Dagblaðið - 09.12.1977, Blaðsíða 12
12
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1977.
Danskur jass
Jassmúsík er býsna sjaldgæft
fyrirbrigði á Islandi og heyrist
eiginlega aldrei á opinberum
hljómleikum ef frá eru taldar
tilraunir Jassvakningar í
bindindishöllinni, sem alltof
litlar sögur fara af í seinni tíð.
Þegar Norræna húsið gengur
fram fyrir skjöldu, til að bæta
úr þessu, verða menn því glaðir
og þakklátir, og um . leið
undrandi, því jassmúsík er
ekkert stórt númer á norræna
menningarprógramminu.
(Auðvitað þekkjum við Norjass
og allt það, en slíkt heyrir til
undantekninga, sem ekki hafa
skilið mikið eftir þrátt fyrir
eflaust góðan vilja.) Og það
voru danskir jassistar sem
Norræna húsið fékk hingað um
daginn, og þeir voru sannarlega
ekki af verri endanum: Niels
Henning örsted Pedersen, Ole
Koch Hansen og Alex Riel,
__
besta jasstríó hugsanlegt úr
skandinavískum jasshópi.
Henning Pedersen er löngu
kunnur utan Danmerkur sem
einn alfremsti jassbassaleikari
heims, enda leikur hann með
Oscari Peterson út og suður og
sjálfur Dizzy Gillespie gerði sér
ferð til Hafnar í sumar ein-
göngu til að fá tækifæri til að
leika með honum í Mont-
Martreklúbbnum. Þeir félagar
léku meira og minna eigin
kompósisjónir, þ.e. þeir Niels:
Henning og Koch Hansen höfðu
skrifað eða skipulagt megnið af
prógramminu og minnti stíllinn
eilítið á John Lewis þegar hann
var upp á sitt besta i Modern
Jassquartet. Sæt og smellin
hljómasambönd bera uppi
huggulegar eða kósi melódíur,
stundum vel þekkt dönsk þjóð-
lög og áheyrendur eru vel
heima og alveg í skýjunum.
Þessi ritháttur væri hræðilega
þreytandi á heilum hljómleik-
um, ef hljóðfæraleikurinn og
improvisasjónin væri í meðal-
lagi eða þar fyrir neðan. En
þremenningarnir kunna svo vel
til verka og eru svo klárir og
svingandi að þeir gætu leikið
sér að „Lille sommerfugl" heilt
kvöld, án þess að láta nokkrum
leiðast. Syngjandi bassaleikur
Niels Hennings á sér engan
líka, fyrir nú utan að tækni og
intelligens hans er hátt upp á
virtúósstiginu. Það er sama
hvort hann tekur sóló eða
þrumar grunnlínu til stuðnings
hljómaganginum, alltaf er
þetta með sama snilldar-
bragnum, fallegt og tandur-
hreint. Og flugið og leiknin var
næstum yfirþyrmandi í loka-
laginu, Donna Lee eftir Bird
gamla (Parker), þar sem hann
lék eins og Bud Powel væri rétt
Tónlist
Leif ur Þórarinsson
einu sinni ,,kreisí“ á píanóið.
Koch Hansen svaraði þessu öllu
mikið til í sömu mynt, og tók
nokkrar þéttings duglegar
sólóar, með miklum kúltúrbrag
þó. Stjarna kvöldsins, eða
kvöldanna þvf þau voru þrjú,
fannst þó mörgum vera
trommuleikarinn Alex Riel, því
slík leikni að lemja trommusett
með öllum skönkum, hefði
sjaldan eða aldrei heyrst fyrr
hérlendis, að ekki sé talað um
öryggið í meðferð flókinna
rythma og knýjandi tónhug-
mynda. I heild var tríóið eins
létt og skemmtilegt og hugsast
getur, og lék saman með firna
elegance og öryggi, þrátt fyrir
að meðlimirnir koma í rauninni
sinn úr hverri áttinni, og sjást
varla nema endrum og eins. Nú
eigum við von á Niels Henning,
með vorskipunum, hann ætlar
að koma með Oscar Peterson á
listahátíð, en hinir tveir mættu
nú gjarnan láta sjá sig líka. En
hvað líður íslenskum jassleik?
Er ekki jassmúsík orðin það
„international“ menningar-
fyrirbæri, að mál sé komið að
snobba soldið fyrir henni?
Hvernig væri að útvarp og sjón-
varp kæmu sér upp „bigbandi",
nei jesús, það er vist til alltof
mikils mælst. En smábandi þá,
kvartett eða kvintett, til að láta
svinga soldið i kvörnunum? Ö,
hvað það væri gaman.
Leifur Þórarinsson
SÍMI16837
Leikkona
ársins
íhlutverki
Önnu
Christie
Leikstjórinn Josc Quintero
heilsar Liv Ullmann, sem ný-
lega var kosin bezta leikkona
ársins i Bandarikjunum en hún
var að koma á fyrstu a-finguna
á leikritinu Anne Christieeftir
Eguene O’NeiIl. Leikritið verð-
ur frumsýnt i april í Impcrial
leikhúsinu í New York. Leikrit-
ið Anna Christie var flutt í út-
varpinu hér nýlega og var það
Margrét Guðmundsdóttir, 'sem
fór með hlutverk Önnu.
HELGAFELL—
MMjBLADIB án ríkisstyrks
ENDURMINNINGABÓK
LIV ULLMANN,
GJAFABÓKIN í ÁR!
Taunusl 7m Station
árgerö’69tilsölu.
Verö kr. 300þús. Upplýsingarí
síma 50113 eftirkl. 6
Haröfiskur
Til sölu úrvals vestfirzkur harðfiskur
og bitafiskur, pakkaður í 100 gramma
pakkningar Umboðsaðili á Stór-
Reykjavíkursvæði: 0. Johnson og
Kaaber. Á Norðurlandi: Eyfjörð s/f,
Akureyri.
VONIN HF. SÚGANDAFIRÐI.
m RB.BYGGINGAVÖRUR HE
Suðurlandsbraut 4. Simi 33331. (H. Ben. húsið)
r BflOMOTTUSETl i i
| RB. BYGGINGAVÖRUR HF |
Suöurlandsbrau t 4. Simi 33331. (H. Ben. húsiö)