Dagblaðið - 26.09.1977, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 26. SEPTEMBER 1977.
7
Eftir öll þorskastríðin segja Bretar nú:
„Vissum ekki hvað við gerðum”
„Þetta sýnir, að nú viður-
kenna þeir, að þeir hafi ekki
vitað, hvað þeir gerðu, þegar
þeir lögðu út í þorskastríðin og
inngöngu í Efnahagsbandalag-
ið,“ sagði Pétur Guðjónsson,
formaður Félags áhugamanna
um sjávarútvegsmál. Pétur
sýndi DB áróðursplagg frá
helztu samtökum í brezkum
sjávarútvegi, þar sem krafizt er
50 mílna einkalögsögu fyrir
Bretland og jafnframt viður-
kennt, að brezkur sjávarútveg-
ur hafi ekki vitað, hvert stefnt
hafi í landhelgismálum.
Plaggið ber yfirskriftina:
„Björgum brezka fiskinum.“
Sagt er, að Bretar kunni að
verða neyddir til að afhenda
Efnahagsbandalaginu eitt mik-
ilvægasta forðabúr sitt, hluta af
brezkum arfi og það án endur-
gjalds.
Margir Bretar viti enn ekki,
hvað verið sé að gefa, en fiski-
mennirnir hafi áttað sig á því.
Ef það gerist, muni hafið við
strendurnar tæmast af fiski á
fáum árum. Hætt sé við, að
nokkrum mikilvægustu fiski-
tegundunum verði eytt á nokkr-
um mánuðum.
Minna framboð ó fiski
Nú þegar sjáist afleiðingarn-
ar í minna framboði á fiski i
Bretlandi. Fiskverðið hækkar.
Skipum er lagt og þau rifin.
Atvinnuleysi fari vaxandi, og
hrun blasi við í mörgum fiski-
bæjum.
Þó sé nógur fiskur innan 100
milna marka, ef hann verði
varðveittur. 20 þúsund Bretar, í
hópu færustu fiskimanna
heims, og 100 þúsund land-
verkamenn séu reiðubúnir að
færa almenningi fisk í soðið.
Því vilji Bretar 50 milna einka-
lögsögu fyrir sig.
En staðan sé sú, að Bretar
reyni að fá 40 prósent af afla úr
lögsögu annarra EBE-ríkja í
skiptum fyrir 60 prósent aflans,
sem EBE fái hjá Bretum. A
meðan hafi annað hvert riki í
heiminum 200 mílna lögsögu.
Orsökin fyrir þessum vanda
Breta sé, að þeir hafi ekki vitað.
hvað þeir gerðu. -HH.
Aðalfundur Rauða
kross íslands
um helgina:
Ólafur Mixa kjörinn formaður
Ölafur Mixa læknir var í gær-
dag kjörinn formaður Rauða
kross Islands á aðalfundi félags-
ins sem hófst á föstudagskvöld og
lauk í gær. Björn Tryggvason sem
gegnt hefur formannsstörfum
undanfarin sex ár gaf ekki kost á
sér í formannssætið.
Heildarvelta Rauða krossins á
síðasta ári nam rúmlega 98 millj-
ónum króna og gjöld umfram
tekjur námu tæpum 5,8 milljón-
um. Stærsti tekjuliðurinn er frá
söfnunarkössunum, 62,8 milljón-
ir. Næst koma daggjöld til sjúkra-
hótelsins rúmar 17 milljónir. Hins
vegar var tap á rekstri sjúkrahót-
elsins sem nam rösklega 6 millj-
ónum.
Hreinar tekjur af rekstri söfn-
unarkassanna að kostnaði frá-
dregnum voru 35.596.299 krónur
og skiptast þær þannig að RKl
fær helming teknanna en 25%
fara til deilda og 25% fara til
sérverkefna deilda.
Á aðalfundinum voru flutt
mörg framsöguerindi um félags-
mál og urðu fjörlegar umræður á
fundinum. Fundinn sóttu nær 100
fulltrúar hvaðanæva af landinu
en í Rauða krossinum eru nú 38
deildir með 8.878 félaga.
Fyrir utan formanninn sem
kjörinn var Ölafur Mixa, eins og
fyrr sagði, eru eftir farandi í
stjórn:
I aðalstjórn: Jónas B. Jónsson,
Kjartan Jóhannsson, Njáll Guð-
mundsson, Ragnheiður Jónsdótt-
ir, Björn Friðfinnsson, Benedikt
Blöndal, Björn Tryggvason og
Sigurður H. Guðmundsson.
I varastjórn: Alda Jónsdóttir,
Guðrún Holt, Sigurjón Jóhannes-
son, Þórir Stephensen, Sigurþór
Halldórsson, Friðrik Guðni Þór-
leifsson, Anton Angantýsson og
Guðjón Petersen.
Hlaut œðsta heiðursmerki
hjúkrunarfólks
I hófi sem heilbrigðisráðuneyt-
ið hélt í Ráðherrabústaðnum fyrir
þátttakendur á aðalfundinum var
Bjarney Samúelsdóttir sæmd
Nýkjörinn formaður Rauða kross tslands, Ólafur Mixa læknir.
Mynd RKÍ.
Björn Tryggvason fráfarandi formaður RKÍ afhendir Bjarneyjii Sam-
úelsdóliur heiðursmerki Florenee Nighlingale.
æðsta heiðursmerki hjúkrunar-
fólks í heiminum, heiðursmerki
Florence Nightingale. Heiðurs-
merki þetta er veitt annað hvert
ár og hefur tvívegis áður faliið
íslenzkum hjúkrunarkonum í
skaut, þeim Sigríði Eiríksdóttur
og Sigriði Bachmann. Afhenti
Björn Tryggvason Bjarneyju
heiðursmerkið fyrir hönd Alþjóða
rauða krossins.
Bjarney Samúelsdóttir er fædd
11. febrúar 1893 að Naustum við
Skutulsfjörð. Hún lauk hjúkrun-
arnámi í Kaupmannahöfn árið
1919 og var við framhaldsnám í
Bretlandi 1928. Hún hóf þegar að
stunda hjúkrunarstörf i Reykja-
vík 1919 og hefur stundað þau allt
fram á þennan dag þó hún hafi
opinberlega látið af störfum 1964.
Þekkja margir hana frá því að
hafa mætt henni á hjólinu sínu
vítt um bæinn. .jh.
Ég er til í allt . . .
búin 1340 watta afli og
r 12 lítra rykpoka. 1
v (MadeinUSA) 1
STERKASTA RYKSUGA
í HEIMI
HOOVER S-3001
Hoover S~-3001 er á margan hátt lang sterkasta heimilisryksuga
sem þekkist. Af 1340 watta afli hreinsar hún öll þín tepþi af hvers
kyns óhreinindum. Breyta má um sogstyrk eftir því hvað hentar.
Þér til mikils vinnuhagrœðis er rofinn íhandjánginu, undir þumal-
fingrinum. Að hreinsa kverkar er aldeilis aUðvelt, stillanlegt sog-
stykki sérfyrir því. Stór hjól og hringlaga lögun geraHoover S-3001
einkar lipra í snúningum, hún rispar ekki húsgögnin þín.
Til þæginda er sjálfvirkt inndrag á aðtauginni. Hoover S-3001 ber
sjálf öll hjálparteeki, svo núgeturþú loksins haftfullt gagn af þeim.
Og ekki síst, 12 lítra rykpoki sem enst getur þér í marga mánuði án
tcemingar.
Hringlaga lögunin gefur
hinum risastóra 12 lítra
rykpoka nœgjanlegt rými.
HOOVER
er heimilishjálp.
FÁLKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670
/jtekking
feynsla
Þjonus
SENDUM
BÆKLINGA
$i|
!f
■
mm
B
Wm
■ ,
H
Dlt-mynri lljnrnlHftir.