Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 26.09.1977, Qupperneq 32

Dagblaðið - 26.09.1977, Qupperneq 32
frfáJst. óháð dRghlað MÁNUDAGUR 26. SEPT. 1977 FLOGIÐTILEYJA EFTIR SEX DAGA EINANGRUN I morgun tókst loks að fljúga til Eyja og með því flugi var rofin sex daga „einangrun" Eyja hvað flugsamgöngum viðvikur. Þoka og dimmviðri hefur legið yfir Eyj- um í næstum heila viku. Einu samgöngurnar haf a því verið á sjó og hefur Herjólfur séð um að dag- legt líf Eyjaskeggja færi ekki meira úr skorðum í þessum dimmviðriskafla en raun bar vitni. -ASt. Sluppu naumlega úr brennandi húsi í Keflavík: „Fannst eins og einhver togaöi ímig svo ég vaknaði” „Það var eins og einhver togaði f mig svo ég vaknaði," sagði Ástþór Sigurðsson, sem bjó ásamt eiginkonu sinni Margréti Haraldsdóttur á neðri hæð hússins Auturgötu 18 í Keflavík en eldur kom þar upp um klukkan sex í gærmorgun. „Ég fann megna reykjarsvælu og þaut fram úr rúminu. I sama mund vaknaði eiginkonan. Ég gerði mér strax grein fyrir því að eldur væri laus í húsinu. Hljóp ég því fram á gang og út til að gera fólki á efri hæðinni viðvart en þegar ég ætlaði inn aftur komst ég ekki fyrir reyk. og hita. Var því ekki um annað að ræða en að reyna að bjarga Margréti út um glugga. Fyrst hugðist ég brjóta eina rúðuna en ákvað svo að freista þess að ná henni út um lítinn glugga og það tókst — en tæpara mátti vart standa." „Mér fannst ég vera að kafna,“ sagði Margrét þegar við hittum þau hjónin heima hjá foreldrum hennar, að Faxa- braut 70, þar sem þau munu dvelja um sinn.“ Fyrsta hugsunin var því sú að komast að glugganum til að fá hreint loft og komast út. Ég var skelfingu lostin — þvl mér fannst drengurinn okkar, Jónas Ragnar, 9 mánaða, vera eftir inni, en hann var I gæzlu hjá móður minni og ég trúði því Húsið að Austurgötu 18 í Keflavík — unga fólkið bjargaðist naumiega út úr logandi húsinu á nærklæðunum einum saman. raunar ekki fyrr en lögreglan hafði ekið mér hingað og ég var búin að þreifa á barninu að það hafði ekki verið i íbúðinni." En Ástþóri tókst að draga Margréti út um litla gluggann fáklædda, en hún fékk nokkrar skrámur. Lögreglan kom þar að um líkt leyti og slökkviliðið og lánaði einn lögreglumaðurinn henni jakka sinn til skjóls. Eftir tæpa klukkustund var búið að ráða niðurlögum eldsins og yfirgaf þá slökkviliðið húsið en varð að koma aftur litlu seinna, þar sem eldur hafði leynzt i rusli sem sópað var saman á gólfinu. „Við erum reynslunni ríkari," sagði Ástþór, ,Jiún er að vísu dýrkeypt, allt innbúið brann svo að segja og var það óvátryggt en fyrir mestu er þó að við sluppum án nokkurra teljandi meiðsla." Þau Ástþór og Margrét giftu sig fyrir rúmu ári og hófu þá búskap að Austurgötu 18. Sófa- settið, sjónvarpið, teppi og all- flestar brúðargjafirnar urðu eldinum að bráð — en þau eru bjartsýn og „við verðum bara að byrja upp á nýtt,“ sagði Margrét um leið og hún strauk Jóni Ragnari litla um kollinn. -emm. Borgarstarfs- mennvilja sömu kjör og á Reykjanesi — hærri laun fremur en orlofshækkun „Opinberir starfsmenn þurfa fyrst og fremst hærra kaup til að geta framfleytt sér og sinum Lenging orlofs verður að koma þar á eftir," sagði Þórhallur Halldórsson formaður Starfs- mannafélags Reykjavikurborgar I samtali við DB í morgun. Á stjórnarfundi I félaginu var samþykkt áskorun um að fella sáttatilboð sáttanefndar I vinnu- deilu opinberra starfsmanna. Þar var einnig hvatt til að leita ýtrustu leiða til sátta áður en til verkfalls komi. Fokkervél í óhappi á Akureyrarvelli Flugumf erðarst jórar veittu undanþágu f rá yf irvinnu- banni til kvöldf lugs norður Það óhapp varð á Akureyrar- flugvelli í gær að skrúfa Fokker- flugvélar Flugleiða rakst í tæki á flugvellinum og skemmdist svo að flugvélin gat ekki haldið til Reykjavíkur eins og fyrirhugað var. Þetta kom sér illa því flugum- ferðarstjórar á Akureyri, Vest- mannaeyjum og Egilsstöðum eru nú í yfirvinnubanni og kvöldflug er því ekki um að ræða til þessara staða. Ingvar Valdimarsson form. félags flugumferðarstjóra sagði í viðtali við DB í morgun að félags- stjórn hefði veitt undanþágu frá yfirvinnubanninu í gær til að Flugleiðir gætu sent viðgerðar- menn á vettvang. Var og leyft að farþegar fylltu þá vél sem norður fór á undanþágunni. „Okkur þótti þetta dreng- skaparbragð vegna óhappsins," sagði Ingvar. „Við höfum heldur ekki stöðvað neyðar- eða sjúkra- flug. Yfirvinnubann flugstjórnar- manna stafar af því að flug- stjórnarmenn á áðurnefndum stöðum hafa ekki fengið greidda aukavinnu samkvæmt samningi sem gerður var í vor. Þessar auka- vinnugreiðslur eru greiddar í Reykjavík. Flugumferðarstjórum er því mismunað og af því stafa aðgerðir félagsins um yfirvinnu- bann.“ - ASt. Þórhallur var spurður hvað helzt þyrfti að nást fram til að samningar næðust við borgar- starfsmenn. Sagði hann það mjög útbreidda skoðun meðal þeirra, að hæpið væri að Reykjavíkurborg gæti boðið sínum starfsmönnum til muna lakari kjör en nágranna- sveitarfélög. Þau hafa náð samningum um bætt kjör sem varða meðal annars vaktavinnu, orlof og fleira. Þórhallur Halldórsson var spurður um hve víðtækt hugsan- legt verkfall borgarstarfsmanna yrði. „Starfssvið félagsins grípur inn í nær öll störf og framkvæmdir borgarinnar, auk þess margþætt þjónustustörf. Það er því skoðun mín, að til mikils sé að vinna til að ekki komi til vinnustöðvunar. Teldi ég nauðsynlegt að báðir aðilar gerðu sér grein fyrir því.“ -rtn. JON ARASON — þegar villun- um um fjöllin lauk vildu öku- menn um Þrengslaveg ekki taka hann upp i bíla sína. DB-mynd Bj.Bj. Villtur í Bláfjallaþokunni ítólf tíma: Gekk í sömu sporum og söng „ Af i minn fór á honum Rauð” — segir Jón Arason, sem hélt áftur íBláfjöll ígærmorgun til að vinna upp tímann sem fór ívilluna íþokunni „Þetta voru engir hrakn- ingar, mér leið bara vel þarna í fjallinu," sagði Jón Arason, 62 ára gamall verkstjóri í Reykja- vík, í samtali við DB i gær- kvöld. Jón villtist í svartaþoku í Blá- fjöllum eftir hádegi á laugar- dag og kom ekki fram fyrr en laust eftir kl. 01 aðfaranótt sunnudags — við Vindheima í Ölfusi. Jón fór ásamt fleiri félögum úr skiðadeild Ármanns lil sjálf- boðavinnu við skíðalyftu i Blá- fjöllum eftir hádegi á laugar- dag. Þegar síðustu menn fóru af svæðinu undir kvöld varð þess vart, að einn bíll var eftir. Kannaðist enginn við bílinn og það var ekki fyrr en hópurinn var kominn til Reykjavíkur, að ljóst var hver eigandi hans var. Var þá þegar hafin leit að Jóni. ,,Eg fann bara ekki mann- skapinn í þokunni," sagði Jón í samtalinu við DB. „Fyrát gekk ég i um það bil klukkutíma, en siðan brá ég á það ráð að bíða í fjallinu og ganga í sömu spor- um til að halda á mér hita. Eg sönglaði líka „Afi minn fór á honum Rauð“ mér til skemmt- unar.“ Jón Arason sagðist hafa beðið í fjallinu fram undir mið- nætti, en þá hafi hann séð blys og talið þau koma frá bæki- stöðvum Ármenninganna í Blá- fjöllum. „En svo skildi ég ekk- ert í hvað ég þurfti að ganga lengi. Eftir tvo eða þrjá tíma kom ég allt í einu niður á veg — og það reyndist þá vera Þrengslavegurinn." Öskemmtilegasta reynsla Jóns í villu hans varð á Þrengslaveginum — þrír bílar óku framhjá honum án þess að stanza. „Fjórði bíllinn stoppaði," sagði Jón, „og í honum var skólastjóri Hlíðar- dalsskóla. Hann fór með mig þangað niður eftir og hringdi í lögregluna, sem kom austur og sótti mig.“ Jóni varð aldrei kalt á meðan hann var villtur í þok- unni og varð ekki meira meint af volkinu en svo, að í gærmorg- un fór hann á fætur um sjö- leytið, dreif sig i sund og hélt síðan aftur I Bláfjöll. „Það var ekki um annað að ræða,“ sagði hann, „ég gerði ekkert á laugardaginn, svo ég varð að fara aftur.“ Jón kvaðst vilja koma á fram- færi þakklæti til allra þeirra, sem brugðu skjótbog vel við og hófu leit að honum; félögum úr skiðadeild Armanns og skátum. „Þetta eru hörkustrákar, þeir hlaupa þarna upp og niður fjallið eins og ekkert sé," sagði hann. -ÓV Þetta eru þau Margrét og Astþór ásamt hinum unga syni sínum, Jónas i Ragnar. — DB-myndir emm.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.