Dagblaðið - 09.12.1977, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 09.12.1977, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1977. MÞað mætti eins flytja inn eggin eins og fóðurbætinn —alveg á mörkunum að alif ugla- og svínarækt geti kallazt innlendar f ramleiðslugreinar” „Þaö er alveg á takmörkun- um að hægt sé að kalla alifugla- og svfnarækt á íslandi innlenda framleiðslu. Stafar það af því hve framleiðsla alifugla og svína er háð innfluttum fóður- bæti. Alveg eins mætti flytja inn eggin sjálf,“ sagði Björn Sigurbjörnsson forstjóri Rannsóknastofnunar land- búnaðarins á blaðamannafundi í fyrradag. Þessar „búgreinar“ ef svo skyldi kalla eru mjög háðar erlendu verði á fóðri. Þegar vel árar erlendis og erlent fóður- verð er greitt niður er gott að geta flutt inn þetta fóður, en við erum háðir duttlungum þessa erlenda verðlags og ef syrtir í álinn eins og 1972-1973 þá eru íslendingar ekki spurðir um þeirra þarfir — þá á hver nóg með sig, sagði Björn. Alifuglar á íslandi eru fóðraðir með innfluttu fóðri 90- 100%. Svín á íslandi fá úrgang en að öðru leyti innflutt fóður sem að mestu leyti kemur hing- að fullblandað, svo íslenzk hönd kemur ekki að því nema til að bera það fyrir svínin. Afurðir þessara búgreina mætti alveg eins flytja inn fullbúnar. Rannsóknastofnun land- búnaðarins hefur þegar gert tilraunir með gerð hænsna- fóðurs sem áð 7/10 hlutum er blanda úr innlendum næringar- efnum. Að mestu er þetta íslenzka fóður gert úr gras- mjöli, fitu og fiskimjöli. Við fyrstu tilraunirnar fengust egg sem að kalla máttu heita skurnlaus. En við frekafi tilraunir fannst rétta blandan og gefur íslenzka fóðrið ekki af sér minna afurðamagn í eggja- framleiðslunni en þegar aler- lent fóður er notað. Vaknaði þá spurningin hvort annað bragð væri að eggjunum þegar íslenzka fóðrið með fiski- mjöl að uppistöðu, var notað. Voru eggin bragðprófuð hjá Rannsóknastofnun sjávarút- vegsins. Niðurstaðan var sú að enginn bragðmunur fannst þó íslenzk fóðurblanda væri notuð. Tilraunir þessar sýna að hægt er aðsparamikinn gjaldeyri við eggjaframleiðslu hér á landi. En verði áfram byggt á erlendu fóðri telja vísindamenn okkar að alveg eins megi flytja inn eggin. -ASt. Hæpið að þessi búskapur borgi sig frekar en svínaræktin. GEKSiB' Höfum opnað nýja og endurbætta verzlun á sama stað og áður Gifurlegt úrva/ af nýjum vörum BÆTT AÐSTAÐA - BETRI ÞJÓNUSTA! Lítið við og reynið viðskiptin AÐALSTRÆTI 2 36 þúsund sorptunn- urf Reykjavík — leigugjald 1200 kr.á tunnuna Aldrei f yrr söltuð jaf n mikil Suðurlandssfld Sfldarvertíðinni ”77 lokið: A síldarvertíðinni sunnan- lands 1977 voru saltaðar 14.346 fleiri tunnur en metárið 1962. Hefur aldrei verið söltuð meiri Suðurlandssíld á einu ári. Síldarvertíðinni lauk aðfara- nótt 1. desember. Alls voru saltaðar 152.086 tunnur. Mest var saltað á Homafirðj. eða - 36.617 tunnur. Næstu þrjár söltunarstoðvar voru Vest- mannaeyjar með 26.945 tunnur, Grindavík með 19.475 tunnur og Þorlákshöfn með 14.650 tunnur. Samkvæmt upplýsingum Síldarútvegsnefndar er þegar hafinn útflutningur Suður- landssíldar. Þessa dagana lesta fjögur flutningaskip mismun- andi tegundir saltsfldar til Finnlands, Sovétrfkjanna, Svf- þjóðar og V-Þýzkalands. Heildarútflutningsverðmæti saltsfldarframleiðslunnar i ár er áætlað 3.800 milljónir króna. -ÖV. Borgarráð samþykkti á fundi sínum 25. nóvember sl. að hækka leigugjald á sorptunnum fyrir næsta ár. Gjaldið verður 1200 kr. á hverja sorptunnu, en var 800 kr. áður. Samkvæmt upplýsingum Péturs Hannessonar forstöðu- manns hreinsunardeildar Reykjavíkurborgar er gjald þetta notað til endurnýjunar á tunnunum. Þetta gjald er tekið fyrir stáltunnur með áföstu loki, en 17-18 þúsund tunnur af þeirri gerð munu vera f notkun f borginni. Hver tunna af slfkri gerð kostar 15-16 þúsund krónur. Þá er önnur gerð af tunnum í notkun, gamlar olfutunnur með loki. Af þeirri gerð eru einnig 17-18 þúsund ílát í notkun, þannig að alls eru sorptunnur i Reykjavík 35-36 þúsund talsins. Þessar olíutunnur kaupa hús- eigendur í upphafi og greiða því ekki leigu af þeim. Verð á slíkum tunnum með loki er um 5000 kr. Nú fer fram úttekt á þvf hvaða flát henta bezt undir sorp i framtlðinni. Til reynslu hafa verið keyptar léttar plasttunn- ur á hjólum. Þá verður og athugað hvort heppilegt sé að nota sorp- poka. Ef plasttunnurnar verða teknar f notkun verða þær látnar koma inn smátt og smátt og hinar hverfaúr umferð eftir þvf sem þær ganga úr sér en líklegt er að sorptunna endist f 6-10 ár. Hugsanlegt er að breyta þurfi sorpbflunum, en reynt verður að hafa þær breytingar sem kostnaðarminnstar. -JH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.