Dagblaðið - 15.12.1977, Síða 15
Platini—knatt-
spyrnumaður árs-
ins íEvrópu
Hið virta franska knattspyrnurit —
France Football valdi í gær Knattspyrnu-
mann ársins í Evrópu. Og sæmdarheitið í ár
hlaut einmitt Frakki — Michael Platini. Nú
eru 20 ár síðan Frakki hlaut siðast þetta
sæmdarheiti en Platini leikur með St.
,Etienne og viðurkenning til hans kemur þó
fyrst og síðast vegna hins mjög svo góða
árangurs Frakka. Þeir unnu sér rétt i úrslit
HM í fyrsta sinn síðan 1966 og þar var Piatini
lykilmaður að baki velgengni landsliðs
Frakka.
Franz Beckenbauer var knattspyrnumaður
ársins i Evrópu 1976 — en þar áður hlaut
Oleg Blokhin sæmdarheitið.
Howe til QPR
QPR hefur verið mikið í fréttum undan-
farið — bæði keypt og selt leikmenn ört. I
gær keypti QPR nýjan leikmann — Ernie
Howe frá Fulham. Howe hefur undanfarið
átt í deilum við Fulham, sem upphaflega
vildi fá 100 þúsund pund fyrir Howe. En
félög vildu ekki kaupa Howe fyrir slíkan
pening. Málið fór til knattspyrnusambands-
ins. Þar var verðið , sem Fulham setti á Howe
lækkað úr 100 þúsund pundum í 50
þúsund pund — kaupverð QPR á Howe.
Fulham fékk Howe frá Crystal Palace fyrir
lítinn pening.
Jafntefli
i'Dortmund
Heimsmeistarar V-Þýzkalands urðu að
sætta sig við jafntefli gegn Wales í Dort-
mund í vináttulandsleik þjóðanna í gær-
kvöld, 1-1. í sjálfu sér sanngjörn úrslit, sem
vissulega setja spurningamerki við getu
Þjóðverja, hvort þeir hafi nógu sterkt lið í
Argentínu til að verja HM titil sinn. Gegn
Wales í gærkvöld virtist svo alls ekki vera —
en Þjóðverjarnir eru sterkir og þrátt fyrir
úrslit sem ekki gefa góð fyrirheit, ein úrslit,
er síður en svo rétt að afskrifa þá.
Leikur Þjóðverja var nánast í molum í
gærkvöld — þeir réðu illa við Leighton
James á vinstri vængnum og á hinum hægri
var Carl Harris frá Leeds United ávallt
skæður. En Wales saknaði illilega miðherja
síns, John Toshack, sem er meiddur, hefur
raunar lítið spilað með Liverpool í vetur.
V-Þjóðverjar náðu forustu þegar á fvrstu
mínútu síðari hálfleiks. Abramczik sendi
fasta sendingu fyrir og Klaus Fisher skoraði
við stöngina fjær. En Wales var greinilega
ekki komið til Dortmund til að tapa — Wals-
Imenn sóttu í sig veðrið og á 79. mínútu
jjafnaði David Jones, Norwich með góðu
skoti. 31 þúsund manns fylgdust með leikn-
lum — og þeir fögnuðu jafnvel marki Wales
ekki síður en heimamanna, slík voru von-
brigði áhorfenda með leik sinna manna.
Greinilegt að V-Þjóðverjar hafa enn ekki
náð að fylla skörð leikmanna eins og Franz
Beckenbauer og Gerd Muller.
!____________\___________________
Danir sigruðu
Júgóslava
Danir sigruðu Júgóslava 13-12 í
landsleik í Vejle um helgina —
og Danir eru ánægðir meö lið sitt.
Segja að sigurinn hafi siður en
svo verið tilviljun, danska liðið
hafi einfaldlega verið mun betra.
Varnarleikur var aðall danska
liðsins gegn Júgóslövum, sem
raunar var ákaflega slakt að sögn
BT, hafði ekki góða skyttu og
Danir áttu auðvelt með aö verjast
skyndiupphlaupum Júgóslav-
anna.
Um 1400 manns fylgdust með
leiknum í Veilje og Danir höfðu
frumkvæðið i fyrri hálfleik,
leiddu 7-4 í leikhléi. En Júgóslöv-
um tókst að jafna í síðari hálfleik,
12-12 — sigurmark Dana skoraði
síðan Anders-Dahl Nielsen úr
vfti. Danir fóru illa með mörg
upplögð tækifæri, sér í lagi
misnotuðu langskytturnar góð
færi.
Mörk Dana skiptust, Anders-
Dahl Nielsen 5, Mikhael Berg 4.
Thomas Pazyj 2. Heine Sörensen
og Palle Jensen eitt mark hvor.
Danir fengu 2 víti — Júgóslavar
4 en einum Dana var vfsað af
velli, 3 Júgóslövum.
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1977.
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1977.
íþróttir
Iþróttir
íþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
IS HAFW SK5URI
UPPGIÖRI V» VAL
—í 1. deild íslandsmótsins í körfuknattleik.
ÍS sigraði Val89-88. Steinn Sveinsson skoraði sigurkörf u ÍS •
9 sekúndum fyrir leiksiok
Stúdentar unnu dýrmætan
sigur gegn Val i 1. deild fslands-
mótsins í körfuknattleik í gær-
kvöld, 89-88 — Steinn Sveinsson
skoraði sigurkörfu fS aðeins 9
sekúndum fyrir leikslok. Svo
naumur var sigur stúdenta í
viðureigninni við Valsménn —
hörkuleikur þar sem viðureign
Bandaríkjamannanna Dirk Dun-
bar hjá fS og Rick Hockenos hjá
Val skyggði á flest annað — og
Dunbar kom sem sigurvegari.
Maður á bak við sigur fS —
skoraði 35 stig.
Síðustú mínútur leiks ÍS og
Vals voru mjög spennandi. Vals-
menn höfðu náð að vinna upp 10
stiga forustu ÍS á síðustu þremur
mínútum leiksins, breytt stöðunni
úr 80-70 í 87-86. Þá voru aðeins
um 16 sekúndur eftir — Vals-
menn léku maður á mann í von
um að ná knettinum. Og það tókst.
Kolbeinn Kristinsson hugðist
gefa sendingu fram — en sendi
beint í hendurnar á Kristjáni
Ágústssyni sem átti greiðan
aðgang að körfunni — og Vals-
menn voru yfir í fyrsta sinn. En
stúdentar voru ekki á að leggja
árar í bát. Steinn Sveinsson brun-
aði fram — stökk upp og skoraði
laglega. Raunar var dæmdsóknar-
villa á Stein eftir að hann hafði
sleppt knettinum. En í körfunni
hafnaði knötturinn. Aðeins niu
sekúndur eftir — Valsmenn
brunuðu upp, Rick Hockenos
brunaði upp vinstri vænginn en
einmitt þegar hann virtist
kominn á auðan sjó missti hann
knöttinn útaf — og draumur Vals-
manna fór þar með — tvö dýrmæt
stig til IS.
Að öðrum ólþstuðum bar Dirk
Dunbar af — mikil hittni hans
reyndist ÍS drji^g, gat nánast hitt
íþróttir
þegar hann vildi en hann skoraði
35 stig. Þá voru einnig drjúgir
Bjarni Gunnar Sveinsson og Jón
Héðinsson — Bjarni Gunnar
skoraði 15 stig ásamt Kolbeini
Kristinssyni, og þáttur hans i
sigri tS var stór, þrátt fyrir að
mistök Kolbeins hafi nærri kostað
sigur. Barátta Steins Sveinssonar
var og ekki lítill þáttur í sigri
stúdenta, sannarlega ekki á að
gefa eftir.
Valsmenn misstu af dýrmætum
stigum, einmitt þegar þau virtust
i höfn'aðeins 15 sekúndum fyrir
leikslok. Valsmenn sýndu mikla
Æfingabúningar
fyrir2ára í fullordinsstærðir
Verö frá kr. 3.895.- til8.800.-
Póstsendum
Sportvöruverzlun
Ingólfs Óskarssonar
Klapparstíg 44 — Sími 11783
baráttu er næstum dugði til
sigurs þvf stúdentar höfðu i gær-
kvöld ávallt frumkvæðið — og
baráita Valsmanna í lokin hafði
næstum dugað. Rick Hockenos
var liðinu drjúgur þrátt fyrir að
hann hafi fallið nokkuð f skugga
landa síns, Dunbar. Þórir
Magnússon átti sinn bezta leik í
vetur, hittni hans var drjúg á met-
unum þó sigur hafi ekki unnizt,
skoraði 24 stig. Þá var Torfi
Magnússon sterkur með 17 stig.
Staðan í 1. deild eftir sigur tS í
gærkvöld er því þannig — ath.
reiknað er með sigri Þórs gegn
KR á Akureyri, leikur er flaut-
aður var af þar sem KR-ingar
teppt ust í Reykjavík, 2-0.
Njarðvík
ÍS
KR
Valur
Þór
Fram
tR
Armann
0 471-382 10
1 515-496 10
2 449-355 8
2 415-382
3 296-312
4 377-419
4 360-464
5 372-485
Það var hart barizt i gærkvöld i leik ÍS og Vals DB-mynd Hörður
Auðvelt hjá Dankersen
gegn Kremz í Minden
— og Dankersen mætir Honved í átta liða úrslitum
Dankersen, v-þýzku meistar-.
arnir sigldu örugglega áfram í
átfa-Iiða úrslit Evrópukeppni
meistaraliða í handknattleik i
gærkvöld — Dankersen sigraði þá
Union Kremz 21-16 í Minden.
Öruggur sigur, leikurinn nánast
formsatriði eftir níu marka sigur
Dankersen í Austurríki, 25-16.
Áhugi á leiknum var ek.ki
mikill í Minden — á milli 8 og 900
manns fylgdust með ieiknum.
Dankersen náði þegar í upphafi
undirtökunum, komst í 9-3 en
eftir það slökuðu leikmenn á,
kæruleysi hljóp í leik liðsins.
Staðan í leikhléi var 10-6 Danker-
sen í vil. Dankersen hafði ávallt
örugga forustu án þess þó að yfir-,
burðir liðsins væru verulegir.
Lokatölur 21-16 — í leik sem
nánast var formsatriði fyrir leik-
menn Dankersen. Von Oepen
skoraði flest mörk Dankersen í
gærkvöld — 5, Axel Axelsson og
Waltke skoruðu 4 mörk hvor.
Kramer og Butsch skoruðu 2
mörk hvor — og Ölafur H. Jóns-
son 1 mark ásamt þremur öðrum.
En róður Dankersen verður
áreiðanlega þyngri f átta-liða úr-
slitum, þá mætir Dankersen mót-
herjum Vals, ungversku meistur-
unum Honved. Dönsku meistar-
arnir Fredricia KFUM mæta'
Slask frá Póllandi. Dukla Prag,
Tékkóslóvakíu, mætir a-þýzku
meisturunum frá Magdeburg. Þá
mæta norsku meistararnir Ref-
stad spænsku meisturúnum.
I Evrópukeppni bikarhafa ber
hæst viðureign Vorwárts frá
Frankfurt am der Oder og bikar-
meistara V-Þýzkalands,
Gummersbach. En FH mætti
Vorwárts einmitt í síðustu
umferð.
KATTIH0LUNNI
- STJÖRNUKVÖLD
— Sannkallaður íþróttakabarett í Laugardalshöll í kvöld
Það verður mikið um dýrðir í
I,augardalshöll i kvöld — sann-
kallað Stjörnukvöld. Þar verða
meðal gesta Omar Ragnarsson, en
hann mun opna kvöldið á sinn
sérstæða hátt, sem honum og eng-
um öðrum er lagið. Þar verða og
Ilalli og Laddi, Albert Guð-
mundsson, Ellert B. Schram, Kar-
vel Pálmason, Jón Armaún
Héðinsson, hið sigursæla lið
íþróttafréttamanna, landsliðið í
handknattleik gegn pressuliði. Þá
leika okkar fimm beztu körfu-
knattleiksmenn gegn þeim 4
Bandaríkjamönnum er hér leika.
Sannkallaður kabarett, sannkall-
að Stjörnukvöld. Og • jú, einu
gleymdum við — lyftingamönn-
unum sem fá það erfiða hlutverk
að kljást við íþróttafréttamenn.
Dagskráin í kvöld hefst með
„upphitun" Ömars Ragnarssonar.
Þá verður viðureign fþróttafrétta-
manna gegn lyftingamönnum.
sem áreiðanlega verða léttir. Eftir
slaka frammistöðu dómara
undanfarin ár þótti rétt að fá
sterkari menn til að veita keppni.
Síðan kl. 20.30 hefst leikur
þeirra fimm Bandaríkjamanna er
hér leika gegn fimm af okkar
beztu körfuknattleiksmönnum
með Jón Sigurðsson, okkar eigin
snilling, innanborðs.
Þá verður dagskrárliður kl.
21.15 — enn lítið þekktur en að
honum loknum leika „Ómars All-
Star" við úrvalslið alþingis-
manna. Meðal leikmanna All-Star
verða l>eir Halli og Laddi, íþrótta-
kempan Gunnár Þórðarson og
fleiri.
Og þá lokaatriði kvöldsins,
rúsínan í pylsuendanum, íslenzka
landsliðið undir stjórn Janusz
Czerwinski. En íslenzka landsliðið
verður þannig skipað: Gunnar
Einarsson, Haukum, Kristján Sig-
mundsson, Vtking, markverðir.
Aðrir leikmenn: Geir Hallsteins-
son, FH, Janus Guðlaugsson, FH.
Jón H. Karlsson, Val, Bjarni Guð-
mundsson, Val, Þorbjörn Guð-
mundsson, Val, Björgvin Björg-
vinsson, Víking, Ólafur Einars-
son, Víking, Árni Indriðason, Vík-
ing, Páll Björgvinsson, Víking, og
Viggó Sigurðsson, Víking.
Pressuliðið er valið hafa Ágúst
I. Jónsson Mbl. og Hermann Guð-
mundsson útvarpi er þannig
skipað: Birgir Finnbogason, FH.
Örn Guðmundsson. KR, Þórarinn
Ragnarsson, FH, Jón Pétur Jóns-
son, Val, Steindór Gunnarsson,
Val, Stefán Gunnarsson, Val, Þor-
björn Jensson, Val, Gústaf
Björnsson, Fram, Þorbergur
Aðalsteinsson, Víking, Konráð
Jónsson, Þrótti, Ásgeir Eliasson,
IR, Þorgeir Haraldsson, Haukum,
og Birgir Jóhannesson, Fram.
Þriggja stiga forusta
Drott í Allsvenskan!
- eftir sigur í Lugi í Halmstad, 27-21—Olympia gerði jaf ntef li við Hellas
Efstu lióin í Allsvenskan í
sænska handknattleiknum, Drott,
lið Agústs Svavarssonar, og Lugi,
lið Jóns Hjaltalín, mættust í gær-
kvöld í Halmstad, heimavelli
Drott. Og Drott vann í uppgjöri
toppliðanna, sigraði 27-21.
Olympia vann dýrmætt stig á
heimavelli gegn Hellas, gerði
jafntefli 18-18 —og er því í næst-
neðsta sæti með 6 stig að loknum
10 leikjum — en neðst er SAAB.
Eðlilega vakti uppgjör efstu lið-
anna, Drott og Lugi, mesta athygli
í Svíþjóð í gærkvöld. Mikil
stemmning í Halmstad — og
Drott náði fljótlega góðum tökum.,
á leiknum. Einkum áttu leikmenn
Lugi erfitt að verjast hraðaupp-
hlaupum leikmanna Drott — en
alls skoruðu leikmenn Drott 20
mörk úr skyndiupphlaupum.
Heldur bar lítið á Islendingun-
um — Ágúst skoraði 4 mörk —
STENMARK VANN
SINN 24. SIGUR
—í Heimsbikamum í gær og er nú
langef stur í keppninni
Ingemar Stenmark vann sinn
24. sigur í heimsbikarkeppni og
jifnaði þar með met Gustavo
’/hoeni en hann hafnaði í áttunda
sæti í gær í Madonna á Ítalíu.
Hreint frábært hjá hinum 21 árs
gamia Svía en hann er einmitt
handhafi heimsbikarsins. Eftir
sigurinn í Madonna hefur
Stenmark tekið örugga forustu,
hefur hlotið 75 stig en næstur
honum kemur Heini Hemmi frá
Sviss með 40 stig.
Stenmarlf þurfti sannarlega að
hafa fyrir sigri sínum í stór-
sviginu í Madonna i gær. Hann
hafði forustu eftir fyrri umferð
en missti næstum hlið er hann fór
hina síðari, sýndi þá einmitt
öryggi sitt. Náði sér aftur á braut-
ina og sigraði á 2:49.91 — 15/100
úr sekúndu á undan Heini
Hemmi, ólymípumeistaranum.
’Stenmark hafði 37/100 úr
sekúndu betri tima eftir fyrri!
umferðina en beztan tíma i síðari
umferðinni hafði Andreas
Wenzel frá Lichtenstein.
Keppnin í Madonna var hin
síðasta í sviginu fyrir áramót og
enn er langur vegur áður en
heimsbikarnum verður lyft.
Heini Hemmi, Svisslendingur-
inn sem svo óvænt hreppti gull á
Olympíuleiknum síðustu í stór-
svigi, var síður en svo óhress eftir
að hafa enn hafnað í öðru sæti i
stórsvigi á eftir Stenmark. „Hann
vann mig þó ekki með tveimur
heilum sekúndum eins og í Val
D’Isere. Það er mér mikilvægt
hve naumur sigur Stenmark hér
var,” var það sem Hemmi hafði að
segja.
En úrslitin í Madonna á Ítalíu í
gær urðu:
1. Ingemar Stenmarlc, Svíþjóð,
2. Heini Hemmi, Sviss,
3. Andreas Wenzel, Lichtenst.
4. Klaus Heidegger, Austurríki,
5. Leonard Stock, Austurríki,
6. Jean-Luc Fournier, Frakkl.
7. Phil Mahre, USA,
8. Gustavo Thoeni, Italíu,
9. Bojan Krizaj, Júgóslavíu,
F.F.
1:28,61 -
1:28.98-
1:29.29-
1:30.11 -
1:29.27-
1:29.89 ■
1:30.60-
1:29.65 •
1:29.86-
S.F.
- 1:21.30=
- 1:21.08=
- 1:20.80 =
- 1:21.02 =
- 1:22.29=
- 1:21.78=
- 1:21.13 =
- 1:22.20=
- 1:22.09=
Samt.
2:49.91
2:50.06
2:50.09
2:51.13
2:51.56
2:51.67j
2:51.73
2:51.85
2:51.95
Olymípumeistarinn Piero Gros var 11. Fékk samanlagt 2:53.23 mín.
Eftir keppnina í gær standa stigin þannig:
1. Ingemar Stenmark, Svíþj.
2. Heini Hemtni, Sviss,
3. Klaus Heidegger, Aust.
4. Phil Mahre USA,
5. Franz Klammer, Austur
6. J. L. Fournier, Frakkl.
:þar af 3 víti. Jón Hjaltalín skoraði
aðeins eitt mark fyrir Lugi.
Staðan í leikhléi var 13-9 Drott í
vil — og sigur liðsins nánast
aldrei í hættu. Drott hefur nú
örugga forustu í Svíþjóð — að
loknum 10 umferðum hefur Drott
'16 stig. I kjölfarið koma Lugi,
Víkingarnir og Hellas með 13 stig.
Tveir aðrir leikir fóru fram í gær-
kvöld — utan leikja Drott —
Lugi, 27-21, Olympia — Hellas
18-18, þá sigraði Heim AIK 29-19
og GUIF sigraði neðsta liðið í
deildinni — SAAB 13-12.
Snjallastur allra snillinga, Omar Ragnarsson.
Valur Fnnnar
GULLSMIÐUR
Lækjartorg Reykjavík Símar 16488 & 40767
SKAUTAR
HVITIR.
LISTSKAUTAR
NR. 34-42
VERÐ
KR. 7.991.
SVARTIR
LISTSKAUTAR
NR. 34-46
VERÐ KR. 7.991.-
P0STSENDUM
H0CKEY
SKAUTAR
NR. 41-46
VERÐ KR. 10.844.
LAUGAVEGI 13
SÍMI 13508