Dagblaðið - 09.12.1977, Blaðsíða 10
BIAÐID
irpklzi, áháð dagblað
Útgefandi Dagblaðið hf.
Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson.
Fréttastjóri: Jón ’Birgir Pótursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Sknfstofustjóri ritstjórnar:
Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aðstoðarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Handrit:
Ásgrímur Pálsson.
Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur
Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, Katrín Pálsdóttir, Ólafur Geirsson,
ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár.
Ljósmyndir: Bjarnloifur Bjarnleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Svoinn Þormóðsson.
Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkorí: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E. M.
Halldórsson.
Ritstjórn Síðumúla 12. Afgreiðsla Þverholti 2. Áskriftir, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11.
Aðalsími blaðsins 27022 (10 línur). Áskríft 1500 kr. á mánuði innanlands/ í lausasölu Qj^kr.
ointakið.
Setning og umbrot: Dagblaðið og Steindórsprent hf., Ármúla 5.
Mynda og plötugerð: Hilmirhf. Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skoifunni 19.
Ógnarlegur gjaldeyrisgróði
Þær upplýsingar, að talsverður
fjöldi tslendinga, sennilega
nokkur hundruð, eigi hundruð
milljðna inni á reikningum í
dönskum bönkum, koma ekki á
óvart. Slíkir reikningar eru vafa-
laust í bönkum víða
um lönd. Hitt kemur frekar á óvart, hvernig
reglur kerfisins um þagnarskyldu valda því, að
einn opinber rannsóknaraðili veit um málið en
annar fær ekkert um það að vita.
Skattayfirvöld hér munu hafa vitað um ýmsa ;
þessara dönsku reikninga í hálft ár. Þau láta
það lítið á sig fá, að sögn ríkisskattstjóra, þótt
grunur um skattsvik nokkurra tuga íslendinga
komi upp á borðið hjá þeim. Þau hafa sent
viðkomandi mönnum fyrirspurnir um, hvernig
tekjur þær, sem liggja að baki innstæðunum,
séu til komnar. Ætlunin er að láta þá borga
skattsektir, sem finnast sekir um að hafa svikið
einhverjar tekjur undan skatti. En þetta er
aðeins brot af málinu.
r
Brasilía:
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1977.
Geisel forseti
kom á óvart og
rak hermálaráð
herra sinn
—draga veröurúrhagvextinum oghelmingur
útflutningsteknanna fertilaðgreiða vextiog
afborganiraferlendum lánum
Ernesto Geisel- forseti
Brasilíu virðist hafa hug á að
taka upp frjálslegri stefnu varð-
andi prentfrelsi og almennar
umræður. Herforingjastjórn
hans hefur hlotið mikið ámæli
fyrir hörku í samskiptum
sinum við andstæðinga og gagn-
rýnendur. Dagblöð hafa verið
múlbundin og orðið að taka til-
lit til skoðana stjórnvalda um
hvaða efni sé hæft til birtingar.
Geisel forseti lýkur kjörtíma-
bili sínu snemma árs 1979 og
hcfur þá ekki le.vfi til að bjóða
sig fram aftur samkvæmt
stjórnarskrá Brasilíu. Reyndar
cr hann orðinn sjötugur að
aldri og þvi ólíklegt að hann
hefði hug á að stjórna landinu í
önnur fimm ár, en kjörtími
Brasilíuforseta er svo langur.
Aukið frjálslyndi stjórnvalda
gagnvart fjölmiðlum Brasilíu
hefur einmitt komið fram í
opinskáum skrifum og um-
ræðum um hvað muni taka vjð
að Geiscl liðnum.
Hver verður eftirmaður
Geisels? Hver verður stefna
arftakans?
Þessu hafa blöð landsins velt
fyrir sór og margir hinna rúm-
lega hundrað milljóna íbúa
þessa fjórða víðlendasta ríkis
hcimsins hafa vafalaust einnig
mikinn áhuga á því.
Forsetinn kom rcyndar mjög
á óvart í síðasta mánuði þegar
hann rak hermálaráðherra
sinn, Sylvio Frota hershöfð-
ingja. Frota þessi hefur þótt
cinna líklegastur arftaki Geis-
cls i forsetaembættið og því
kom hvarf hans úr ríkisstjórn-
inni flestum fréttaskýrendum i
opna skjöldu.
Frota hefur verið talinn full-
trúi þeirra afla í Brasilíuher
sem hafa viljað fylgja mjög
ákveðinni stjórnarstefnu og
verið óánægð með að stjórn
hcfur færzt í frjálslyndisátt
siðan herinn tók völdin árið
1964. Hefur brottför Frota úr
ríkisstjórninni þótt mikið áfall
fvrir þessi öfl innan hersins.
Gjaldeyriseftirlitið fær ekkert að vita um f
málið. Eftirlitið hefur í meira en ár verið að
rannsaka gjaldeyrissvik í tengslum við skipa-
kaup erlendis, einkum Noregi. Grunur leikur á,
að geysimiklu fé hafi verið komið undan við
skipakaup. Þar sé um stórfelld gjaldeyrissvik
að ræða. Nú er í gildi samningur milli Norður-
landa um samvinnu í skattamálum, sem mikill
fengur er í. En skattayfirvöld hér líta svo á, að
þau hafi ekki heimild til að afhenda öðrum
yfirvöldum gögnin. Á þetta mun frekar reyna
næstu daga. En ekki er viðunandi, að slíkar
reglur gildi, sem hindra rannsókn í mikilvæg-
um sakamálum.
Viðskiptaráðuneytið segist ekkert vita um
dönsku reikningana, nema það sem starfsmenn
þess lesa í blöðunum. Þannig hefur kerfið
innbyggða flöskuhálsa, sem virðast til þess eins
fallnir að vernda þá fáu útvöldu, sem hafa átt
kost á að komast yfir gjaldeyri.
Dönsku reikningarnir undirstrika misréttið,
sem felst í haftabúskapnum í gjaldeyrismálum.
Þar er landsmönnum skipt í fámenna yfirstétt
og fjölmenna undirstétt. Alþýðufólki, sem
kannski vill ferðast til útlanda eða láta vin
kaupa fyrir sig flík erlendis, er boðið upp á að
kaupa gjaldeyri á svörtum markaði fyrir okur-
verð og þá í litlum mæli. Hinir útvöldu geta
komizt yfir gjaldeyri á skráðu gengi, svo sem í
viðskiptum við erlenda aðila. Sá gjaldeyrir er í
rauninni miklu verðmætari en gengið gefur til
kynna, þannig að verið er að afhenda þessum
útvöldu aðilum stórauknar tekjur.
Sterkir fjármálamenn geta gjarnan komið
þessum gjaldeyri í örugga ávöxtun, svo sem í
bönkum í Sviss, Bandaríkjunum eða Bretlandi.
Kerfið hefur með haftastefnu siruii tryggt þess-
um mönnum slík forréttindi, sem eru hlekkur í
þeirri keðju, sem gerir þá „fínni“ en aðra.
Lausnin er í rauninni aðeins ^ú að gera gjald-
eyrismarkaðinn frjálsan.
Það er réttindamál allra almennra borgara.
Enn verður að vísu unnt að falsa reikninga og
fá til dæmis hærri lán til skipakaupa fyrir
vikið. En undirrót svikanna, hinn ógnarlegi
gjaldeyrisgróði, yrði úr sögunni. 1
Að vera fljótur að
gleyma — eða
vilja ekki muna
Ölafur Jóhannesson, dóms-
málaráðherra, vann ótvíræðan
sigur í skoðanakönnum á veg-
um Framsóknarflokks í
Norðurlandskjördæmi vestra
fyrir nokkru. Sömuleiðis vann
Halldór E. Sigurðsson sigur í
skoðanakönnun á Vesturlandi.
Þetta voru ótvíræðar lýðræðis-
legar niðurstöður. En samt ber
að harma þær.
Það ber að harma þær vegna
þess, að báðir þessir ráðherrar
hefðu átt að vera búnir að segja
af sér embættum á yfirstand-
andi kjörtímabili. í al-
vöruríkjum hefðu þessir
ráðherrar verið knúnir til þess
að segja af sér af samherjum og
samstarfsmönnum í ríkisstjórn.
Ekkert slíkt gerðist í landi
flokksræðis og sljóvgandi
verðbólgu. Valdakerfið einasta
þagði góða stund og beið gagn-
rýnina af sér. Og að hluta til að
minnsta kosti má segja að
aðferðin hafi heppnazt nú sem
endranær.
Ólafur Jóhannesson
aðstoðaði afbrotamenn sem
sannanlega stóðu í vafasömum
viðskiptum við flokk hans, svo
fleira sé ekki talið. Halldór E.
Sigurðsson keypti álhús af
auðhring, á fádæma kosta-
kjörum, meðan auðhringurinn
aftur átti i samningum við
rikisvaldið.
Það er óskemmtileg
þjóðfélagslýsing að ol storir
hópar fólks á Vcsturlandi og á
Norðurlandi vestra — og
áreiðanlega miklu viðar — láta
Kjallari á
föstudegi
Vilmundur Gylfason
sig þetta engu varða. Heldur er
jarðvöðlazt áfram í ríki fyrir-
greiðslunnar með spillta
pólitikusa á bakinu.
ÍHALDSSÖMUSTU
KJÓSENDUR NORÐ-
AN ALPAFJALLA?
Einhvern veginn virðist það
vcra svo, að kjósendur Sjálf-
stæðisflokks virðast taka nær
sér Víðishús og Kröflur en kjós-
endur Framsóknarflokks
Klúbbmál og álhús. Beinast
liggur við að álykta að skýringa
sé að leita í því félagslega
fyrirbrigði, sem Framsóknar-
flokkurinn er. Framan af
öldinni var þetta félagsleg
hreyfing efnaminna fólks í
dreifbýli. Hins vegar þróuðust
mál svo að óæðri hvatir eins og
foringjadýrkun varð hvergi
ríkari. Og annars konar þröng-
sýni sem hlýtur að fylgja slíku.
Og á áttunda áratugnum sitjum
við uppi með samtök, sem
sennilega eiga engan sinn líka í
lýðræðislegu stjórnkerfi. Þar er
þéttriðnasta fyrirgreiðslunet
landsins sem er Samvinnu-
hreyfingin og rekstur í tengsl-
um við hana. Þar er varin með
kjafti og klóm dýrasta og
íhaldssamasta atvinnupólitík
síðari tíma, sem er land-
búnaðarpólitíkin. Þar er gefið
út þröngsýnasta flokksblað
íslandssögunnar — þó svo talin
séu með sérvitringablöð á svo-
kölluðum yzta vinstri væng.
Þar eru ræktaðir ritsóðar, og
gagnrýnendum alls þessa síðan
reglulega líkt við Hitler og
Göbbels. Og á síðustu misserum
hefur orðið æ berara að söfn-
uðurinn samanstendur fyrst og
fremst af atvinnupólitíkusum,
kaupfélagsstjórum og nýrri stétt
braskara, sem eru á bólakafi i
leyfisveitingum, verðbólgu-
braski og dansa línudans á
landslögum.
Vissulega cru svona al-
hæfingar ekki sannar nema að
marki. Vissulega eru und-