Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 02.11.1977, Qupperneq 11

Dagblaðið - 02.11.1977, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1977. •:i HREINAR LINUR OG BEINAR Kjallarinn Liðin tíð eða nútíð Umræöur um málefni verka- lýðs og annars launafólks hér á landi eru um of bundnar viö forsendur fyrri tíma eins og mörg dæmi sanna undanfarið. Að ýmsu leyti er þó grein Einars Karls Haraldssonar i Þjóðviljanum 27. október sl. ánægjuleg undantekning frá þessu, þótt ekki geti ég verið henni sammála nema að tak- mörkuðu leyti. Sjólfshafningarhvöt Einar Karl telur mér lítt sæma í skrifum mínum að slengja því fram, að sjálfs- hafningarhvöt sé meiri meðal verkalýðsleiðtoga en annarra forystumanna þjóðlífsins án þess að styðja það rökum. Að vísu hef ég ekkert um það sagt, hvort hún sé meiri meðal þeirra en annarra, svo að þess vegna er aðfinnslan óþörf. Hinu hef ég haldið fram, að þeir menn, sem smátt og smátt hafa verið að eflast til áhrifa í verkalýðs- hreyfingunni undanfarin ár, virðist hafa gríðarlega þörf fyrir að upphefja sjálfa sig og sýna mátt sinn og megin. Með þessu hefur mér þótt nær- tækast að skýra hin mörgu og lítt skiljanlegu viðbrögð verkfallsforystu BSRB og alkunna óbilgirni formælenda ýmissa hálaunahópa innan ASÍ. Ef Einar hefur aðra skýringu betri ef sjálfsagt að gefa henni fullan gaum. Kjarahyggja og úrbótatillögur Svo er að skilja á Einari, að stjórnvöld þvingi launþega- samtök til þröngrar kjara- hyggju með því að hafna af- dráttarlaust víðtæku samstarfi við þau um „pólitískar og félagslegar lausnir efnahags- vandans.“ I samræmi við þetta telur hann, að ein leið til lausn- ar vandanum sé sú, að ríkis- stjórn efni til samstarfs við samtök launafólks um að móta efnahag- og kjarastefnu, um leið og þau „yrðu kölluð til ábyrgðar á stjórnvalds- aðgerðum.“ Jú, það vantar svo sem ekki, að forystumenn launþegasam- taka hafi tillögur um lausn á hverjum vanda, en minna verða menn varir við að þeir eigi þátt í að leysa hann. Því skal ekki gleymt, að forystumenn laun- þegasamtaka hafa a.m.k. tvo síðustu áratugi ekki getað átt samstarf við neina ríkisstjórn um efnahags- og kjaramál — ekki einu sinni „vinveittar" vinstri stjórnir — og það jafn- vel þótt menn úr þeirra hópi ættu þar sæti. Þegar vanda hefnr borið að höndum hafa þeir fremur kosið að víkja úr sessi en takast á við hann. Eins og sakir standa er því allt tal um að eiga samstarf við verka- lýðshreyfinguna á grundvelli tillagna hennar og að kalla hana til ábyrgðar ekki annað en skraf við skýin. Einföld lausn I lok greinar sinnar kvartar Einar yfir því, hversu mjög skorti á hreinni línur í stjórn- málum á íslandi. Hann telur, að „íhaldsöflin" geti um of „treyst á pólitíska sundrungu verka- lýðsins og lamað faglega sam- stöðu í verkalýðshreyf- ingunni.... „Úrbóta verði ekki að vænta fyrr en gérð hafi verið „stórhreingerning á út- sendurum atvinnurekenda- valdsins í verkalýðshreyfing- unni og hún tekið upp ákveðin og skýr pólitísk markmið." Það er alveg rétt, að verka- lýðshreyfingin þarf að marka skýrari — og þó umfram allt trúverðugri og ábyrgari stefnu í málefnum launþega en hingað til og vera reiðubúin að vinna að framgangi hennar eftir leið- um lýðræðis, en ekki treysta jafnmikið og raun ber vitni á þvingunaraðgerðir eins og verkföll. Sú staðreynd verður ekki sniðgengin, að launþegar eru sundraðir, enda tæpast undrunarefni, þegar haft er í huga, að þeir munu vera milli 80 og 90 þúsundir og eiga ýmsa ólíka hagsmuni. Samtök launþega hljóta þó að starfa í trausti þess, að þorra þeirra megi sameina um tiltekin grundvallarhags- munamál, svo sem að allir njóti lífvænlegra launa, orlofs og tómstunda, atvinnuöryggis og þannig mætti lengi telja. Einn veigamikill þáttur í slikri stefnumótun væri sá að draga úr innbyrðis togstreitu launa- fólks. Þótt þessu markmiði yrði náð að einhverju eða öllu leyti, hlytu eftir sem áður að vera skiptar skoðanir meðal launþega um ýmis önnur þjóðmál, svo sem æskilegast rekstarform fyrirtækja, um miðstýringu eða valddreifingu, stefnu í utanríkismálum, stefnu í menntamálum o.s.frv. Hitt ber vitni um háskalegt ofstæki að ætla að ryðja þeim frá öllum áhrifum í launþega- samtökum, sem leyfa sér að hafa aðrar skoðanir á almenn- um þjóðmálum en Þjóðviljan- um eru þóknanlegar undir því yfirskini, að þeir séu útsendar- ar atvinnurekenda. Einar veit það vafalaust betur en ég. Alþýðubandalagið er ekkert kærleiksheimili, þegar fjallað er um málefni launþega — samstaða næst jafnvel ekki um slíkt undirstöðumálefni sem það, hvort fylgt skuli jafnlauna- stefnu eða ekki. Má bezt marka þetta af algeru tómlæti Þjóðviljans um það, hvernig jafnlaunastefnu ASl hefur Sigurður Líndal reitt af í framkvæmd. Þessi staðreynd verður ekki dulin með þokukenndum vígorðum um að auka þurfi „pólitísk völd róttækrar verkalýðs- hreyfingar" að murí, og boða um leið einhvers konar galdra- ofsóknir á hendur þeim, sem ekki hafa tileinkað sér Stóra- sannleik Þjóðviljans. Sigurður Líndal prófessor. P.s. Ég þakka Pétri Péturssyni skrifið í Dagbl. 29. okt. sl.. Mér finnst hann enn þá um of bund- inn við sjónarmið fyrri tíðar; ég kýs frekar að ræða málin á grundvelli staðreynda nútímans. Við náum þannig illa saman, svo að líklega er ekki annað að gera en hætta. r TIM AMOT AFUNDURINN A BORGINNI — Málfundafélag hægri sjálfstæðismanna fuppsiglingu Við þá fjölmörgu sem sóttu borgarafundinn á Hótel Borg fimmtudagskvöldið 20. október sl. vil ég leyfa mér að segja: „Takk fyrir síðast!" öðrum les- endum býð ég góðan dag. í hringi Uppsetning tímamótafundar- ins á Borginni hefur orðið nokkrum ágætum mönnum um- hugsunarefni. Fundarboðend- ur vildu kynna þar nýjar leiðir, er hugsanlega leiddu til bættra lífskj ara. Forystumenn Sjálfstæðis- flokksins virðast hafa forðazt undanfarin ár að sækja efna- hagslegar ráðleggingar annað en í vasa hver annars. Þannig sýnast þeir hafa rétt hver öðrum sömu úrræðin hring eftir hring. Þessa ráðaleysis hefur því miður gætt alvarlega í öllum aðgerðum flokksins, sérstak- lega í ríkisbúskapnum. Utanað- komandi ráðleggingum hefur ekki verið sinnt. Hunzaðir hugmyndasmiðir Gestir tímamótafundarins og málshefjendur eru allir löngu þjóðkunnir borgarar fyrir hug- myndir sínar og málflutning, sem hingað til hefur verið hafn- að. Fundarboðendur telja þess- ar hugmyndir hins vegar verð- skulda nánari athugun og um- ræður án fyrirfram gefinnar niðurstöðu. Þess vegna urðu þessir mætu menn fyrir valinu á fyrsta fundi áhugamanna um nýjar leiðir. Með þessu móti vildu fundar- boðendur stíga fyrsta skrefið í átt að hugmyndabanka til nauð- synlegrar endurnýjunar Is- lenzks þjóðlífs. Við teljum eðli- legt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi forgöngu í þeirri endurnýj- un. Athugasemdir um að máls- hefjendur séu ekki eyrna- merktir sjálfstæðismenn eru sjónarmið lítilla sanda. Víðsýni sannra sjálfstæðismanna er hafin Iangt yfir öll hreppa- mörk. Markviss tímamótafundur Það einkenndi tímamóta- fundinn að málshefjendur bentu allir á markvissar leiðir út úr ögöngunum. Þeir rifu niður en byggðu jafnframt upp á ábyrgan hátt. Fundarboðendur telja það aukaatriði undan hvaða rifjum hollráð eru runnin. Höfuðatrið- ið er að forysta Sjálfstæðis- flokksins brjóti odd af oflæti sínu og beri gæfu til að hagnýta sér nýjar leiðir til framdráttar landi og þjóð. Fundarboðendur telja að á tímamótafundinum hafi verið fram borinn kjarni að heil- steyptri efnahagsstefnu. Þeir viðurkenna líka ýmsa agnúa á þessari stefnu. Og þeir viður- kenna fúslega að margar fleiri leiðir koma vel til greina. Tlma- mótafundinum var aðeins ætlað að brjóta ísinn og snúa vörn f sókn. Hagsmunum borgara- stéttar verður ekki bjargað á einni kvöldstund. En einhverjir og einhvers staðar verður að byrja. Eftirleikurinn er nú öll- um auðveldari. Orðið er laust! Þröngur blaðaheimur Morgunblaðið hefur ein- hverra hluta vegna ekki séð ástæðu til að geta þessa lang- fjölmennasta baráttufundar hægri borgara hin síðari ár. Um líkt leyti var boðað til fundar í Valhöll um flokkinn og einkaframtakið. Þrátt fyrir kröftuga smölun Varðar og hverfafélaganna mættu aðeins um 90 manns á fundinn: Harð- asti flokkskjarninn, slangur af frambjóðendum, nokkrir áhugamenn um málefnið og frummælendur. Að vísu þykir þetta prýðileg fundarsókn og ber keim af komandi kosning- um og prófkjörum. Morgunblaðið birtir orð- réttar ræður lögmannanna tveggja, sem framsögu höfðu á níutíu manna fundinum. Vissu- lega er lesendum blaðsins nokkur akkur að þeim, enda eru frummælendur báðir mætir borgarar. En getur Morgunblaðið af einlægni rætt um árvakra fréttaritun, þegar ritstjórn blaðsins stingur höfðinu í sand- inn ef gustar úr annarri átt? Lesenda sinna vegna verða stjórnendur Morgunblaðsins fyrr en síðar að gera það upp við sig, hvort þeir'ætla að halda úti lifandi fréttablaði eða dauðri málfundabók. Vísir að enn þrengri heimi Kunnugir hafa kallað dag- blaðið Vísi málgagn Sambands Kjallarinn Ásgeir Hannes Eiríksson ungra sjálfstæðismanna. Það fer vel á þvi að SUS eigi greiðan aðgang að fjölmiðl- um og er þakkarvert. Hins vegar ættu stjórnarmenn SUS að drúpa þögulir höfði, þegar minnzt er á áfengismál og fundarhöld með vísvitandi hálf- kæringi. Tilraunir blaðamanna Vísis og Alþýðubandalagshjá- leigunn:-.r til að sverta and- rúmsloft tímamótafundarins með áfengisáhrifum eru tíma- skekkja. Sullað í farvatni Þá er fyndinn leiðari í Vísi um Glistrup og strigakjafta. Svo lágskýjað er nú orðið við sjóndeildarhringinn, að sterk- asta stjórnmálaafli Norður- landa er ennþá líkt við púður- kerlingar. Sennilega stafar sú ólund af því að Glistrup karlinn skauzt upp á himin stjórnmála af eigin rammleik. Hann stóð ekki vatnsgreiddur í biðröð frá fermingaraldri og beið þolin- móður handlöngunar til æðri metorða. Oneitanlega minna þessi skrif á, þegar Gylfi Þ. Gíslason kallaði Aristoteles Onassis playboy í merkingunni iðjuleysingi. Strigakjaftanafnbótin er hins vegar frábært innlegg. Undirritaður veit ekki, hverj- um hún er ætluð, en leyfir sér hreykinn að taka hana til sín. Hún undirstrikar vonandi með rauðu það hyldýpi sem er á milli okkar strigakjafta annars vegar og þeirrar gljáfægðu meðalmennsku sem berfætt sullar í grunnu tjörninni, þó ekki lengra en líftaugin að ofan leyfir. Frambjóðendur forvitnast Hvað er á seyði? segir Sigur- geir Sigurðsson bæjarstjóri Sel- tirninga í prúðmannlegri grein í Vísi sl. þriðjudag. Sigurgeir er einn þeirra sem sóttu tíma- mótafundinn í leit að nýjum leiðum. Sem sveitarstjórnar- maður þekkir hann því miður varla aðra fjölbreytni í leiða- vali en mismunandi nafngiftir á skattheimtunni. Allt að einu ber honum plús fyrir viðleitni, þótt hann hafi ekki borið gæfu til að eiga erindi sem erfiði að þessu sinni. Þá vill undirritaður góðfús- lega leyfa sér að leiðrétta smáan misskilning. Undirrit- aður kynnti sig alls ekki á tíma- mótafundinum sem forystu- mann Sjálfstæðisflokksins í Breiðholtsbyggð. Hún er f mun betri höndum. Hins vegar sagð- ist undirritaður væntanlega mundu starfa fyrir flokkinn á kjördegi sem einn af hundruð- um hverfis- eða umdæmafull- trúa í Breiðholti. Á þessu tvennu er reginmunur. Að lokum spyr Sigurgeir fundarboðendur hvort þetta sé virkilega allt og sumt. Nei, nei, kæri Sigurgeir minn! Þetta er væntanlega rétt byrjunin á því sem koma skal, eins konar liðskönnun. Óvœnt staða Þegar þessar linur eru ritað- ar virðist vinstri villa flokksfor- ystunnar hafa gengið algerlega fram af þeim þingmanni sem helzt hefur spyrnt við fótum. Albert Guðmundsson mun að llkindum hætta þingmennsku og í borgarstjórn, þar sem hann virðist telja Sjálfstæðisflokk- inn sigla undir fölsku flaggi. Honum ofbýður þingseta í skjóli kosningaloforða, sem flokknum reynist svo um megn að efna þegar á hólminn er komið. Slíkt hugarfar er i rauninni engin nýlunda á meðal stuðn- ingsmanna Sjálfstæðisflokks- ins. En þetta er í fyrsta skipti sem áhrifamaður innan hans þorir að flengja flokksforyst- una á afgerandi hátt. Albert Guðmundsson er eini frambjóðandi flokksins I Reykjavík sem hefur umtals- vert persónufylgi. Aðrir fram- bjóðendur skáka aðallega í skjóli rótgróins fylgis við D- listann, án verulegs tillits til innbyrðis uppröðunar. Með brotthvarfi Alberts Guðmunds- sonar reytist fylgið af flokkn- um. Það hlýtur því að verða eitt helzta baráttumál hægri sjálf- stæðismanna að hvetja Albert Guðmundsson til áframhald- andi þingsetu og borgarstarfa eftir þessa óvæntu en vel skiljanlegu afstöðu. Hægri menn eru ekki svo fjölmennir við stjórnvölinn, og Sjálfstæðis- flokkurinn má ekki mann missa. Hóað ó hœgri vœng Undirbúningsnefnd að stofn- un málfundafélags hægri manna innan Sjálfstæðisflokks- ins er tekin til starfa. Tilgangur þess félags er m.a. að standa vörð um grundvallarhugsjón Sjálfstæðisflokksins: öflugt einstaklingsframtak. Jafnframt skal félagið veita forystu flokksins aðhald og vinna að framgangi stefnumála sinna innan annarra flokksdeilda. Félagsmenn geta þeir allir orðið sem brýna vilja deiga for- ystu til dáða og gera henni ljóst að óhætt er að stíga skrefið til hægri, I átt að upphaflegu stefnumarki Sjálfstæðisflokks- ins. Til þess hafi hún fullan stuðning kjósenda sinna. Markmið okkar er hvorki að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn né að fella formann hans. Við vilj- um hins vegar ekki una lengur þegjandi við hið sívaxandi vinstra-sig flokksins, aukin ríkisumsyif, miðstjórnar- tilhneigingu og ótímabæra for- sjá á öllum sviðum. Við viljum stuðla að öflugri borgarastétt sem hefur fjár- hagslegt og félagslegt sjálf- stæði til að berja í borðið og segja NEI, þegar ríkisafskiptin ganga út í öfgar. Forysta Sjálfstæðisflokkins verður að gera upp hug sinn tímanlega fyrir komandi kosn- ingar, hvort stefna flokksins er áframhaldandi aðhlynning að vinstri öflum landsins eða að koma á móts við stuðningsfólk sitt: hinn þögla meirihluta hægri manna. Asgeir Hannes Eiriksson verzlunarmaður. ✓ V

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.