmeistara
Brazilíu 1970, lék þá á fimm
varnarmenn og skoraði. Lið
Kalkútta jafnaði á næstu min. og
komst yfir. 2-1. Rétt fyrir lokin
tókst Cosmos að jafna úr víta-
spyrnu, sem Stcve Ilunt tók.
Bein símalína til
umsjónarmanna
íþróttasíöunnar er
83764
KRAKKAR
Hjálpið okkur að velja nöfn á mjaltakonuna og kúna,
sem sjást hér að ofan.
Þœr eru tákn mjólkur og mjólkurafurða, sem hafa verið
orkulind okkar og heilsugjafi um aldir.
\feiölaun
Arsnyt úrfyrsta kálfs kvígu á Brúnastöðum í Hraungerðishreppi,
Amessýslu. Sigurvegara gcetu þannig áskotnast
200 - 300 þúsund krónur.
Sendið tillögur
til Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins, Bcendahöllinni,
pósthólf 7040, Reykjavík fyrir 31. október n.k.
nijólk og nijólkinafuniir
orkulind okkar
og heilsugjafi
Ég legg til að kýrin heiti:
og mjaltakonan:
Nafn sendanda:
Heimili:
Sírni:
Kaupstaður/Sýsla: