Dagblaðið - 09.12.1977, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 09.12.1977, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1977. 31 Ci Útvarp Sjónvarp i Indíanabardagar í Viltla vestrinu Rio Grande nefnist kvikmyndin sem sýnd verður í sjónvarpinu kl. 22.30. Sagan gerist skömmu eftir borgarastyrjöldina í Bandaríkjun- um á öldinni sem leið. Ungur liðs- foringi neyðist til þess að kveikja í búgarði konu sinnar, þar sem hann hafði búið með henni og ungum syni þeirra. Þetta veldur hjónaskilnaði og fer þá ungi liðs- foringinn til Rio Grande, sem er ríki á landamærum Mexico og Bandarfkjanna. Honum er falið að vernda þar virki gegn árásum Indíána. Hann dvelst þar í 15 ár en einn góðan veðurdag fær hann nýliða í lið sitt og kemur í ljós að þetta er sonur hans, sem þá er orðinn 19 ára gamall. Móðir hans sættir sig illa við að vita af syni sínum í hernum og fer á eftir honum til þess að fá hann lausan. Hittast þá hjónin aftur eftir langan aðskilnað og eins og vænta má gerist eitthvað spennandi við þá endurfundi. John Wayne fer með hlutverk liðsforingjans en Maureen O’Hara með hlutverk eiginkonu hans. Leikstjóri er John Ford og þýðandi myndarinn- ar er Jón Thor Haraldsson. - rk - John Wayne og Maureen O’Hara fara með aðalhlutverkin í sjón- varpskvikmyndinni í kvöld. Hljóðvarp íkvöld kl. 19,35: Söguþáttur „Þættirnir verða hálfs- mánaðarlega í vetur og fjalla um sagnfræðileg efni, s.s. sögu- kennslu í skólum og einnig verða viðtöl við ýmsa fræði- rnenn,” sagði Gísli Ágúst Gunn- laugsson í spjalli við DB, en hann er umsjónarmaður Sögu- þáttar ásamt Brodda Brodda- syni. Þáttur þessi verður á dag- skrá útvarpsins í kvöld kl. 19.35. Gísli sagði ennfremur að reynt yrði að koma á umræðum í þættinum i gegnum hlust- endabréf. 1 kvöld verða kynnt nokkur nýútkomin sagnfræði-' rit og spjallað við höfunda þeirra. M.a. verður rætt við Lýð Björnsson um bók hans Björn Jónsson. Þá verður einnig rætt við Björn Teitsson sagnfræðing um efni Tímarits Sögufélags- ins. ■ rk - Hljóðvarp kl. 20,50 íkvöld: GESTAGLUGGI „Kynnt verður nýtt úrval ljóða eftir Davíð Stefánsson og mun Kristján Arnason sjá um þá kynn- ingu og Óskar Halldórsson les,“ sagði Hulda Valtýsdóttir er leitað var upplýsinga um þátt hennar. Gestaglugga, sem'fluttur verður i útvarpinu í kvöld kl. 20.50. Er þetta í fyrsta skipti sem úrval ljóða eftir Davið er gefið út og hefur Ólafur Briem magister séð um val ljóðanna og einnig ritað formála um skáldskap Daviðs. Þetta ljóðaúrval er gefið út af Rannsóknastofnun í bókmennta- fræðum við Háskóla íslands og Menningarsjóði. Ljóðasafnið er á þriðja hundrað blaðsíður. í þættinum verður einnig haft viðtal við Þorvald Skúlason list- málara og kynnt verður sýning sem opnuð verður í Norræna hús- inu nk. laugardag. Sýning þessi nefnist Vetrarmynd og munu nokkrir listamenn standa að henni. Mun á sýningunni m.a. sýnt keramik, málverk og einn gullsmiður mun þar einnig sýna verk sín. í þættinum verður spjallað við tvo listamenn um sýn- inguna. - rk - Hulda Valtýsdóttir. DB-mynd Hörður. Sjónvarp FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.45 A skíöum yfir Grænland (L).Finnsk in.vnd um ft*rrtala« |>iiK«ja manna norrtur nu*rt vusturstríind (Ira'nlands o« síöan yfir ísilattt hafiö til Kanada. I»ýöandi o« þulur Bokí Arnar P’inn- honason. (Nordvision — Finnska sjón- varpiö). 21.25 Kastljós (L). háttur um innlend málofni. l’msjónarmaöur Omar Ha«n- arsson. 22.30 Rio Grande. Bandarisk bíómynd frá árinu 1950. Loikstjóri John Ford. Aðalhlutvork John Wayno o” Mauroon O'Hara. Sa«an jíorist skömmu oftir l)or«amstyrjöldina i Bandarikjunum á öldinni som loirt. Ilordoild or falirt art vornda landnoma í surtvosturfylkjunum Ko«n árásum indíána. hýrtandi Jón Thor Haralds- son. 00.10 Dagskrárlok. Bifreiðastillingar NIC0LAI Brautarhotti 4 — Sáni13775

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.