Dagblaðið - 09.12.1977, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 09.12.1977, Blaðsíða 28
r Kostnaður vegna próf kjöra Arni Vilmundur Vilmundur og Ámi lögðu fram rúm 100 þúsund af eigin fé Vilmundur (iyK'ason lagði fram 110.570 krónur af eigin fé í kosningabaráttu sína í próf- kjöri Alþýðuflokksins í Reykja- vik. Útgjöld hans voru um 158 þúsund en alls 10 aðilar greiddu 48 þúsund í kosninga- sjóð hans. 40 þúsund voru greiddar í húsalcigu að (Sarðastræti 2. Uppsetning þriggja sima kostaði um 32 þúsund og kostnaður við þá síma varð um 12 þúsund. Fimm þúsund fóru í leigu á Átthagasal vegna fundar, 27 þúsund í auglýsingu í Dagblaðinu. Prentun á dreifibréfi í Brciðholt kostaði um 23 þúsund. Fundaraug- lýsingar í útvarpi kostuðu um 9 þúsund og aðrar auglýsingar í útvarpi urðu tæp fjögur þúsund. Tvær sendibílaferðir með húsgögn kostuðu um 4.500 og rafmagn og hiti urðu um þúsund krónur. Kostnaður við kosninga- baráttu Árna (iunnarsson í prófkjöri .Alþýðuflokksins á Norðurlandi vestra varð um 300 þúsund. Hann lagði út af eigin fé um 107 þúsund. Þar af fóru rúmar 40 þúsund í gistingu, rúmar 11 þúsund i mat. Bensín kostaði hann tæplega 24 þúsund og 31.500 krónur fóru í prentun. Þetta er í fyrsta skipti, sem reikningar frambjóðenda í prófkjöri stjórnmálaflokks hér- lendis eru birtir opinberlega. -HH. Skáldið á heimavelli „Kveð ég um konu og mann og konan hún eldaði og spann....“ Skáldinu, lagasmiðnum og söngvaranum Megasi tekst sjaldan eins vel upp og þegar hann skemmtir Háskólastúdent- um. Hann var því svo sannarlega í fínu formi er hann tróð upp í Félagsstofnun stúdenta fyrir nær fullu.húsi í gærkvöld. Skáldið hóf hljómleikana á tveimur alþekktum húsgöngum, „Presturinn í stólinn sté, stóð upp og pissaðe" og „Piss piss og pelamál". Síðan rak hvert lagið annað í nærfellt tvær klukku- stundir. Megas söng nokkur lög af plötum sínum, önnur, sem verða væntanlega á einhverri af næstu plötum og að sjálfsögðu gat hann ekki neitað sjálfum sér um að syngja nokkur ættjarðarlög og sálma svona í bland. Slíkur var fögnuðurinn í Félagsstofnun stúdenta að hljóm- leikunum loknum að skáldið var klappað þrisvar sinnum upp. Söng hann þá Guttavísur og hafa stúdentar sennilega aldrei skilið þann kveðskap betur. AT/DB: Hörður Vilhjálmsson. BR0TINN 0G SÁR EFTIR BÍLSLYS Sex ara gamall drengur liggur brotinn og með höfuðsár í Akureyrarspítala eftir umferðarslys í gær. Varð slysið á Hörgár- braut rétt fyrir klukkan sex. Ætlaði drengurinn þar yfir götuna en bíll sem kom aðvífandi náði ekki að hemla í tæka tíð. Líðan drengsins var eftir atvikum í morgun en slysið telst til hinna alvarlegri vegna höfuðhöggsins. í nótt snjóaði verulega á Akureyri. Er þar nú alhvítt og þæfingur í umferðinni. Eitthvað var að létta til í morgun. ASt. Mikið meiddur í gjörgæzlu Ellefu ára gamall drengur liggur mikið meiadur á höfði i Borgarspítalanum eftir umferðarslys á Ægissíðu í gær. Var drengurinn á leið yfir götu er fólksbifreið bar að og lenti á honum. Hlaut drengurinn mikið og alvarlegt höfuðhögg og var aðgerð gerð á honum eftir komu hans á spítalann. í morgun var drengurinn meðvitundarlaus á gjörgæzludeildinni. Annað slys varð á mótum Laugavegs og Höfðatúns í gær. Þar ók bíll inn á Laugaveginn og lenti piltur á vélhjóli fyrir honum á aðaibrautinni. Var talið að þar væri um fótbrot að ræða en alvarleg meiðsli hlaut hann ekki. ASt. EINUNGIS TOPPLISTAMENN Á LISTAHÁTÍÐINNI1978 Finnlandi, Noregi og Sviþjóð að sameinast um popplistafólk sem síðan kæmi fram á öllum hátíðum. Islenzkir listamenn munu einnig koma frarn í tónlistardagskrá hátíðat'innar og má þar nefna Manuelu Wieslcr og Halldór Haraldsson. Kammersveitina. og haldnir verða tónleikar með verkum Jöns Þórarinssonar og Jöns Nordals. Lislahátiðin 1978 verður dagan 3.-16. júní. -A.Bj. „Þetta verður tvímælalaúst glæsilegasta listahátið sem haldin hefur verið hér á landi. Fram koma eingöngu lista- menn, sem eru á hátindi frægðar sinnttr. Jafnframt hafa erlcndu listtimennirnir aldrei verið fleiri," sagði Hrafn Gunnlaugsson, framkvæmda- stjóri Listahátiðar 1978. á fundi rheð frétþamiinnum í g:er. A fundinttm var einnig Kristinn Ilallsson, varaforntaður fram- kvæmdanefndarinnar. Erik Siinderholm, forstjóri Norrtena hússins, og Vigdís Finnboga- dóttir lcikhússtjóri. Aðrir í framkvæmdanefndinni eru Atli Heimir Sveinsson og Thor Vilhjálmsson. Meðal erlendu lista- mannanna sem hingað koma eru tenórinn Pavarotti, list- dansarinn Barisnikoff. norska söngkonan Elisabeth Söder- striint, jazzpíanistinn Osear Pet- erson og félagar hans, Grieg Dttoið, Strokkkvartett Kaup- mannahafnar, rússneski sellö- leikarinn Rosloprovieh. Perl- man og Harrel sem leika tríó með Askenas.v, en þáttur hans í hátíðinni er að vanda stór. Þá má nefna Grikkjann Theó- dórakis og írska þjóðlaga- flokkinn The Dubliners, cn ekki hefur enn fengizt staðfesting á hingaðkomu þeirra. A listahátið kemur frant popphljömsveit, en ekki hefttr enn verið ákveðið liver hún verður. Komizt hefur verið að samkomulagi við popphátiðir í frfáíst, áháð dagblað FÖSTUDAGUR 9. DES 1977. Prófkjör Framsóknar íReykjavík Framboðs- fresturrennur út í dag Framboðsfrestur í prófkjör; Framsóknarflokksins í Reykja- vík rennur út kl. 5 í dag. Próf- kjör verður bæði vegna alþing- is- og borgarstjórnarkosninga og verður kosið um fjögur efstu sætin á báðum listum. Prófkjör- ið fer fram 21. og 22. janúar nk. Dagblaðið hafði samband við Jón Aðalstein Jónasson, for- mann fulltrúaráðs Framsóknar- flokksins í Reykjavík, í morgun og innti hann eftir framboðum. Hann sagði að aðeins hefðu borizt fá þeirra framboða sem þeir vissu að von væri og kæmu eftir hádegið í dag. Það væri því ekki hægt að gefa upp hvaða framboð hefðu borizt en það yrði gert kl. 5 í dag er fresturinn rynni út. Dagblaðið hefur fregnað að vænta megi framboða Eiríks Tómasonar aðstoðarmanns dómsmálaráðherra og Guð- mundar G. Þórarinssonar, auk Kristjáns Benediktssonar og Alfreðs Þorsteinssonar borgar- fulltrúa f prófkjör fyrir borgar- stjórnarkosningarnar. I prófkjöri til alþingis- kosninga er að vænta framboðs Þórarins Þórarinssonar, Einars Agústssonar, Sverris Berg- manns, Kristjáns Friðrikssonar og fleiri -JH. Vestmannaeyjar Prófkjör Sjálfstæðis- flokksins um helgina Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum fer fram um næstu helgi, 10. og 11. desember. Þrjú framboð bárust til kjör- stjórnar, þeirra Arna Johnsen blaðamanns, Björns Guðmunds- sonar útgerðarmanns og Guðmundar Karlssonar fram- kvæmdastjóra. Að sögn Páls Scheving for- manns kjörstjórnar, hefur lítið verið um fundarhöld, nema hvað Árni hélt fund í gærkvöldi. Fram- bjóðendur hafa enn ekki sett upp skrifstofur og kosningabaráttan er mjög friðsamleg. Vestmanna- eyingar velja sér nú mann á lista í stað Guðlaugs Gíslasonar. sem lýst hcfur því yfir að hann gefi ckki kost á sér oftar. Sá háttur er hafður á að sýslurnar á Suður- landskjörda>mi og Vestmanna- eyjabær velja hver sinn mann á listann og síðan er mönnum raðað eftir atkvæðastvrk eða rcynslu cins og þegar Ingólfur Jónsson var í fyrsta sæti 1959, þótt Guðlaugur Gíslason hefði fleiri atkvæði á bak við sig. Guðlaugur var þá að byrja sína þingsetu. Eins kemur nú til greina að Steinþór frá Hæli verði í fyrsta sæti þótt Vestmannaevjafram- boðið hafi e. t.v. fle.iri atkvæði. Atkva'ðagreiðsla utan kjör- fundar verður i Reykjavik í dag frá kl. 14 —19 og lýkitr þá. en verður einnig.á rnorgun i Vest- ntannaeyjum. Þegar hafa 7 greitt atkvæði i Reykjavík og u.þ.b. 30 í Vestmannaeyjum. JH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.