Dagblaðið


Dagblaðið - 09.12.1977, Qupperneq 6

Dagblaðið - 09.12.1977, Qupperneq 6
6 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1977. ÚRVAL Skrifborðsstólar í m jög fjölbreyf f u úrvali. Framleiðandi: Stáliðjan Kópavogi KRÓMHÚSGÖGN Smiðjuvegi 9, Kópavogi - Sími43211 Fióamarkaður verður haldinn laugardaginn 10. desember íleikskóh A nanda Marga, Einarsnesi 76 Skerjafirði. Mikið úrvalafbókum, grammófón - plötum, barnqfötum, eldhúsahöldum, batík, kökum, heimatilbúnum úrvalshlutum ogfeira SÍMTÖL KISSINGERS í OPINBERRIEIGU Afrit af cinkasimtölum Henry Kissingers fyrrum utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna eru opinber eign samkvæmt dómi undirréttar í Washington í gær. Símtölin, sem voru rituð upp af einkariturum hans og síðan vélrituð, höfðu verið gefin bandaríska ríkinu með því skil- yrði að efni þeirra yrði ekki birt innan tuttugu og fimm ára eða fimm árum eftir dauða Kissingers. Atti seinni dag- setningin að gilda. Afritin ná yfir tímabilið frá því Kissinger varð öryggismálaráðgjafi Nixons þáverandi forseta í janúar árið 1969 og þar til hann hætti störfum sem utanríkis- ráðherra eftir ósigur Fords forseta seint á árinu 1976. Dómarinn sem kvað upp úrskurðinn sagði að símtölin hefðu farið fram í vinnutima Kissingers sem opinbers starfs- manns og afritin auk þess unnin af opinberum starfs- mönnum. Málið vegna skjalanna var höfðað að tilhlutan nefndar blaðamanna, sem vilja auka upplýsingafrelsi um opinber gögn. Talsmaður nefndarinnar sagði að hann byggist við að málinu yrði áfrýjað til æðri dómstóla en nefndin væri ákveðin í að fá úr þessu máli skorið. Nefndin hefur einnig krafizt ýmissa gagna frá tíð Nixons í Hvíta húsinu en forsetinn fyrr- verandi tapaði þvi máli fyrir Hæstarétti. Meðfero Bikos fordæmd Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti harðorða ályktun í gær þar sem málsmeð- ferð í sambandi við hið svo- nefnda Bikomál i Suður-Afríku var fordæmd. Biko var svertingjaleiðtogi, sem lézt í fangelsi. Niðurstaða dómstóla þar í landi var að lát hans væri ekki sök fangavarða. Þykir það meira lagi vafasöm niðurstaða af þeim sem kynnt hafa sér málavexti. ■ t ályktun Allsherjarþingsins er þess krafizt að pólitískir fangar verði allir látnir lausir í Suður-Afríku og öllum funda- bönnum og heimildum til hús- leita og fangelsunar verði aflétt. 1 samþykktinni segir éinnig að dauði Steve Bikos muni ávallt verða minnisvarði um baráttu fyrir frelsi allra manna og jafnrétti allra kynþátta. Matar- og kaffistell í sérflokki MATARSTELL: 12grunnirdiskar 12djúpirdiskar 1 fat, 36 cm 1 fat,33cm 1 sósukanna 2 salatskálar 1 kartöfluskál Verökr. 29.750.- SENDUM í PÓSTKRÖFU KAFFISTELL: 12bollapör 12meðdiskar 1 sykurkar 1 rjómakanna 1 kökudiskur Verðkr. 19.750.- LITIR: Mosagrænt með svörtum röndum Koníaksbrúni með brúnum röndum Kamgult með brúnum röndum BUSAHOLD OG GJAFAVORUR MIÐBÆ OG GLÆSIBÆ SÍMAR 35997 OG 86440 Sovétríkin: Kaffitáríð sjaldséð ogdýrt Kaffiunnendur í Sovét- ríkjunum fengu nýlega skýringu á því að kaffi hefur nánast algjörlega horfið úr almennum matvöruverzlun- um í landinu á síðustu mánuðum. í lesendabréfi í vikublaði einu þar í landi svarar fuli- trúi stjórnvalda því. að vegna mikillar hækkunar á verði kaffis á heimsmarkaði hafi orðið að draga mjög saman kaffiinnflutning. Sagt er að árið 1975 hafi innflutningurinn numið 60.000 tonnum en sé kominn niður í rúm 44.000 tonn í ár. Fulltrúinn sagði einnig að ríkisstjórnin hefði niður- greitt kaffi mjög mikið á síð- asta ári. Hefði það verið gert til að standa við það heit að verðhækkanir yrðu ekki í Sovétríkjunum. Kaffi er mjög vinsæll drykkur í Sovétríkjunum en svar stjórnvalda í vikuritinu mun vera það fvrsta sem frá þeim berst varðandi kaffi- skortinn sem verið hefur síðan í sumar. Franskir sjómenn íverkfallá Franskir sjómenn á frönskum ferjum sem sigla milli Frakklands og Englands hafa ákveðið að fara í tveggja daga verkfall á mánudaginn. Tilefni verkfallsins er að félagið sem gerir ferjurnar út og er í eigu brezkra og franskra aðila hefur t i 1- kynnt að það ;et!i að fækkú fcrjum undir frönskum fána vegna þess að h'agkvæmara sé að hafa á þeim brezka áhöfn. Krtt laun Bretanna siigð hegri en franskra sjómanna.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.