Dagblaðið - 26.09.1977, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 26.09.1977, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1977. Ánægjulegir endurfundir: Dóttirin hélt að faðirinn væri dáinn — faðirinn vissi ekki um tilvist dótturinnar Undanfarið hafa sænsku blöðin skrifað heilmikið um Önnu-Fridu, sem er önnur af stúlkunum í hinum fræga söng- flokki ABBA og nýfundinn föður hennar. Anna-Frida er búin að „leita“ að pabba sínum í þrjátíu og tvö ár eða frá fæð- ingu árið 1945. Hann reyndist vera vestur-þýzkur bakari. Alfred Haase frá Karlsruhe, og varð mikill fagnaðarfundur er þau hittust í Stokkhólmi I fyrri viku. Þjóðverjastúlkur litnar hornauga Forsaga þessa máls er á þann veg að móðir Önnu-Fridu bjó í Balangen skammt fyrir utan Narvik í Norður-Noregi í júní 1944. Dag einn hitti hún Alfred Haase sem var liðsforingi í þýzka hernámsliðinu. Móðirin, sem hét Synni Lyngstad, lét það ekki á sig fá þótt landar hennar litu niður á þær stúlkur sem eyddu meiri tíma en nauðsyn- legt þótti með Þjóðverjunum. Stúlkur þessar voru kallaðar Þjóðverja-stúlkur og áttu þær erfitt uppdráttar. í hvert skipti sem Alfred átti frídag tók hann hjólið sitt og fór í heimsókn til Synni. Þau hittust allt sumarið og fram til 15. febrúar að Alfred var flutt- ur með hernámsliðinu til Dan- merkur. Hann varð að segja skilið við Synni — og hann fékk aldrei að vita að 15. nóvember fæddist þeim dóttir. Skrifaði henni Albert sagði i viðtali við sænskt blað, eftir komuna til Sviþjóðar, að hann hefði fluttist búferlum til móður' sinnar i Sviþjóð strax eftir að hún skildi við Alfred í siðasta sinn þennan kalda febrúardag. Anna-Frida bjó með mömmu sinni og ömmu i Svíþjóð og hafði ekki hugmynd um tilvist þessa þýzka föður síns. Vissi aldrei mikið Þegar Anna-Frida var tveggja ára gömul dó móðir hennar og var hún síðan alin upp hjá ömmu sinni. Amma hennar sagði henni allt sem hún vissi, en það var ekki mjög mikið. Þær fluttu oft búferlum. Amman var saumakona og þær ferðuðust á milli staða þar sem hún gat fengið einhverja vinnu. Þegar Anna-Frida var á hljómleikaferðalagi í Póllandi í fyrra sagði hún í viðtali við blað eitt að faðir hennar hefði verið þýzkur og hefði hann ætlað að koma aftur og kvænast móður sinni að stríðinu loknu. Hann hefði aldrei komið til baka. „Skyldi hann enn vera á lífi?“ sagði hún. Það var þýzka vikublaðið Bravó sem tók sér fyrir hendur að hafa uppi á föður önnu- Fridu. I blaðinu var greint frá ABBA-flokknum og því að Anna-Frida ætti þýzkan föður sem héti Alfred Haase. Sjálfur sá hann ekki greinina í Bravo en ættingjar hans bentu honum á hana. Alfred hafði ekki hug- mynd um að hann hefði eignazt barn með hinni norsku vinkonu sinni, — og því síður að dóttir hans væri í einum frægasta söngflokki heims. Hann gaf sig fram við ritstjórn Bravo, sem umsvifalaust gekkst fyrir Feðginin gengu saman i haustrigningunni og höfðu um margt að spjalla. féllust í faðma en seinna sagðist hún muna frekar litið af þvi sem hann hefði sagt. Henni var svo mikið niðri fyrir. En hann hefði haft orð á því hve stórkostlegt það væri að þau hittust eftir allan þennan tima. Alfred bjó heima hjá önnu og Benny I nokkra daga og þau fengu tækifæri til þess að kynn- ast. Anna komst að raun um að hún átti tvö uppkomin hálfsyst- kini, þrjátíu ára gamlan bróður, Pétur, og þrjátíu og fjögurra ára gamla systur, Karen. Faðir hennar kvæntist árið 1940. Hann trúði henni fyrir því að hann hefði verið mjög tauga- óstyrkur áður en af endurfund- unum varð, allt frá þvi hann frétti um tilvist dóttur sinnar. Aður en Alfred hélt aftur til Þýzkalands ákváðu þau feðgin- in að i framtiðinni skyldu þau skrifast á til þess að reyna að kynnast hvort öðru. Einnig hafa þau ákveðið að i framtið- inni skuli þau hittast og að f jöl- skyldur þeirra fái tækifæri til þess að kynnast. Svona geta ævintýrin gerzt — Anna-Frida er mjög ham- ingjusöm yfir því að hafa nú hitt föður sinn, sem hún hélt að hefði dáið i striðinu. Hann er einnig mjög hamingjusamur yfir að hafa fundið þessa dóttur sina, sem hann hafði ekki einu sinni hugmynd um að væri til. Þýtt og endursagt A.Bj. Sjáið þið hvað við erum lík, sagði Anna-Frida við blaðamennina. skrifað Synni mörg bréf frá Kaupmannahöfn, en hanh hefði aldrei fengið neitt svar. Einnig segist hann hafa skrifað henni eftir að striðinu lauk og hann var aftur kominn til Þýzkalands, en bréf hans hefðu aldrei komizt til skila. En Haase hafði ekki hug- mynd um að Synni Lyngstad endurfundum heima i Sviþjóð. Anna-Frida treysti sér ekki til þess að taka á móti föður sfnum á flugvellinum. Það gerði aftur á móti eiginmaður hennar, Benny Anderson, og móðursystir hennar, Olive Lunde. Anna-Frida tók á móti honum heima fyrir og þau Alfred Haase varð furöu lostinn þegar hann frétti af þvi að hann ætti dóttur í Svfþjóð — og hvílika dóttur! Eina af stjörnunum í heimsfrægum söngflokki, ABBA!

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.