Dagblaðið - 09.12.1977, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 09.12.1977, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1977. Spumingar nokkuð einhæfar þegar sama fólkið spyr alltaf SpurnifVj dagsír.- Hvers Finnur Sigurðssan hringdi: Það er vegna spurningaþátt- arins í sjónvarpinu á laugar- dagskvöldum sem ég hringi. Mér finnst þátturinn anzi skemmtilegur en aldeilis ófært að alltaf skuli vera sama fólkið sem spyr út úr. Spurningarnar vilja með því móti verða nokk- uð einhæfar. Eins finnst mér að vel mætti skjóta einhverju skemmtiatriði, t.d. hljómsveit, inn á milli atrið- anna. Þá langar mig til þess að láta í ljósi ánáegju mína yfir leikriti Davíðs Oddssonar, Róbert Hvernig væri að hafa bleika pardusinn sem fastan lið strax á eftir fréttunum eða áður en fréttirnar hefjast? Vantar meira sjónvarps- efni fyrir börn og texta fyrir heyrnar- daufa Sólrún Guðjónsdóttir húsmóðir skrifar: Ég vil taka undir skrif A.J. í DB 17. nóv. sl. um að sjónvarps- dagskráin sé til háborinnar skammar hvað börnin snertir. Það vekur furðu mína að ekki skuli vera ætluð dagleg stund í sjónvarpinu fyrir börnin. Það þyrfti þó að sjálfsögðu að vera fyrir þeirra háttatíma og fyrir börn á öllum aldri. Timinn fyrir kvöldfréttir er mjög hent- ugur, 20—30 mín. daglega. Sá tími kæmi þá fyrir utan Stund- ina okkar á sunnudögum. Aldrað fólk hefur líka yfir- leitt mjög gaman af barnaefni. Einnig finnst mér að vera ætti texti á skerminum fyrir heyrnardaufa. Þeir geta ekki fylgzt með því sem fram fer í sjónvarpinu. Mér finnst það fólk sem heyrir illa eða alls ekki vera skilið útundan. Því skyldi þetta fólk ekki fá að,,heyra“ hvað er í fréttunum eins og við hin, sem höfum öll skilningarvit í lagi. Eg vil leyfa mér að skora á forráðamenn sjónvarpsins að taka þessi tilmæli mín og ann- arra til greina. Heyrnardaufir geta ekki hlustað á útvarp og þvf ætti að gera þeim kleift að njóta sjónvarpsins að fullu. En þeir missa af öllu sem fylgir islenzkt tal. Ég vona svo sannarlega að þetta verði betrumbætt hið fyrsta. Ég vil í leiðinni nota tækifærið og beina þeim óskum til þeirra sem velja lög í útvarp ið. Leikið þið meira af léttum og skemmtilegum jólalögum í útvarpi allan desembermánuð. Það kemur öllum í jólaskap. Elíasson kemur heim frá út- löndum. Það var nú nokkuð betra en það sem Hrafn Gunn- laugsson hefur látið frá sér fara eins og Blóðrautt sólarlag og Undir sama þaki. M Kóbert Eliasson kemur heim frá útlöndum var mjög skemmtilegt, segir bréfritari. Fleiri hafa látið í Ijósi ánægjv sína með leikritið. Ekki var þaí bara sagan sem var sniðug heldur allur leikur, uppsetning og framkvæmdin öli. Aiveg tii sóma og prýði. Þarna eru Þor- steinn Gunnarsson og Anna Kristín Arngrímsdóttir i hiut- verkum sínum. Björk Guðniundsdóttir er aðeins 11 ára Reykvíkingur. Hiín syngur, hún spilar og hún setnur lög. Nú hefur hún sungið á plötu tneð aðstoð nokkurra af þekktustu popptónlistarmönnutn landsins. Þetta er einstök plata setti á án efa eftir að veita ceskufólki á hvaða aldri setn er tnikla áncegju. GÓÐA SKEMMTUN! FÁLKIN N* óskarðu þér í jólagjöf? Spurt á dagheimilinu Laugaborg Sigrfður Kristfn 5 ára: Eg ðska mér Paddington til að hreyfa og tvær brúðubækur, Andrés stór- bónda og Mikka mús. Sólbjörg Harðardóttlr, 5 ára: Barbí-dúkku og föt handa henni og líka eldhús handa henni. Ingibjörg Þórðardóttir, Brúðuhús með brúðu i. 5 ára. Sigga Lára Sigurðardóttir 5 ára: Barbí-bil, sundlaug, sleða og Barbi-hús. Linda Ragnarsdóttir Hansen 5 ára: Barbi-hús og Barbí-dúkku Sófa handa henni og líka tröppu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.