Dagblaðið - 02.12.1977, Síða 1
3. ARG. — FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1977 — 269. TBL. RÍTSTJÖRJV SÍÐyMULA 12. AUGLÝSINGAR ÞyERHOLTI 11. AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2. — AÐALSÍMI 27022.
Frá Ragnari Th. Sigurðssyni íGautaborg:
„MAMMA, MAMMA, HUSIÐ
VIÐ HUÐINA HREYFIST!”
— lýsingar íbúa í Tuve í Gautaborg á hamförunum þar í fyrradag
„Við sátum heima þegar
sonur minn hrópaði allt í einu:
Mamma, mamma, húsið við
hliðina hreyfist! Ég trúði
honum að sjálfsögðu ekki en
fór samt út í glugga. Þá sá óg
húsin við hliðina renna af stað
og hrynja síðan eins og spila-
borg hvert af öðru."
Svo lýsti kona ein, íbúi í
borgarhverfinu Tuve á Hissing-
en í Gautaborg, atburðunum á
miðvikudaginn fyrir frétta-
manni DB í Gautaborg í gær-
kvöld. Hún sat ein heima með
börn sin þegar jörðin seig þar
undan húsunum og dró þau
með sér niður í Kvilledalen.
„Mér brá náttúrlega óskap-
lega," hélt konan áfram, „ég
þreif börnin og hljóp út. Þetta
var í ljósaskiptunum en öll ljós
fóru af hverfinu þannig að úti
var heldur drungalegt. Við
heyrðum skelfingarópin allt i
kringum okkur og hálfkæfð
hróp um hjálp í húsunum næst
okkur. Það liðu ekki nema
nokkrar sekúndur þar til fyrsti
sjúkrabíllinn kom á staðinn, en
hann hafði verið í vitjun
skammt frá. Sjúkraliðsmenn-
irnir voru furðu lostnir — allt í
einu var hálft hverfið horfið!
Þeir kölluðu þegar á hjálp — og
það var fyrsta og eina hjálpar-
kallið sem kom frá hverfinu.
Síðan fóru þeir strax að reyna
að hjálpa fólki, sem illa hafði
orðið úti, og voru tveir einir við
það þar til hjálparsveitir komu
eftir 20-30 mínútur."
Hús annarrar konu, sem
fréttamaður DB ræddi við, var
sokkið í Ieireðjuna með öllum
innanstokksmunum og stóð
aðeins þakið upp úr. Konunni
tókst ekki einu sinni að ná
peningaveskinu sinu með sér
þegar hún hljóp út.
„Ég var ein heima þegar
þetta gerðist," sagði hún.
„Börnin mín tvö voru í næsta
Kjallarar nær allra húsanna í Tuve hafa fyllzt af leir, en ekkert þeirra stóð á steyptum grunni, sem
náði niður á fast. Þau brotnuðu því í tvennt — að minnsta kosti — þegar jarðvegurinn tók að renna
niður i Kvilledalen.
húsi. Allt i einu fóru ljósin að
blikka og síóan fóru þau alveg.
Um leið fannst mér eins og
jarðskjálfti hristi húsið og
skæki.
Ég hljóp út eins og flestir
aðrir og sá þá húsin allt í kring
renna af stað og niður brúnina.
Þau hafa runnið um 50 metra
áfram og að minnsta kosti 30
metra niður brekkuna. En
þetta stóð ekki nema í mesta
lagi tvær mínútur. Mín fyrsta
hugsun var að finna börnin —
en þá var hús nágrannans
hrunið til grunna. Til allrar
hamingju sá ég í þeim svifum
hvar nágranninn stóð með fjöl-
skyldu sína og börnin min heil
á húfi. Okkur var síðan hjálpað
upp á jafnsléttu aftur, en sumir
í kringum okkur voru fastir í
leðjunni upp fyrir axlir. Sumir
hafa kannski sokkið enn dýpra.
Um það.veit maður ekki."
Fórnardýr þessara óhugnan-
legu hamfara voru síðan flutt í
barnaskólann í nágrenninu, þar
sem sett var upp, neyðarhjálpar-
stöð. Það var þar fyrir utan,
sem fréttamaður DB ræddi við
konuna í gær. Á meðan viðtalið
fór fram bar að foreldra kon-
unnar og aðra ættingja í
tveimur bílum. Urðu fagnaðar-
fundir með þeim þegar
ættingjarnir stukku út úr
bílunum á miðri götu og féllust
grátandi í faðma við konuna og
börnin, sem heimt höfðu verið
úr helju.
ÓV/RThS, Gautaborg.
— Sjá nánar
á bls. 8
Fannst
meðvitundar-
laus að
húsabaki
— hafði fallið i
náttmyrkri
Á þriðjudagsmorguninn fundu
sorphreinsunarmenn sem voru að
störfum í Mjóstræti meðvitundar-
lausan mann að húsabaki. Gerðu
þeir lögreglu þegar viðvart og
kom í ljós að maðurinn var með
áverka á höfði. Var hann fluttur i
Borgarspítalann og þar kom hann
til meðvitundar í gær, rúmum
tvei.mur sólarhringum eftir að
hann fannst.
Málið hefur verið gaumgæfi-
lega rannsakað því grunur lék á
um hugsanlegt árásarmál.
í ljós hefur komið að þessi ungi
maður hugðist stytta sér leið frá
Aðalstræti upp í Garðastræti. 1
myrkrinu að húsabaki gekk hann
fram af garði eða stalli og hlaut
mikið höfuðhögg. Var hann
orðinn kaldur mjög er sorp-
hreinsunarmennina bar að árla
næsta morguns. Maðurinn var
með alla sína fjármuni á sér þá er
hann fannst og þykir fullvíst að
þarna hafi aðeins verið um slys að
ræða.
ASt.
Framsókn á Norðurlandi vestra:
0LAFUR 0G PALL EFSTIR
— en úrslit próf kjörsins ekki bindandi
Talningu atkvæða í skoðana-
könnun Framsóknarflokksins í
Norðurlandskjördæmi vestra
lauk ekki fyrr en rúmlega hálftíu
í morgun og hafði þá staðið í
rúmar tuttugu klukkustundir.
AIls voru 2262 atkvæði dæmd
gild og féllu þau þannig að Ólafur
Jóhannesson ráðherra fékk 2136
atkvæði eða 94.4% og var því
langefstur.
Næstur honum var Páll Péturs-
son alþingismaður með 1864 at-
kvæði. Þriðji var Stefán Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri,
1662 atkvæði, 4. Guðrún Bene-
diktsdóttir 1554, 5. Bogi Sigur-
björnsson, 1524, 6. Mágnús Olafs-
son, 1009 og 7. Brvnjólfur Svein-
bergsson 998.
„Þessi úrslit eru ekki bind-
andi," sagði Grímur Gíslason, rit-
ari kjördæmisráðs i viðtali við DB
i morgun. „Það er»jafnvel fyrir-
hugað að halda kjördæmisþing í
þessum mánuði, þar sem niður-
stöðurnar verða ræddar og fram-
boð ákveðið. '
- HP
Tíu daga þorskveiðibann
á vetrarvertíð:
„Óframkvæmanlegt”
— segja sjómenn
— baksíða
IATA flugfélög:
Hugleiða aðgerðir gegn Lakerfélagi
Mútur ekki æskilegar í milliríkjavið-
skiptum
— sjá erl. fréttir á bls. 6 og 7
Verður Ali
sviptur
titlinum?
— sjá íþróttiríopnu
Rússnesk rúlletta í um-
ferðinni — sjá kjallaragrein Leós M.
Jónssonar á bls. 10 og 11
Bændur samþykkja að greiða skatt
sem renni til landbúnaöarins
— sjá bls. 5