Dagblaðið - 26.09.1977, Síða 5
DAC.BLAÐIÐ. MANUDAGUR 26. SEPTEMBER 1977.
5
- ......
Meö hakakrossinn á stélinu
V
J
Heinkel 111 á
Reykjavíkurflugvelli
Ekki er nóg að Hitlerstízkan
tröllríöi Þýzkalandi um þessar
mundir heldur berast angar
hennar hingað. í gærdag lenti á
Reykjavíkurflugvelli Heinkel
111, fræg þýzk herflugvél úr
seinna stríðinu, máluð herlitum
og á stélinu er hakakrossinn
illræmdi.
En ekki er allt sem sýnist. í
ljós kom að vél þessi var smíðuð
á Spáni 1956 fyrir spánska flug-
herinn og hefur verið í notkun
þar fram á síðasta ár. Þá keyptu
bandarískir áhugamenn grip-
inn og hefur hann verið í Eng-
landi síðan þar sem allt hefur
verið yfirfarið fyrir flugið yfir
Atlantshafið til hinna nýju
heimkynna. Þrír brezkir flug-
menn fljúga henni yfir hafið,
þeir Neil Williams, Peter Hoar
og Robbie Diver og hitti DB þá
félaga á kaffiteríunni á Loft-
leiðum í gær. Þeir voru sam-
mála um að þetta væri góð vél
og gott væri að fljúga henni.
Ferðin hefur gengið vel hingað
til, sögðu þeir og börðu í borðið
til frekara trausts. Vélin verður
notuð í Bandarlkjunum sem
sýningargripur á flugsýning-
um. Þar verður henni auðvitað
flogið sem þýzkri vél úr stríð-
inu.
Ef vel viðrar halda þeir fé-
lagar ferð sinni yfir hafið
áfram i dag.
-JH.
Heinkel 111 vélin á Reykjavík-
urflugvelli í gær. Glöggt má
greina einkennismerki þýzka
flughersins frá því í seinni
heimsstyrjöldinni. Efst í hægra
horninu eru flugmenn vélar-
innar, þeir Neil Williams, Pet-
er Hoar og Robbie Diver.
DB-myndir Bjarnleifur.
Þáði heimboð
ókunnugra:
Rændur úrinu
og hýrunni
eftir ballið
Maður á sextugsaldri sem var
að skemmta sér í veitingahúsinu
Nausti í Reykjavík í fyrrakvöld
þáði heimboð fólks sem hann ekki
þekkti þegar teitinu í Nausti lauk.
Segir ekki frekar af gleðskapn-
um í heimahúsinu fyrr en í gær-
morgun að maðurinn tilkynnti til
lögreglunnar að hann hefði verið
rændur úri sínu og þrettán þús-
und krónum.
Vísaði hann lögreglunni á húsið
og viðurkenndi þá fólk sem þar
ræður húsum að hafa hirt bæði
úrið og peningana. Fékk maður-
inn eigur sínar aftur og tók gleði
sína á ný.
Ræningjarnir hafa áður komið-
við sögu hjá lögreglunni í Reykja-
vik.
-ÓV.
„Jazzvakning”
ertveggja
ára á morgun
Jazzklúbburinn
,,Jazzvakning“ — eini starf-
andi jazzklúbburinn á land-
inu — verður tvegfgja ára á
morgun.
1 kvöld verður „Jazzkjall-
arinn“ í Glæsibæ opinn og
koma þar fram Jazzmenn og
Viðar Alfreðsson blásari.
Starf ,,Jazzvakningar“
undanfarin tvö ár hefur ver-
ið Iíflegt og hefur tvímæla-
laust virkað eins og vítamín-
sprauta á jazzlíf landsmanna
sem áður hafði verið harla
dauft.
,,Jazzvakning“ var stofnuð
í Skiphóli í Hafnarfirði 27.
september 1975. Aðalhvata-
menn að stofnun klúbbsins
voru þeir Guðmundur Stein-
grímsson trommuleikari og
Hermann Þórðarson flug-
umferðarstjóri.
Félagar í „Jazzvakningu"
eru nú á milli 350 og 400 en
voru tæplega 40 í byrjun.
-ÓV.
STRANDGOTU 31SIMI
HAFNARFIRÐI
NYJAR VÖRUR
sending
Wallys —Bót —
Lee Cooper —U.FO.
Gallabuxur—Flauelsbuxur
Fallegar amerískar peysur
fyrirdömurog herra
Herramussur og skyrtur
Dömublússuro.m.fl.
>
>