Dagblaðið - 09.12.1977, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 09.12.1977, Blaðsíða 13
13 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1977. Opinbera báknið: VÍÐA MÁ SPARA Forystumenn opinberra starfsmanna hafa kveinað mjög undan að ýmsir hópar verka- manna,. iðnaðarmanna og sjómanna hafi fengið hærra kaup en þeirra umbjóðendur. Líka hafa þeir haldið því fram, að hinn „almenni launa- markaður“ hafi greitt hærra kaup en hið opinbera. Eg spyr nú forystumenn hinna opinberu: Hvers vegna stuðlið þið ljóst og leynt að eflingu þessa ófrjóa ríkisbákns, sem er á góðri leið með að leiða þjóðina út i efnahagslega ófæru? Því styðjið þið ekki heldur hinn „frjálsa vinnu- markað“ eða með öðrum orðum hið frjálsa framtak einstaklinga og félaga og styrkið með því bæði efnahag ykkar og þjóðarheildarinnar? Hinn baráttuglaði verkfalls- her spyr aldrei hvernig eigi að standa undir miklum launa^ hækkunum, þótt allir viti að við lifum að nokkru á erlendum lántökum. Fjölmargir þeirra manna, sem eingöngu sækja laun sín í vasa almennings, fjandskapast gegn þeim framsýnu forystu- mönnum þjóðarinnar scm vilja opna hinar ónotuðu orkulindir sem við eigum bæði í fallvötn um og jarðvarma, sem auðveld- lega gætu gert þjóðina skuld- lausa á tiltölulega stuttum tíma. Það hefir Búrfellsvirkjun ásamt álverinu í Straumsvík sannað þjóðinni, svo að ekki verður um villzt. Of margir íslendingar stinga höfðinu i sandinn gagnvart þessum aug- ljósu sannindum. Opinberir starfsmenn eru með öfundarsöngl út af tekjum þeirra sem vinna að gjaldeyris- öflun þjóðarinnar, sem er undirstaða þess að bæði opinberir starfsmenn og aðrir landsmenn geti lifað í landinu. Þessir öfundarmenn ættu bara að falast eftir vinnu á fiskibát- um eða togurum, sem stunda oft veiðar við erfið skilyrði í næstum hvaða veðri sem er. Líka gætu þeir reynt að fara inn í óbyggðir um hávetur til að færa þjóðinni lífsorku inn- lendra auðlinda i stað erlendr- ar rándýrrar og ört hækkandi olíu. HÚRRA FYRIR KARVELI Ég vil þakka Karveli Pálma- syni fyrir að stinga á hinu stór- hættulega graftarkýli þjóðarinnar í Kastljósi þann 4. nóvember sl. Fróðlegt er að heyra um áttatíu prófessora sem sitjg á topplaunum við Háskóla íslands. Karvel krafðist þess að hið opinbera bákn yrði skorið niður um 25% til að byrja með. Eg skora á Karvel að láta nú ekki staðar numið, heldur berjast með oddi og egg gegn útþenslu ríkis- báknsins og vinna af alefli að niðurskurði þess á sem flestum sviðum. Þetta yrði stórbrotið og eitt nauðsynlegasta verkefni, sem einn glæsilegur ungur þing- maður getur unnið að. Ég vona að þjóðin sé ekki svo héillum horfin að hún styðji ekki þann mann sem þorir að brjóta óreiðuna hjá hinu opinbera bákni á bak aftur. Annars var þessi sjónvarpsþáttur mjög at- hyglisverður. Hann auglýsti eftirminnilega ræfildóm stjórnarandstöðunnar. Þeir vilja lemja þá topplygi inn í þjóðina, að fleiri tuga prósenta Kjallarinn IngjaldurTómasson kauphækkanir árlega hafi lítil sem engin áhrif á vcrðbólgu. Það var stórskoplegt að heyra þessa menn skamma stjórnina fyrir þau vcrk, sem þeir hafa sjálfir unnið að og samþykkt á. Alþingi. Nefni margnefnda Kröfluvirkjun og járnblendiverksmiðju. Bæði þessi verk, ef þau heppnast, munu verða mjög mikilvæg við að færa upp gjaldeyrisvogar- skálina, sem nú er sigin ískyggilega niður. Þegar blessuð vinstri stjórn- in síðasta var búin að eyða öllum gjaldeyri þjóðarinnar og gat hvergi fengið lán erlendis sáu allir ráðherrarnir að eitt- hvað yrði að gera til að bjarga þjóðarfleyinu Þá var orku- ráðherra sendur í margar áttir til að leita eftir samvinnu er- lendra auðhringa um upp- byggingu stóriðju hér. Árangurinn var járnblendi- verksmiðjan. En svo var mikil ógæfa þessarar óhappastjórnar að þetta dugði henni ekki til lífs, vegna þess að allt var kom- ið í háaloft af rifrildi á stjórnar- heimilinu og hún varð að hrökklast frá við lítinn orðstír. Það er engin furða þótt þessir menn tali digurbarkalega. Þeir kunna augsýnilega ekki að skammast sín. SPARNAÐUR LÍFSNAUÐSYN Yfirvinna hins opinbera gæti nú minnkað mjög eða alveg lagst niður. Fækka mætti kennurum með því að nota sjónvarp og útvarp til kennslu á mörgum sviðum. Margar stofnanir, bæði ríkis- og Reykjavíkur, mætti ýmist leggja niður eða selja einstaklingum eða félögum. Hvað gerir til dæmis kyn- fræðsludeild Heilsuverndar- stöðvarinnar, eða allur þessi mýgrútur sálfræðinga og félagsfræðinga? Hvað með allan fjárausturinn til leik- húsanna og sinfóníuhljómsveit- ar og nú skal stofna fullkomna óperu, sem skattgreiðendur ciga að kosta að mestu. Nefna má Leiklistarskóla ríkisins, Framkvæmdastofnun, Inn- kaupastofnanir ríkisins og Reykjavíkurborgar og Brenni- vínssölu ríkisins á tafarlaust að 'loka. Ef endilega þarf að selja brennivín geta kaupmenn hæg- lega tekið það að sér og mundu þá leyfisgjöldin færa ríkinu meira en nú og að auki sparast hinn mikli kostnaður í starfs- mannahaldi, húsnæði og fleiru. Afnám mjólkurbúðanna er gott dæmi um mikinn sparnað í vörudreifingu. Dagblaða- styrkina á tafarlaust að af- nema. Þetta eru aðeins fá dæmi af mýmörgum. Það er eins og komið sé við auma kviku margra forustu- manna þjóðarinnar þegar talað er um sparnað í ríkiskerfinu. Þeir kasta þá gjarnan fram þeirri spurningu, eða hótun, hvort þjóðin vilji skerða tryggingarnar, eins bg hvergi sé hægt að spara nema þar. Allir sem ekki eru starblindir ættu þó að sjá að það er einmitt hið gegndarlausa bruðl hins opinbera sem gerir það tæpast mögulcgt að halda uppi sjálf- sögðum tryggingum, hvað þá að afnema hið svívirðilega mis- rétti, sem nú ríkir í tryggingar- málum. Þótt ég hafi í þessari grein aðallega gagnrýnt stjórnarand- stöðuna, þá er ég ekki þar með að hvítþvo núverandi stjórn. Hún hefir margt gert vel en annað verr, eins og reyndar flestar aðrar stjórnir. Að lokum vil ég óska ungum sjálfstæðismönnum til hamingju með kjörorðið Báknið burt. Ég vona að þeir vinni að því af alefli, bæði hjá ríkinu og Reykjavíkurborg. Ingjaldur Tómasson verkamaður. „Mest spennandi bók ársins" Sunday Times Marco Riccione er félagi i Mafíunni og kunnur fyrir að geta framið fullkomna glæpi. Frammistaða hans í störfum Mafíunnar gerði það að verkum að hann komst frá fátæku þorpi á Sikiley til æðstu starfa á vegum Mafíunnar í Bandarikjunum. Samstarf Mafiunnar og CIA I ákveðnum verkefnum varð til þess að hann var valinn i verkefni, sem talið var það erfiðasta. En hann vissi ekki i hvað mikilli hættu hann var sjálfur...... „Það risa á manni hárin við lestur þessarar bókar' Financial Times NORMAN LEWIS 2 p>* NORMAN LEWIS Sikileyjar SAMSTARF MAFÍUNNAR OG CIA FÉKK ÓVÆNTAN ENDI. . . CIA FÉKK LÁNAÐAN SÉRFRÆÐING FRÁ MAFÍUNNI Verö kr. 2.990.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.