Dagblaðið - 26.09.1977, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 26.09.1977, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1977. FESTI auglýsir: kerti * SNÚIN OG SLÉTT * STÓR OG SMÁ * ILM OG SKRAUT 24 litir FE8TI símar 10550 og 10500 sterka rvksusan... # Styrkur og dæmalaus ending hins þýðgenga, stillaniega og sparneytna mótors, staðsetning hans oghámarks orkunýting, vegna iágmarks loft- mótstöðu í stóru ryksíunni, / stóra. ódýra pappirspokanum og nýju kónísku slöngunni, afbragðs sog- stykki og varan- legt efni, ál og 1 stál. Svona er \ | NILFISK: Vönduð og tæknilega ósvik- in, gerð til að vinna sitt verk fljótt og vel. ár eftir ár. með lág- marks truflunum og tilkostnaði Varanleg: til lengdar ódýrust. Nýr hljóð- deyffir: Hljóðlótasta ryksugan. Traust þjónusta Afborgunarskilmólar FÖNIX HATUN 6A SÍMI 24420 Háskólabíó sýnir „Man On A Swing”: Botninn er suður í Borgarfirði Háskólabíó: MAÐURINN BAK VIÐ MORÐIN. Man On A Swing. Paramount, leikstjóri Frank Perry. Aöalhlutverk: Clifff Robertson, Joel Gray. Þeir segja að þessi mynd fjalli um „firðstjórn á afbrota- manni“ og „óvenjuleg afbrot" hans. Afbrotin eru þó ekki óvenju- legri en tvö stúlkumorð, sem varla getur talizt óvenjulegt miðað við aðra vonzku heimsins. „Firðstjórnin" er harla óljós. Lengi framan af lofar myndin góðu og er spennandi mest allan tímann. Ung stúlka finnst myrt i bíl sínum á bila- stæði stórmarkaðar. Engin merki finnast um morðingjann, engin fingraför og ekki neitt. Lee Tucker lögguforingi er ráð- þrota þegar hann fær sím- hringingu frá manni, er segist vera skyggn og geta hjálpað við lausn gátunnar. Sá skyggni, sem leikinn er (yfirleitt) prýði- lega af Joel „Cabaret" Grey, nefnir siðan nokkur atriði sem enginn átti að geta vitað um. Talsverð vinna er siðan lögð i að sannreyna hæfileika hins skyggna, með misjöfnum árangri, Af og til fellur hann i trans og getur þá um eitt og annað sem varðar morðið. A endanum missir Tucker löggu- foringi trúna á hinum skyggna, en upp úr því verða hann og ófrísk kona hans fyrir verulegu ónæði heima. Hann leitar aftur til hins skyggna, sem smám saman lýsir nokkuð nákvæm- lega hvernig morðið var framið. Nafn morðingjans nefnir hann þó ekki, né heldur gefur hann nákvæma lýsingu á honum. Þá er annað morð framið á svipaðan hátt og hið fyrra. Ungur piltur er handtekinn og hafði raunar verið tekinn til yfirheyrslu í upphafi rann- sóknar fyrra morðsins en sloppið. Þegar hér er komið sögu er Tucker lögga sannfærður um að hinn skyggni hafi notað pilt- inn til að fremja morðin undir dáleiðsluáhrifum. Stráksi segir ekkert og hinn skyggni ekki heldur. Þannig lýkur myndinni. Nánast út í loftið. Áhorfandan- Joel Grey í hlutverki Franklins vyills, hins skyggna, í Man On A Swing sem Háskólabíó sýnir. Kvik myndir £ ÖMAR VSkf VALDIMARSSO*4^^ um er ætlað að skilja að hinn skyggni hafi fengið strákl- inginn til að fremja tvö morð undir dáleiðsluáhrifum og síðan leitað með „hæfileika“ sina til lögreglunnar I þeirri von að komast i blöðin og verða ríkur á öllu saman. Á því er sá hængur að Tucker lögga hefur við rann- sðkn málanna ekki sýnt þá snilli að manni detti I hug að taka hann sérstaklega trúan- legan. Niðurstaðan verður þvl sú, að þrátt fyrir ágæta spennu og dável gerða mynd að öllu leyti fram undir hið síðasta, þá fer maður út með það á tilfinning- unni, að Maðurinn bak við morðin sé einskonar „coitus interruptus." ó.vald. ^ Verzlun Verzlun Verzlun J BUCHTAL keramik flisar. „ÚTI & INNI“ Á GÓLF OG VEGGI. Komið og skoðið eitt mesta flísaúrval landsins. JL-húsið Bvggingavörukjördeild Sími 10600. MOTOROLA Alternatorar i bila og báta, (»/12/24/22 volla. I'lalinulausar Iransislorkveikjur i flesta bíla. HAUKUR & ÓLAFUR HF. Anpúia .12. sími 27700. R0K0K0ST0LAR margar gerðir Getum nú boðið upp á meira úrval af rokoko- stólum en nokkru sinni fyrr. Góðir greiðsluskilmálar — sendum um allt land. Síminn er 16541. J3Jýjax . Sólsturgorðin W LAUGAVEGI 134w REYKJAVIK I Páskakertin eftirsóttu Fermingar-, skírnar-, brúðar-, afmælis- og veizlukerti. 47 cm há. Tekið á móti pöntun- um í síma 16106 milli kl. 12 og 14 flesta daga. Geymið auglýsinguna. Framleiðum nýhúsgögn, klæðum gömul Áklæði ímiklu úrvali. Bólstrarinn Hverfisgötu 76. Sími 15102. Rafgeymarnir fást hjá okkur, einnig ykemiskt hreinsad rafgeymavatn til áfyllíngar á rafgeyma. Smyrillhf. Armúla 7, sími 84450.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.