Dagblaðið - 02.11.1977, Síða 6

Dagblaðið - 02.11.1977, Síða 6
Amfetamín bann- að íWisconsin Bann við notkun amfetamíns gekk í gildi í gær í ríkinu Wis- consin í Bandarikiunum. Örvunarlyf þetta, sem stundum hefur vaidið neyzluávana er töluvert notað' við harkalegar megrunar- aðgerðir fólks en Wisconsinríki er fyrsta ríki Bandaríkjanna, sem ákveður bann við lyfinu. Lyfjayfirvöld í ríkinu hafa ákveðið áð eingöngu megi selja eða vísa á lyfið í tilfellum eins og svefnsýki á háu stigi, ofsa- kæti og miklu þunglyndi. Einn stjórnarmanna segir að þeir hafi komizt að raun um að lyfið gagni ekki við meðferð offitusjúklinga. Það sé mjög vanabindandi og auk þess gróf- lega misnotað. Amfetamín- getur valdið óbætanlegum skaða á líkamsstarfseminni, breytt persónuleika fólks og valdið beinum geðtruflunum. Stjórnin hefði haft miklar áhyggjur af misnotkun lyfsins sem þekkt væri meðal viss hóps undir nafninu „speed“. Full vissa væri fyrir því að það væri meðal annars misnotað mjög af ungu fólki, sem væri á höttun- um eftir óeðlilegri örvun. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1977. SONUR HITLERS: Lifandi eftirmynd Erlendar fréttir h________d Werner Maser, þýzki doktorinn sem fullyrðir að hann hafi fundið launson Hitl- ers, fyrrum þjóðarleiðtoga Þýzkalands, segir hann bera mjög mikinn svip af föður sin- um heitnum. Doktorinn segist geta sannað það að Jean Loret, sem hann segir franskan ríkisborgara, sé sonur nasistaleiðtogans og franskrar konu. Maser vildi ekki upplýsa nafn barnsmóðurinnar. Hann sagði fréttamönnum í gær að Jean Loret, sem er fimmtíu og níu ára gamall og á níu börn, sé lifandi eftirmynd föður sins þegar hann beri ekki gleraugun sem hann gerir undir venjulegum kringum- stæðum. Aftur á móti skarti sonurinn ekki hinu fræga yfirskeggi eins og faðir hans gerði. Að sögn doktors Maser hitt- ust Hitler og hin ónefnda kona í sveitaþorpi í Norður- Frakklandi í apríl árið 1916, þegar fyrri heimsstyrjöldin stóð sem hæst. Hafi ávöxtur kynna þeirra orðið sonur sem konunni hafi fæðzt í marzmánuði árið 1918. REUTER Sprengdu Benzinn BIADW frfálst, úháð dagblað Alltaf eykst hróður Soffíu Loren og nýlega hlotnaðist henni titillinn Bezti kven- leikari ársins, sem banda- rískir kvikmyndahúsaeig- endur kusu. A myndinni sést Soffía með verðlaunagripinn, Annars berast alltaf sögur af Soffiu Loren sem virðist verða sífellt vinsælli leikkona, með árun- um. Fyrir nokkrum dögum sást hún í fylgd með ungum og mvndarleguin manni í New York. Málið skýrðist þó fljót- lega, þar var á ferð stjúpsonur hennar, sonur Carlo Ponti kvikmyndaframleiðanda af fyrra hjónabandi. Bensínsprengjum var varpað að sýningargluggum Mercedes Benz bifreiðaverk- smiðjanna í Mílanó á ítaliu í gær. Talið er að þar hafi verið að verki öfgasinnaðir vinstrimenn, sem með þessu hafi verið að mótmæla meintum morðum á félögun- um þrem úr Baader Meinhof samtökunum, sem yfirvöld f V-Þýzkalandi segja að hafi framið sjálfsmorð. Rúður brotnuðu og smá- eldur kviknaði í sýningarsöl- um en fljótt tókst að slökkva. Nfunda kjama sprengjan Bandaríkjamenn sprengdu í gær eina af sín- um svokölluðu tilrauna- kjarnasprengjum neðan- jarðar í Nevada eyðimörk- inni. Sagt er að afl sprengjunn- ar hafi verið minna en tutt- ugu kílótonn sem samsvarar minna en tuttugu þúsund tonnum af TNT sprengiefni. Sprengingin var sú ni- unda sinnar tegundar sem Bandarikjamenn fram- kvæma á þessu ári. Hundamirátu líkin Yfirvöld í borginni Baringo i Vestur-Kenya hug- leiða hvernig þau geti bezt útrýmt um það bil þrjú hundruð flökkuhundum sem ráðskazt hafa heldur óþyrmilega í kirkjugarði borgarinnar að undanförnu. Er talið að þeir hafi meðal annars komizt i lík af fólki sem látizt hefur úr smitandi heilahimnubólgu. sem notaður er þegar tignir gestir koma i heimsókn kom i góðar þarfir á Sterling vínekrunni í Kaliforniu. Þangað kom Charles Bretaprins i heimsókn á dögunum og auðvitað var hann látinn ganga cftir dreglinum, einkum þó vegna þess að rignt hafði hressilega um daginn. Bílapartasalan Bílapartasalan Höfum úrval notaðra varahluta í ýmsar tegundir bifreiða, til dœmis: Rambler Classic V-8 Vauxhall Viva Dodge Dart Skoda 1000 Fiat 125 Ford Fairlane. Fiat 128 Land Rover Hillman Hunter o.fl. o.fl. Einnig höfum við úrval af kerruefni, til dœmis undir vélsleða. Sendum um land allt. ERTU ASKRIFANDI ? Þá átt þú möguleika á að eignast Chevrolet Nova Custom, í þennan stórglæsilega, ameríska bíl: áskrifendaleik Dagblaðsins. ERTU EKKI ÁSKRIFANDI ? Pantir þú áskrift nú, fyrir Áskriftasími Dagblaðsins er 27022. mánaðamót, átt þú jafn mikla möguleika og þeir, sem eru áskrif- Gangi erfiðlega að ná samþandi, endur nú þegar. þá reyndu 35320, 83006, eða 83764.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.