Dagblaðið - 26.09.1977, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 26.09.1977, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1977. Reisn við Gullfoss Kjallarinn Undanfarið hefur töluvert verið rætt um að bæta aðstöð- una við Gullfoss. Það mætti segja að kominn væri tími til en lítil reisn hefur verið við foss- inn síðan veitingasölu var lokað, sem stðð á fossbrún. Eflaust eiga margir góðar minningar þaðan, enda höfðinglegar veitingar ávallt þar á boðstólum. En nú undanfarin ár hefur Gullfoss orðið að athlægi í aug- um þjóðarinnar og eru salernin sem þar eru orðin einkennis- merki hans. Þessi salerni eru öðru hverju í fréttunum, annað hvort vantar pappír, þau eru læst, vatnslaus eða eitthvað álíka áhugavert. Semsagt aðstaðan þar er til skammar og mættum við gera betur. Gull- foss er svo nátengdur sögu og menningu landsins að full nauðsyn er á að taka föstum tökum að fegra umhverfi hans og byggja verðugt hús á staðn- um. Mín hugmynd er að reisa þriggja hæða hótel með veit- ingastað og sundlaug. Nei, nei ekki hótel segið þið. Jú, jú hótel segi ég. Þetta hótel verður ekki byggt í hinum hefðbundna smekk- leysisstíl, heldur gjörsamlega falið inni í hamrinum, við inn- keyrsluna til fossins. í kringum gluggana verður raðað grjóti til að skyggja á tilveru þeirra, gler verður litað og siðan verður hamrinum að nokkru leyti raðað saman á ný utan á húsið, þannig að það eina sýnilega um þetta stórkostlega mann- virki verður inngangurinn á þriðju hæð. Sjá teikningar. Getur svona hótel borgað sig? Fríðrik Á. Brekkan Já, það getur borgað sig. Allir ferðamenn sem kæmu að foss- inum yrðueinfaldlegaað ganga i bæinn og kaupa veitingar, eða að skipulagðar hópferðir eru seldar með veitingar innifaldar 1 verðinu. Grimm sala yrði á minjagripum inni. Ferðamenn elska að kaupa glingur, það þekkjum við sjálf úr Spánar- ferðum okkar. Hver hefur ekki komið heim með uppstoppað taunaut eða plastpíanó með mynd af Chopin frá Mallorca. Reksturinn yrði fjárhagslega nokkurn veginn tryggður, þvi geysilegur fjöldi ferðamanna myndi vilja gista við Gullfoss og með bættum vegi myndu sunnudagsbilstjórarnir af höfuðborgarsvæðinu sækja þangað og eyða peningum. Mín hugmynd, gjörið svo vel. Friðrik Ásmundsson-Brekkan. Rissmynd af hamrinum eins og hann liti út eftir að hótelinu væri komið fyrir i honum: Góðir útsýnisgluggar á „efstu hæð“ og minni á hótelherbergjum á neðri hæðum. Ailir sem að fossinum færu yrðu að ganga niður í gegnum húsbygginguna í hamrinum en frá því og að fossinum yrðu góðir gangstígar. Ofanjarðar er aðeins álkúla sem hýsir innganginn niður í bygginguna. T/L/OERLt/kSAFJAUA B/IASTÆÞ! / 'NOffl- s+/A/---5 TOZ.FUK £40t>AX.'A 40/tey/ZSW OCy /iÍLGPlAH s/ue/e/st fj/\kíæot oe*//or<u> SBFt veKKF/eM&e*Fis/.4 urp/ 4 F///M/Í/KHJM, srEypr/e oö/s&os r/oae. /v/oue AÞ OO MÖ-OF/í/\M FOSS//SOM SV/)MFi/?//S/V SP&E/J6/ÞU/Z /SO/ZT- - MÓ'£//J/MOC/AS œ* /VOTU& SEM OPPPV/.L///C* Ofy r/L i/E6/&s/o/z£vr//s&A. INUOA/JC’UfZ n V£/T/JJGfiZ N SOWQUD HSZOEKO,/ //eeoE/z&i 6>UFUOF}£> SU/JDIAUG (j C/W06/1JZ \ FOSi 6WPU/9 /SU4PE4///& ^ GO//&OST(6»U(£ AOPOSS/UOM /MNúAHGtje 'A M/ZPHÆO j/fi. 2 pVEFSk'CJFÞ- UJZfiFHOTFl k/úPA f GULLFCSS 1 LJ—I -1 t/ Rissmynd af núverandi aðstöðu við Gullfoss. Örin visar á hamarinn sem höfundur hugsar sér að sprengdur verði til að koma hótelinu fyrir. '&C’/-/*/i<ICr irr OLe/z. MÆl * ST'íf-HOR.O HPAUUAO VF/PQCXZb Þverskurður af allri hugmyndinni sem ekki þarf frekari skýr- ingar. Læríð að fíjúga Bóklegt námskeið fyrir einkaflugmenn hefst í Miðbæjar- skólanum, st. 13, þriðjudaginn 4. okt. kl. 8.30. Kennt verður: Siglingafræði — Veðurfræði. Flugeðlisfræði — Flugreglur. Hjálp í viðlögum — Ágrip af fiugrétti. Þeir sem hafa hug á að taka þátt í þessu námskciði geta fengið aliar uppl. i sima 28122. gamla fiugturninum Reykjavikiirllugvelli Simi 28122. //Í/GM//F X I * SOLUR ZFSTrt H/Eí> M hTTry lib. Rissmynd af grunnfleti efstu hæðar. Til vinstri inngangurinn, eldhús og bar. Salur á palli rúmar ráðstefnuborð og minni veitingaborð. A lægri palli eru setsófar sem snúa að gluggum út að fossinum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.