Dagblaðið - 26.09.1977, Side 3

Dagblaðið - 26.09.1977, Side 3
DAO.BLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1977. Svona er farið með símaklef- ana. Ætli það lagaðist ekki við tiikomu Leynilögreglu Is- lands? DB-mynd JH. r Leynilögregla Islands: Hefði eftirlit með skemmd- arvörgum Sveinn Sveinsson hringdi: „Getum við gert eitthvað tii að koma í veg fyrir skemmdar- verk eða draga úr þeim? Ég vil leggja fram tillögu til stjórn- valda og hún er á þessa leið: Að allir landsmenn verði skipaðir með lögum til ólaunaðs eftir- litsstarfs með skemmdarvörg- um og verði það nefnt Leynilög- regla Islands. Ætti hún að sjá um aðskemmdarverk væru ekki unnin. Miðað væri við að fólk gengi í lögregluna við 7 ára aldur og allir yrðu félagar í henni ævilangt. Ég lít svo á að menn yrðu hreyknir af að vera skipaðir til slíkra starfa fyrir land sitt og það ætti að draga verulega úr skemmdarverkum ef þetta yrði lögfest og allir myndu leggja sig fram til hins ýtrasta." Heilbrigðisreglugerðin bannar hunda í matvöru verzlunum og veitinga- stöðum Ingimar Sigurðsson í heil- brigðisráðuneytinu hringdi og benti lesendasíðu DB á reglu- gerð um heilbrigðismál sem sett var 1972. Þar er fortaks- laust ákvæði sem segir að ekki megi hleypa hundum inn í mat- vöruverzlanir. I þessari reglu- gerð, sem gildir fyrir allt landið, segir í 105. grein nr. 45 frá 1972: „Stranglega er bannað m.a. að hafa hunda innan dyra I matvöruverzlun- um, veitingastöðum og öðrum stöðum þar sem meðhöndlun matvöru fer fram.“ I rauninni er þetta ósköp skiljanlegt og því er engin ástæða tii þess að eigendur mat- vöruverzlana setji upp sérstök bannskilti þar sem bannað er að fara með hunda inn I mat- vöruverzlanir. Enn um hunda: Þessi litli hvolpur kom f heimsókn til okkar hér á DB fyrir nokkru. Hann gerði sér enga grein fyrir öllum þeim boðum og bönnum sem um hann gilda. — DB-mynd B.P. Hundar eiga auð- vitað ekkert erindi Annars staðar á síðunni er at- hugasemd frá heilbrigðisráðu- neytinu, þar sem sagt er frá heilbrigðisreglugerðinni þar sem bannað er að vera með hunda eða önnur húsdýr á þeim stöðum sem matvara er með- höndluð. í matvöruverzlanir 0840-8343 skrifar: „Mig langar til þess að svara bréfi frá 2078-2498 sem birtist í DB 22. september, sem svar við bréfi mínu frá 15. þ.m. Fyrst af öllu vil ég taka fram að ég er ekki einhver kerling úti í bæ. Ég er strákur og þrettán ára gamall. Það er kannski rétt hjá bréf- ritara að maður ætti ekki að fara með hunda inn í verzlanir. Bréfritari segir frá er hundur glefsaði í dóttur hennar svo hún varð að leita til læknis með hana. Mér finnst sennilegt áð sökin sé að einhverju leyti dótturinnar. Hún hefur ábyggi- lega verið að espa hundinn upp. Bréfritari segir einnig að þeir sem séu með hunda í þéttbýli ættu að láta þá út I sveit. Eg leyfi mér að benda á að dýra- spftalinn er f þéttbýli og til þess að komast þangað neyðumst við til þess að koma með hundana okkur í þéttbýlið. Læt ég svo útrætt um þetta leiðindamál og viðurkenni að ég hafði á röngu að standa og mun ekki fara inn í matvöru- búðir með hundinn minn í framtíðinni." Aths. lesendasíðunnar: Það er gott þegar einhver getur viðurkennt af fúsum og frjálsum vilja að hann eða hún hefur haft á röngu að standa. Til lesenda Enn einu sinni þurfum við að minna þá á, sem senda okkur lfnu, að hafa fullt nafn og heimilisfang eða simanúmer með bréfum sinum. Nú er svo komið að við höfum hér á ritsljól'n- inni alls konar bréf frá Jónum og Guðmundum, -en það er bara ekki nóg. Ef feið viijið að greinar yk^ar birtist þá verður fullt nþfn og heimilisfang að fylgja. Hægt er að skrifa undir-dul- nefni, ef þess er óskað $ér- staklega. Þeir, sem hafa ekki séð greinar sinar hér á siðunum, vita hér með ástæðuna. RAÐSTOLAR Nií geta allir eignast raðstóla Komið og Sendum hvert á land sem er — Sérstaklega handhægar pakkningar og þvílítill flutningskostnaður Verö aöeins ^ kr. 14.900. kuZoom-raðstóla Spurning dagsins Hvernig lízt þér ó þoð að BSRB fari í verkfall? Heiður Gunnarsdóttir, vinnur á veitingahúsinu Kránni: Ég veit það ekki. Það hefur aldrei reynt á það fyrr. En af hverju geta þeir ekki farið I verkfall eins og aðrir? Annars er ég á móti verkföllum almennt þvi það hefst ekkert betra fram með þeim. Karl Sveinsson leigubilstjóri: Mér lizt bara mjög vel á það. Mér er sagt að það séu margir i BSRB sem hafa innan við hundrað þúsund krónur i mánaðarlaun. Þórólfur Halldórsson gjaldkeri: Mér lizt mjög vel á það og finnst það í rauninni sjálfsagt. Það er timi til kominn að þeir láti þá finna tii hörkunnar. Sigurður Valgarðsson vélstjóri: Mér lizt ekkert á það. Mér er illa við verkföll alls staðar og alítaf. Guðmundur Guðmundsson rann- sóknarlögreglumaður: Ég á erfitt með að segja nokkuð um það þvi ég á sjálfur hagsmuna að gæta því ég er í BSRB. Éinar Isfeld deildarstjóri: Það er erfitt fyrir mig að segja mikið um ■það þvi ég er ríkisstarfsmaður sjálfur. En hitt veit ég að launin eru slæm og mun verri en á hin- um almenna vinnumarkaði. 1 I «1

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.