Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 16.12.1977, Qupperneq 2

Dagblaðið - 16.12.1977, Qupperneq 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1977. Fornaldaraðferð við hundaböðun í Mosfellssveit —- Sækja á til saka menn sem eru vondir við dýrin, segir bréf ritari Guðjón V. skrifar: Fyrir nokkru Guðmundsson hundahreinsun í Mosfellssveit. Það ætti auðvitað ekki að- fór fram teljast til neinna tíðinda en þegar svona hlutir, sem í eðli sínu eru afar auðveldir, eru framkvæmdir á löngu úreltan bvartir, orumr ogbláir, leóur: Kr. 10.980.- Fimrdömih skór / Margar hæla- hæðir hátt og eftir því ómannúðlegan er þetta nokkuð sem verður að koma fyrir augu og eyru al- mennings. Hundum í dag er gefin tafla sem drepur hugsan- lega bandorma í þeim, auka- verkanir eru engar og finnur dýrið því ekkert fyrir þessu, svona einfalt er þetta. Forn- aldaraðferðin, sem notuð er í Mosfellssveit, er þannig: Hundunum eru gefnar töflur sem virka sem mjög stór skammtur af hægðalyjfi þannig að það pípir niður af dýrunum en alls engin trygging er fyrir því að þetta útrými hugsanleg- um ormum, einnig fá margir hundar heiftarleg uppköst. Þegar hundunum hafa verið gefnar þessar töflur eru þeir bundnir of þétt saman þannig að þeir geta auðveldlega flækzt hver í annars bandi. Varð það einmitt núna að úti i einu horn- inu höfðu tveir tvinnað sig svo þétt saman að þeir gátu sig ekki hreyft, enda hefðu þeir hengt sig ef þeir hefðu snúið meira upp á böndin. Tekin var mynd af þessu. Þegar öllum hundum hafði verið gefið inn var hurð kofans lokað og þarna voru skepnurnar látnar dúsa ca 5 tíma algerlega eftirlitslausar trampandi i ræpu sinni og ælu. Að lokum var hundunum stungið á kaf ofan í tunnu fulla af lútsterkum legi, líkast til lýsóli sem auðvitað getur skaðað, þvf að höfuð dýranna fór einnig í kaf. Og auðvitað lykta hundarnir vikum saman, að maður tali nú ekki um þegar þeir blotna. Eg sem þessar línur rita á tvo hunda og sneri ég að sjálfsögðu frá með þá og hafði samband við héraðsdýralækninn sem gaf þeim réttu lyfin. Þessar groddaaðferðir kærði ég til formanns dýraverndunar- sambandsins,- síðan kom á stað- inn dýrahjúkrunarkonan og ljósmyndari frá Morgun- blaðinu. Blöskraði þeim aðkoman og voru teknar margar myndir. Atti síðan að birta þær ásamt grein svo fólk sæi með eigin augum hvernig staðið var að þessu. Þetta hefur ekki litið dagsins ljós enn. Morgunblaðið 'er lítið gefið fyrir að gagnrýna sína menn eða gerðir þeirra, en það eru íhaldsöflin sem fara með völdin í hreppnum. En maður hafði nú haldið að svona mál væri hafið yfir alla venjulega pólitík. Það er vonandi að dýra- verndunarsambandið geri við- eigandi ráðstafanir til þess að þessir atburðir endurtaki sig ekki, og þetta tilheyri fortíð- inni. Það er því miður stað- reynd að enn er umgengni manna hér á landi gagnvart dýrum engan veginn nógu góð, þannig að stöðugt þarf að vera á varðbergi í þeim efnum. Sækja verður miskunnarlaust til saka menn sem eru vondir eða tillitslausir við dýr, enda er það það lúalegasta í fari manns- ins. Guðjón V. Guðmundsson ©PIB handa öllum börnunum, segir Júlli jólamús. — Það tokur nú ekki svo langan tíma að búa til; svona húr. Mig vantar hara þessa tvo rimla. — Æ. a*. hvað er nú? andvarpar Júlli. Hann er allt i einu lokaður inni i buri. — Júlli þó. Ætlarðu að vera þarna til jóla? — Noi. ég verð að komast út til að geta haldið' áfram með jólagjafirnar. Það eru bara 8 dagar til jóla. — Nú, ég sé að þú ert að verða næstum búinn með- heilt Ijónabúr, segir jólasveinsstrákurinn. — Já. þetta verður að ganga eitthvað. Hugsaðu þér’ bara. ef við verðum ekki búnir með jólagjafir Póstsendum 7 ""1 i i 1 1 1 i i 1, T* “i——r——r——i— i i i i —iii n 1 1 1 l./rtfiSs " i i i i r i i r 1||| r 1 1 1 J- 1 1 1 1 Raddir lesenda ANNA BJARNASON Hringið ísíma27022milli k!.13ogl5 i

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.