Dagblaðið - 16.12.1977, Page 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1977.
Lesandi spyr:
„Á GRUNDARFJÖRÐUR AÐ VERÐA
EINS KONAR ÁSTRALÍA NÚTÍMANS?
Grundfirðingur hringdi:
„Fyrir um það bil mánuði var
framið innbrot í verzlun á
Grundarfirði og stolið þaðan
töluverðu af armbandsúrum.
Fyrir rúmri viku kom í ljós að
hér höfðu verið að verki fangar
á Kviabryggju. Þeir höfðu
læðzt út um nótt, án þess að
nokkur yrði var við, labbað
ofan í Grundarfjörð, sem er 10
km leið, og síðan til baka aftur.
Verknaðurinn komst ekki upp
fyrr en lögreglan í Reykjavík
fann hluta af úrunum í fórum
eins fangans, sem þá var laus
úr vistinni á Kvíabryggju og
kominn suður.
Fólk hér á Grundarfirði er
uggandi, að vistmenn á Kvía-
bryggju skuli ganga lausir um
nætur. Þar sitja menn inni
fyrir alls konar afbrot og geta
verið til alls vísir. Fólk veltir
því fyrir sér hvort sofið sé á
verðinum á nóttunni og hvort
Grundarfjörður eigi að vera
eins konar Astralía nútímans?'-
JOLAPLOTUR FALKANS
BJÖRK - Björk Guðmundsdóttir
Björk er aðeins ellefu ára. Hún syngur, spilar
og semur lög. - Nú hefur hún sungið á plötu
með aðstoð nokkurra af þekktustu popptón-
listarmönnum landsins. Þetta er einstök plata
fyrir æskufólk á öllum aldri.
Fálkinn hefur sent frá sér jólaplöturnar í ár.
Þar er að finna fjölbreytt úrval, tónlist fyriralla,
unga sem aldna.
Hljómplata frá Fálkanum er vegleg jólagjöf.
í MORGUNSÁRIÐ - Ólafur Þórðarson
Fyrsta sólóplata Óla i Rió. Á plötunni flytur
Óli einungis frumsamda tónlist ásamt nokkrum
þekktum tónlistarmönnum.
LONLÍ BLÚ BOJS - Vinsælustu lögin
Nú eru öll bestu lögin komin á eina plötu.
Mörg þeirra eru ekki lengur fáanleg
á öðrum plötum.
Eignist þessa frábæru plötu.
EINTAK - Bergþóra Arnadóttir
Á þessari plötu syngur Bergþóra við undirleik
nokkurra helstu hljómlistarmanna landsins,
eigin lög við Ijóð ýmissa valinkunnra
íslenskra skálda.
KARLAKÓRINN FÓSTBRÆÐUR
Þetta eru tvær hljómplötur sem gefnar hafa
verið út í tilefni 60 ára afmælis kórsins.
Plöturnar innihalda sýnishorn af söng kórsins
allt frá árinu 1930 til ársins 1975. Þessar plötur
þurfa allir unnendur karlakórssöngs að eignast.
í GEGN UM TÍÐINA
Mannakorn
Enn betri plata en sú fyrri. Á plötunni eru tíu ný
lög eftir Magnús Eiriksson og allir textar
utan eins eru eftir hann.
Spurning
dagsins
Hvaðætlarðu
aðgera
íjólafríinuþínu?
Rrakkar í Grindavík spurðir.
Hannibal Öskar Guðmundsson 9
ára: Ég <ætla bara að leika mér, jú
kannski hjálpa ég mömmu.
Kristinn Ingimundarson 9 ára’:'
Ég fer kannski á 'sjóinn með
pabba minum. Svoætlaðg að leika
mér : fótbolta.
Ölafur Magnússon 11 ára: Bara
leika mér. Hver \eit nema ég sofi
líka út á morgnanu.
Guðmundur Kristinsson 11 ára:
Bara leika mér, sofa út og
svoleiðis.
Hjalti Pálmason 11 ára: Veit það
ekki. Líklega leika mér, hjóla og
svoleiðis.
Þórður Þ. Waldorff 11 óra: Ég
ætla að hjálpa mömmu minni og
kannski leik ég mér líka eitthvað.