Dagblaðið - 26.09.1977, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 26.09.1977, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 26. SEPTEMBER 1977. Aölensa á fökkunni Líklega hefur þjóðfélagsum- ræða aldrei verið meiri manna á meðal en nú. Síðustu ðrin hafa þeir hlutir gerst að tök stjðrnvalda á málum þegnanna hafa losnað og hin margnefnda þjóðarskúta hefur lensað á fokkunni einni langtimum sam- an. En það hefur einnig gerst á undanförnum árum að fólk hefur byrja.ð að hugsa, oft á tíðum ekki opinberlega, heldur með sjálfu sér. Þessi hugsun hefur ekki kviknað vegna rök- rænna orsaka, heldur hefur þróunin og utanaðkomandi atburðir knúið fólkið til hugs- unar og ekki gefið þvi nein grið. Að lifa í þjóðfélaginu eins og það er núna er eins og að ganga á bersvæði i stórhrið. Milli bylj- anna ganga menn álútir en í hryðjunum verður að grlpa fyrir andlitið til þess að ná and- anum. Tvær síðustu ríkisstjórnir hafa nokkra sérstöðu i stjórn- um landsmála eftir striðið. Vinstri stjórnin síðasta fór vel af stað. Margir bundu vonir við að hún myndi sníða ein- hverja agnúa af frumskógar- þjóðfélaginu. Hún byrjaði raunar á því að færa til veru- lega fjármuni i þjóðfélaginu til þeirra sem verst voru settir. Aldraðir fengu oni sig í fyrsta skipti 1 langan tima og ýmsar Iagfæringar voru gerðar á tryggingakerfinu. Vinstri stjórnin gerði lika þá hluti i atvinnumálum að atvinnuleysi og vondur hagur fólksins úti á landsbyggðinni hvarf eins og dögg fyrir sólu. Þetta eru stað- reyndir sem margir sem búa innan Hringbrautar hafa annað hvort aldrei vitað um eða eru búnir að gleyma. En þegar hér var komið, eða raunar löngu fyrr, fór að hlaupa galsi i stjórnarráðið. Raunar ágerðist þá hröðum skrefum sá sjúkdómur sem löngum hefur herjað á stjórn- málamenn og farið hefur stöð- ugt vaxandi á siðustu árum. Þessi sjúkdómur ber nafnið „pólitískt hugleysi". Nú fór sú stefna að fá algjör- 'an forgang að algert frelsi ætti að rikja. Nú fengu nærri því allir nærri því allt sem þeir vildu. Þetta hefði orðið stutt veisla, ef ekki hefði komið til að afurðaverð hækkaði mjög á þessum tima. Og það var öllu eytt sem aflaðist, sem var mikið. En þar við var ekki látið sitja. A þessum tima var einnig lagður kjölur að þeirri galeiðu sem afkomendur okkar munu fá að róa næstu áratugina á skuldafeni þjóðarinnar innan- lands og utan. Þegar leið að lokum þessa stjórnartimabils rikti þvilík gróska í þjóðlífinu að aldrei hafði annað eins þekkst. Ef farið var i ökuferð um Reykja- víkursvæðið blasti þessi gróska hvarvetna við. Stórir hlaðar af mótatimbri grotnuðu niður i kringum hálfkláraðar bygg- ingar, sem að stórum hluta voru verslunar- og þjónustubygg- ingar. Á yfirspenntum vinnu- markaði fékkst ekki fólk til að Ijúka við neitt, jafnvel þó að miklar aukagreiðslur væru í boði. Allar vörugeymslur voru fullar og ekki aðeins þunga- vörur heldur einnig heimilis- tæki lágu óvarin á hafnarsvæð- inu. Á stórum svæðum voru bílabreiður eins og munstur i landslaginu og salt Atlantshafs- ins hjálpaði ryðinu að eta upp þessi farartæki. A þessum tima fækkaði viðskiptaauglýsingum i fjölmiðlum um helming vegna þess að allt seldist. Markaður fyrir rafmagnstæki mettaðist og farið var að panta sérhönnuð og afbrigðileg áhöld til að út- vikka markaðinn. Innréttingar alls konar voru fluttar inn i landið og módeleldhús, pöntuð frá Þýzkalandi, ollu innfædd- um þar slikri undrun að þeir sendu fulltrúa sina til að lita á neytendurna. Þetta ástand kallaði þáver- andi fjármálaráðherra á sinn hógværa hátt „dálitla athafna- gleði“. Æfintýrið sem byrjaði vel endaði sem sagt heldur illa og var þá komið að næsta aðila að taka við keflinu i efnahagsboð-, hlaupinu. Nú tók við stýrinu mjög sterk I ríkisstjórn með yfirgnæfandi meirihluta alþingis á bak við | sig. Og fólkið í landinu, sem orðið I var örþreytt á ofátinu, lagðist á meltuna og beið. Sumir eru raunar hættir að biða en aðrir bíða ennþá. Eitthvað hljóta þeir að fara að gera, segja menn. Það hlýtur að fara að gerast eitthvað. Þetta getur ekki gengið svona lengur. En það hefur ekki mikið gerst. Sjúk- dómurinn voðalegi hefur slegið sér niður hjá valdhöfunum og í viðbót við pólitiska hugleysið herja alvarlegir fylgikvillar. Þau örlög virðast liggja á nú- verandi stjórnarflokkum að þegar þeir eru að stjórna saman þá leysast úr læðingi alverstu eiginleikar þeirra. Þeir hafa hinsvegar sýnt það báðir, að séu þeir að stjórna með ein- hverjum öðrum hefur verið umræðugrundvöllur og besta dæmið um það var nýsköpunar- stjórnin, sem ef til vill var sið- asta rikisstjórn sem sýndi veru- legt pólitískt hugrekki enda naut þjóðin þess um áratugi. En núverandi rikisstjórn er alveg dæmalaus. Það skulda- fen, sem áður er um getið, er orðið að Nóaflóði. Samt er mér vitandi ekki hægt að finna þess neitt dæmi að stjórnvöld hafi á ferli sinum nokkurn tima flutt fjármuni í þjóðfélaginu til þeirra sem verst eru settir. Hinsvegar eru mýmörg dæmi um það að öfugt hafi verið farið að og oft á lágkúrulegastan hátt. Gamalmenni verða nú aftur að borga lyf sin og lög frá alþingi um að þessi þjóðfélags- hópur fái frian síma hafa ekki fengist framkvæmd. Þetta eru dæmi um fimmeyringa sem verið er að spara meðan millj- örðum er sóað. Stærra og verra er þó að þetta fólk, sem virðist vera eini þjóðfélagshópurinn sem ekki reynir eða getur borið hönd fyrir höfuð sér, er hund- elt á flestum sviðum. Sparifé þessa fólks i bönkunum er með neikvæðum vöxtum, þannig að meðan Pétur og Páll fá þessa peniriga til að fjárfesta og verð- Kjallarinn Hrafn Sæmundsson tryggja sína peninga, verður þetta fólk að borga verulegan hluta af sinum peningum til að fá að hafa þá i bönkunum, þó á hæstu vöxtum sé. Eftir þessa eignaupptöku er þetta fólk hundelt af skattalögreglunni ef það getur haft oni sig fram yfir skömmtuð lágmarks þurftar- laun sem ekki er hægt að lifa af mannsæmandi lifi. Á meðan fá þeir sem taka peninga þessa fólks að láni fyrir nærri því ekki neitt til að verðtryggja sina peninga, sérstök verðlaun hjá skattinum með þvi að fá að draga vextina frá tekjum sin- um. Þessi dæmi eru aðeins sýnis- horn af því siðleysi sem ríkir hjá þeim sem skera kökuna. Eftir þá gagnrýni sem hér hefur verið höfð uppi á tvær síðustu rikisstjórnir mætti teljast eðlilegt að bent væri á einhverjar aðrar leiðir. Það er nú ekki meiningin með þessum orðum. Flestum hugsandi mönnum er samt orðið það ljóst að til- færsla fjármuna getur ekki lengur farið fram á þann hefð- bundna hátt sem verið hefur frá stríðslokum. Raunverulegar kjarabætur fást ekki lengur með þvi að verkalýðshreyfingin knýi at- vinnurekendur til þess að hækka kaupið og verðtryggja það. Orsökin fyrir því að þetta er ekki lengur hægt er sú að undir núverandi rekstrarformi þjóðfélagsins liggja ekki þeir fjármunir á lausu sem flytja á milli aðila. Sá möguleiki sem oft hefur bjargað þessum málum á undanförnum árum, að verð afurða hækki eða meira fiskist, er ekki lengur fyrir hendi. Suður í Evrópu hafa ýmsir komið auga á þessar stað- reyndir. Þessir aðilar hafa einnig komið auga á þá staðreynd, að þegar eitt þjóð- félag hefur rotnað nógu lengi, þá er enn sú hætta fyrir hendi að hálffasisk öfl nái völdum. Eftir stríðið trúðu menn því að slíkt ástand myndi aldrei skapast. Nú er sú vissa ekki lengur fyrir hendi. Hér á landi hefur á allra siðustu árum skapast það ástand að hnefarétturinn hefur stöðugt vegið meira og lögjöf um efnahagsmál hefur orðið eins og gatasigti. Það er að verða eðlilegt ástand fólksins að segja sem svo: Allir stela — og ég stel líka.. Það er ekki fyrirsjáanlegt að neinir flokkar fái þá stöðu á alþingi, að hægt væri að breyta neinu sem næmi vegna þess pólitiska sjúkdóms sem áður er nefndur — hins pólitiska hug- leysis. En skútan flýtur ekki öllu lengur. Það er þess vegna einn kostur að sterkir aðilar geri saman tilraun. Til þess að það tækist þurfa margir að rifa seglin. En það ráð hefur bjargað margri fleytunni gegn- um aldirnar. Hrafn Sæmundsson prentari. 220/12 volta spennubreytir fyrir ferðatæki — segul- bönd — talstöðvar og hvaðeina annað, ávallt fyrirliggjandi. Heildsala — smásala. BENCO Bolholti 4. S. 91-21945. Allir sem búa ífjölbýlishúsum kannast Vandinn er leystur með sjálfvirkri sorptunnufærslu! STÁLTÆKI sf. - Sími27510 Prmlsterkir stá lof na r Framleiðum samkvæmt íslenskri hönnun, nýja tegund stálofna sem eru sérstaklega ætlaðir til að þola og nýta hitaveituvatn sem best. Ofnar þessir henta einnig mjög vel við önnur kerfi. Peireru: ★ Framleiddir úr þykkara og sterkara efni en aðrir ofnar hérlendis. ★ Fyrirferðalitlir, falla vel I umhverfið. Þykkt frá 15 mm. Einfaldir, tvöfaldir, þrefaldir eða fjórfaldir, eftir aðstæðum, til bestu hitanýtnifyrir hvern og einn. ★ Lágt verð, leitið tilboða. Stuttur afgreiðslufrestur. STffLOFNfiRHF. MYRARGÖTU 28, SÍMI 28140

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.