Dagblaðið - 26.09.1977, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 26. SEPTEMBER 1977*
9
Friður á næsta
leiti fyrir botni
Miðjarðarhafs?
Nú viröast friðarhorfur í Israelsmanna um samningavið-
löndunum fyrir botni Mið-
jarðarhafsins betri en áður
eftir að ísraelsmenn gengu að
sáttatillögu Bandaríkjanna.
Hún gerir ráð fyrir að Palest-
ínumenn taki þátt í friðarvið-
ræðunum í Genf en hafi samt
sem áður ekki eigin sendi-
nefnd.Palestínumenn myndu
þá vera í sameiginlegri sendi-
•nefnd Arabalanda.
Israelsmenn settu það skil-
yrði fyrir þátttöku Palestínu-
araba að enginn þátttakandinn
í friðarviðræðunum í Genf
væri þekktur leiðtogi
Palestínuaraba.
Meðan gengið var frá afstöðu
ræðurnar í Genf tilkynnti sjón-
varpið þar í landi að vopnahlé
væri á næsta leiti í Suður-
Líbanon milli kristinna falang-
ista, sem studdir eru af ísraels-
mönnum, og vinstri sinna sem
studdir eru af Palestínumönn-
um.
Bandaríski sendiherrann 1
Beirut í Líbanon fer með hlut-
verk sáttasemjara milli deiluað-
ila. ísraelsmenn segjast fúsir til
að semja vopnahlé ef hagsmuna
kristinna manna verður gætt.
Þrátt fyrir tal um vopnahlé
milli deiluaðila var barizt af
fullum krafti í Suður-Libanon.
Begin forsætisráðherra Israels. Þessi mynd var tekin af forsætis-
ráðherranum í hópi manna sem hvöttu menn tii búsetu á vestur-
bakka Jórdanár.
Schleyermálið:
Ræningjar höta pyntingum
Erlendar
fréttir
Ráðamenn
Araba
þinga um
köleru-
faraldurinn
Kólerufaraldur sá sem
gengið hefur yfir Miðaustur-
lönd er talinn muni réna á
næstu þrem vikum þegar
kólnar í veðri á því svæði
sem verst hefur orðið úti í
faraldrinum.
Heilbrigðisráðherra
Kuwait, Abdel Rahman Al-
awadi sagði að meira en 90
manns hefðu látizt í far-
aldrinum í Sýrlandi en nú
væri faraldurinn í rénun.
Hann ræddi við blaðame’nh
við heimkomu frá Kairo þar
sem hann sat skyndifund
sem boðað var til, og allir
heilbrigðisráðherrar Araba-
ríkjanna sátu, vegna kóleru-
faraldursins.
Heilbrigðisstofnun Sam-
einuðu þjóðanna hefur látið
það frá sér fara að kóleru-
faraldurinn sem nú gengur
yfir Austurlönd sé sá versti
síðan árið 1948. Kóleru
hefur orðið vart í Sýrlandi,
Jórdaníu, Líbanon, Egypta-
landi, Saudi Arabíu, írak og
Kuwait.
Á fundinum í Kaíró var
ákveðið að setia strangar
reglur um ferðalög og þeim
sem sýkzt hafa af veikinni
verður bannað að fara í píla-
grímsferðir til Mecca og
Medína, en þangað flykkjast
Arabar milljónum saman í
nóvember og desember.
Sviss-
lendingar
á
moti
fóstur-
eyðingum
Svisslendingar tóku fyrir
það í almennri atkvæða-
greiðslu í landinu, að þar
yrðu leyfðar frjálsar fóstur-
eyðingar fram til 12. viku
meðgöngutíma.
Kjósendur í stærstu borg-
unum, Zurich, Basel, Genf
og Bern voru fylgjandi þvi
að fóstureyðingar yrðu
leyfðar. Fleiri voru á móti í
sveitum, eða um 54 prósent.'
Samkvæmt svissneskum
lögum má aðeins leyfa
fóstureyðingar ef heilsu
móður er stefnt í hættu.
Stjórnin sagði fyrir kosn-
ingarnar, að ef atkvæði féllu
þannig að fóstureyðingar
yrðu ekki leyfðar myndi hún
beita sér fyrir frumvarpi
þess efnis að fóstureyðingar
yrðu leyfðar, ef félagsleg
vandamál móður væru fyrir
hendi.
— segirblaöíKöln
Vestur-þýzka stjórnin hefur
fengið nýjar sannanir fyrir þvi að
iðnjöfurinn Hans-Martin
Schleyer, sem rænt var fyrir
þrem vikum, sé enn á lífi.
Blökkumannaleiðtoginn Biko
var jarðsettur í King Williams
Town í Suður-Afríku í gær að
viðstöddum mörg þúsund
manns, m.a. fulltrúum frá
Bandaríkjunum og Bretum.
Biki lézt í fangelsi í Suður-
Afríku fyrir tveim vikum, en
talið er að dauða hans hafi ekki
Stjórnvöld hafa ekki viljað gefa
neinar upplýsingar um hvernig
málin hafa gengið né samningar
við ræningja Schleyer, en það eru
félagar úr ítauðu breiðfylking-
unni. Þeir krefjast þess að 11
félagar þeirra verði látnir lausir
úr fangelsum í Vestur-
borið eðlilega að. Hann er
talinn hafa látizt af höfuðhöggi
sem hann hlaut í fangelsinu.
Jarðarförin fór fram á
stórum leikvangi. Þegar kista
Biko var færð inn á leikvang-
inn réttu þúsundir viðstaddra
upp hnefann sem þýðir yöld til
handa svörtum. Kistan lá á
Þýzkalandi. Meðal þeirra eru þau
Andreas Baader og Gudrun
Ensslin en þau hafa verið dæmd í
ævilangt fangelsi.
Kölnarblaðið Kölnische Runds-
chau hefur haldið þvi fram að
ræningjarnir hafi hótað því að
pynta Schleyer ef yfirvöld ganga
kerru sem dregin var af uxa inn
á leikvanginn.
Yfirvöld komu í veg fyrir að
fjöldi langferðabíla kæmist til
King Williams Town frá
Jóhannesarborg og Pretoríu.
Stöðugur straumur fólks var til
þorpsins er talið er að um 15
þúsund manns hafi verið
viðstaddir athöfnina á leik-
ekki að kröfum þeirra.
Yfirvöld hafa ekkert viljað
segja um þessa frétt Kölnarblaðs-
ins. Sérstakur fundur mun þó
hafa verið haldinn í nefnd þeirri
sem fjallar um málið og var sett á
laggirnar sérstaklega til að fást
við þetta mál.
vanginum.
I ræðu sem forseti samtaka
blökkumanna, Kenneth
Rachidi, hélt við útförina, sagði
hann að dauði Steve Biki væri
síðasta aðför yfirvalda Suður-
Afríku að blökkumönnum.
„Það er óhugsandi að Biko hafi
framið sjálfsmorð," sagði
Rachidi.
Sfðasla vikan
erhafin
Nú gildir að bregða undir sig betri
fætinum.
Síðdegið hentar vel þeim sem ætla
að gera góð kaup og njóta dýrðar-
innar við bestu aðstæður. Barna-
gæsia til kl. 19.
Svavar Gests stjórnar bíngói kl. 16.
Tískusýningar alla daga kl. 18 og 21.
Gjöf til gests dagsins:
Stóll frá Módelhúsgögnum.
■ P IÐNKYNNINGffil
“■ »í LAUGARDALSHOLL
■■«123. sepfc-2Ækt/77 'W
Suður-Afríka:
Þúsundir viðstaddar útfdr Biko
—fulltrúar voru m.a. frá Bretlandi og Bandaríkjunum