Dagblaðið - 17.10.1977, Qupperneq 21
DAC.BLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 17. OKTÖBKR 1977.
21
Jean Marsh:
RÓSA
Jean í Ernlnum. Þar lelkur hún þýzkan njósnara og ferst það vel
úr hendi.
Eins og Jean er f rauninni,
frjálsleg og eðlileg stúlka.
hún fólki mjög a óvart. Það
bjóst við að hún væri nokkurs
konar nútímaútgáfa af Rósu
vinnustúlku í Húsbændum og
hjúum. En Jean reyndist vera
algjör andstæða þess. Hún seg-
ist sjaif vera ósköp frjálsleg
stúlka sem til dæmis gengur
aldrei 1 brjóstahöldurum eða
öðrum undirfötum. Hún
drekki, reyki og fari út með allt
að þremur karlmönnum í einu,
reyndar öllum samstarfsmönn-
um sínum við kvikmyndir.
„Ég akvað þegar ég hafði
lokið við að leika í Húsbændum
og hjúum að nú skyldi ég taka
upp algerlega nýtt líf,“ segir
hún. „Og það gerði ég. Þegar ég
kom til Bandaríkjanna naut ég
þess að klæða mig i skrýtin föt
og fara mikið út að skemmta
mér. Ég var eins og unglingur.
Það er eitthvað við New York
sem gerir fólk miklu glaðara en
London gerir. Mér líður eins og
kengúru í New York, ég hoppa
og stekk í gleði minni."
Jean hefur verið gift en
skildi við mann sinn fyrir
nokkrum arum. Hún viður-
kennir að hún geti vel hugsað
sér að giftast aftur en þar sem
hún geti ekki eignazt börn séu
líkurnar ekki miklar. Annir
hennar við leikinn dragi líka úr
henni kjarkinn með það því
hún segir það sína skoðun að
konur verði alltaf að einhverju
leyti að laga sig að starfi manna
sinna. Það þýði ekki að bjóða
hvaða karlmanni sem er upp a
það að hanga aftan I konum,
sem ferðast um allar trissur.
Helzt væru það rithöfundar,
sem sættu slíkum afarkostum.
-DS-þýddi.
Eins og við þekkjum hana úr
Húsbændum og hjúum.
„Michael Caine sagði eitt
sinn við mig fyrir löngu: í
Englandi eru aðeins tvær
stúlkur sem gætu orðið
stjörnur. Julie Cristie og þú.“
Það var Jean Marsh sem sagði
þessi orð í blaðaviðtali sem
tekið var við hana í tilefni af
leik hennar í myndinni Örninn
er setztur sem verið er að sýna í
Hafnarbíói. Þar lék Jean a móti
Michael Caine.
En aðallega er Jean þekkt
hér a landi fyrir leik sinn í
þattunum Húsbændur og hjú.
Þeir þættir eru brezkir en
stjarna Jean skín enn skærar í
Bandaríkjunum en nokkru
sinni í Bretlandi.
Fyrir leik sinn í Erninum
varð Jean eins fræg og Caine
hafði spað. Það var fyrsta stóra
hlutverkið hennar í kvikmynd.
Þar lék hún þýzkan njósnara,
Starling.
En Jean lætur ekki við svo
búið standa. Hún tekur nú á
móti fólki í sjónvarpssal líkt og
Dick Cavett og fleiri. I fyrsta
sinn sem hún gerði það kom
ÖÐRUVÍSIEN