Dagblaðið - 16.12.1977, Page 1

Dagblaðið - 16.12.1977, Page 1
Einkaaðstaðan í kjötsölu frá landinu rofin: Nálega 50% hærra verð er einkaf ramtakið komst að Kjötið nú selt gegn staðgreiðslu og allri umboðsmennsku haf nað Einkaaöstaðan sem verið hefur á allri sölu á jslenzku kindakjöti til Danmerkur hefur nú verið rofin. Um Ieið og það gerðist hækkaði verð á íslenzku kindakjöti til Danmerkur úr 6—6,50 kr. danskar fyrir kílóið í 9 krónur danskar fyrir hvert kíló eða fast að þvi'um 50%. Það er útflutningsfirmað Triton, sem Örn Erlendsson veitir forstöðu sem einkaað- stöðuna á kjötsölunni rauf. Eftir ítrekaðar beiðnir fékk hann tilskilin leyfi yfirvalda sölusamtaka landbúnaðarvara til útflutningsins. Fóru 100 tonn af islenzku lambakjöti utan fyrir fáum dögum. Það er fyrsti farmurinn sem einok- unaraðstöðuna rýfur. _Hið nýja verð sem örn hjá Triton fékk fyrir kjötið er enn liagstæðara en áðurnefndur verðmismunur sýnir, því nýi danski innflytjandinn greiðir farminn gegn staðgreiðslu en hinn eldri gerði upp eftir að hann hafði selt allt sitt kjöt. Fram til þessa hefur allt ís- lenzkt lambakjöt sem selt hefur verið til Danmerkur farið um hendur. K. Klausen í Ködbyen. Hann var að sögn Sveins Tryggvasonar framkvæmda- stjóri Framreiðsluráðs umboðs- sali og hafði Heimild til að draga frá söluverðinu héðan uppskipunarkostnað, tolla og fleira og gefa reikning :yrir þessum kostnaði og öðrum áður en endanlegt uppgjör fór fram. Hið nýja sölufyrirkomulag sleppir slíkri umboðssölu. Er um hreina staðgreiðslusölu að ræða og öll söluábyrgð síðan í höndum hins danska kaupanda. - ASt. Jólasnjór — eða hvað? Rúta valt niður Mánaskriður —tveir menn sluppu naumlega Tveir menn sluppu naumlega er langferðabifreið fór út af veginum í . Mánaskriðum, skammt frá Siglufirði í gær- kvöldi. Bílstjórinn Bjarni Árna- son sagði í viðtalj við DB í morgun að hann hefði gert margítrekaðar tilraunir til þess að komast upp skriðurnar og verið kominn upp að efsta skafli, sem var fremur lítill. Þá snerist bíllinn skyndilega og fór út af veginum og rann niðúr skriðurnar á hliðinni og sneri framendinn upp. Hægri fram- rúðan brotnaði, er bíllinn fór útaf og gat 15 ára piltur, sem var með Bjarna í bílnum, hent sér út um gluggann. Bjarni var aftur á móti fastur í sæti sínu, þar sem sætisbakið þrengdi að honum upp að stýrinu. Honum tókst þó að brjóta sætið og komst út úr bílnum við illan leik. Billinn stöðvaðist er hann hafði runnið um 500 metra niður skriðurnar og voru þá aðeins um 50 metrar fram á bjargbrúnina. Mennirnir voru marðir og Bjarni nokkuð skrámaður, en ómeiddir að öðru leyti. Þeir gátu síðan gengið upp á veginn og í veg fyrir bíl frá Sauðanesi, sem kom að vitja um þá. Bjarni telur líkur á því að lítil snjóskriða hafi komið á framhorn bílsins, með þessum afleiðingum, en mikið vár um snjóskriður þarna í hlíðinni. Billinn, 21 manns M. Benz, er talinn ónýtur. -JH. Loksins er kominn jólasnjór í höfuðborginni, þó veit enginn hvort snjór sem er að morgni dugar til kvöids eða ekki. En óneitanlega komast menn frekar í jólaskap þegar jörð er aihvít og greinar trjánna svigna undan snjónum. Þessi mynd var tekin í Skerjafirðinum í gær. — Annars er spáin fyrir höfuðborgina og Vesturland suðvestan átt og él en fyrir norðan verður léttskýjað. - A.Bj. — DB-mynd Sveinn Þormóðsson. Þrýstingur á st jórnarþingmenn Búizt við að kaup- in á Víðishúsinu verði samþykkt Mikill þrýstingur „að ofan“ er á þingmenn stjórnarflokk- anna til að fá þá til að .sam- þykkja kaupin á Víðishúsinu. Talið er sennilegast, að kaupin verði samþykkt með öllum þorra atkvæða S.íálfstæðisþing- manna og atkvæðum flestra Framsóknarþinganna. Þetta var skoðun eins stjórnarþingmanns, sem DB ræddi við í morgun. Hann sagði að talsverð óánægja væri meðal Framsóknarþingmanna og ,,þó nokkrir" Sjálfstæðisþingmenn væru andvígir kaupunum. Hins vegar hefði tekizt að fá alla fulltrúa stjórnarflokkanna í fjárveitinganefnd til að sam- þykkja kaupin. Þriðja umræða um fjárlög verður ekki fyrr en á þriðjudag og enn væri nokkuð óvíst hvernig málið færi en gera mætti ráð fyrir samþykkt. Sumir stjórnarlióar mundu þó annaðhvort greiða atkvæði með breytingartillögu Lúðvíks Jósepssonar (AB) og fleiri um að fella niður heimildarákvæði um kaup á Víðishúsinu eða sitja hjá við atkvæðagreiðslu um þá tillögu. Meðal þeirra sem eru and- vígir kaupunum eru ráðherr- arnir Gunnar Thoroddsen og Halldór E. Sigurðsson. Einar Agústsson hefur einnig látið skína í óánægju. - HH Bflarnir og Teitur Þórðarson til Öster Teitur Þórðarson, Skaga- maðurinn kunni hefur nú skipt um félag í Svíþjóð — farið frá Jönköping er leikur í 2. deild til Öster, eins af kunnustu félögum Svíþjóðar og leikur í Allsvenskan, 1. deild. Kaupverð Teits skiptir tugum milljóna — raunar var öster ekki eitt um að sýna Teiti áhuga, fleiri félög’ vildu fá hann í sínar raðir. „Teitur Þórðarson var okkar bezti leikmaður, gott að vinna með honum, skalla- tækni hans góð. Kraftur hans og hraði gerði að verk- um að mörg félög sýndu hon- um áhuga, sér í lagi 1. deild- arlið öster og Atvidaberg," sagði Ove Lago, einn af for- ráðamönnum Jönköping er við ræddum vió hann í morgun. Sjá íþróttir í opnu.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.