Dagblaðið - 16.12.1977, Qupperneq 4
4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1977.
Nýkomnir
bómullar-
kjólar
Stæröir 40-48
Hentugir
tiljólagjafa
Verð kr. 6.900.-
Már Kristjónsson
Glöpin grimnt
Hliðstæða HAMSUNS
GUÐMUNDUR G. HAGALÍN RITAR UM
BÓKINA GLÖPIN GRIMM í MORGUN-
BLAÐIÐ 6. Þ.M. OG KEMST M.A. SVO
AO ORÐI:
„Ég hafðf ekki lesið margar blaðsíður (
þessari skáldsögu, þegar ég þóttist sjá,
að þarna væri á ferð höfundur, sem hefði
það mikið tll brunns að vera, að hann
þyrfti ekki að „gera kúnstir" — til dæmis
misþyrma ísienzku máll eða reka upp
popphljóð—til þess að eftlr honum væri
tekið. Og þess lengur sem ég las jókst
hvort tveggja: undrun mín og gleðin yfir
því, að þarna væri ég kominn i kynni vlð
veigamikið sagnaskáld. Og ég hugsaði
með mér: Mundl hann virkilega reynast
fær um að verða sjálfum sér samkvæm-
ur allt til bókarloka?
Stundum varð mér það fyrir að skella
upp úr í einrúmi við lesturinn, og mér
komu í hug orð Vídalíns um að skemmta
um hinn óskemmtilegasta hlut. Stöku
sinnum sagði ég við sjálfan mig: Get-
urðu verið þekktur fyrir að hlæja að því
arna? Svarið varð já ...“
>»* • • Mér flaug í hug við lesturinn, að
þarna væri komin íslenzk hliðstæða
bókar Hamsuns, Konerne ved vand-
posten."
• •
• •
Om&Orlygur
Usturgötu 42$imi:25722
Galdra- og brandarabók
Baldurs og Konna
Baldur Georgs var einn kunn- bokaútgáfan Skjaldborg gefur út,
asti skemmtikraftur okkar tslend- greinir Baldur frá frægustu
inga um langt árabil og skemmti- galdrabrögðum sínum. Einnig er í
þættir hans með dúkkunni Konna bókinni safn brandara sem þeir
voru landsfrægir. Baldur og Konni fluttu á skemmt-
Baldur var einnig kunnur fyrir unum sínum.
galdra sfna og í litlu kveri, sem Bókin kostar 1980 krónur.
wSgia: Ljóð tuttugustu
aldarinnar
Rétt er að vekja athygli á ljóða- Kristján Karlsson valdi ljóðin
bók, sem Almenna bókaféiagið °g bjó til prentunar og ritar hann
sendir frá sér fyrir þessi jól. formála fyrir ljóðasafninu. í því
Bókin heitir íslenzkt ljóðasafn og eru einnig æviágrip höfundanna
hefur að geyma ljóð 31 höfundar, og er bókin hin aðgengilegasta,
sem allir hafa verið hvað virkastir 352 blaðsiður að stærð.
á tuttugustu öldinni.
Kraggur—
Saga um fjallahrút
„Kraggur" heitir ný bók sem
Leiftur sendir á markað nú fyrir
jólin. Þar segir höfundurinn,
Ernest Thompson Seton, frá óvið-
jafnanlegum fjallahrút og baráttu
hans. Þýðandi bókarinnar er
Helga Kristjánsdóttir. Bjarni
Jónsson listmálari teiknaði
myndir í bókina.
Ernest Thompson Seton var kana-
dískur náttúrufræðingur, rithöf-
undur og skáld. Hann var fæddur
í Englandi en bjó lengst af í
Kanada. Hann skrifaði fjölda
bóka um dýraveiðar og veiðidýr.
Hann var einn stofnenda sam-
bandsfélags veiðimanna í Banda-
ríkjunum á sínum tíma.
„Kraggur“ er 80 blaðsíður að
stærð. Verð bókarinnar er kr. 990.
Tvær nýjar i f lokknum
umFrankogJóa
Merkið á dyrunum og Hrað-
lestin fljúgandi nefnast nýjustu
bækurnar i flokknum um þá
bræður Frank og Jóa. Flokkur
þessi er nú orðinn nokkuð stór,
því að nýjustu bækurnar eru
númer átján og nitján. Utgefandi
þeirra er Bókaútgáfan Leiftur.
Frank og Jói eiga í stöðugum
eltingaleik við alls kyns bófa og
misindismenn. Þeir hossast um á
mótorhjólum, aka í bílum, fljúga i
flugvélum og þeysa um á hraðbát-
um í baráttu sinni við bófaflokk-
ana. Oftast eru þeir einir í þessari
baráttu sinni, en stundum koma
félagar þeirra þeim til hjálpar eða
jafnvel faðir þeirra, sem er víð-
kunnur leynilögreglumaður.
Leiftur hefur gefið út nokkra
aðra bókaflokka f svipuðum dúr
og sögurnar af Frank og Jóa.
Frægustu flokkarnir munu vafa-
laust vera Kim og Bob Moran
bækurnar.
Merkið á dyrunum er 120
blaðsíður að stærð og Hraðlestin
fljúgandi 169 bls. Verð hvorrar
bókar um sig er kr. 1.680.
Hindin góða
Ellefta bók höf undarins
Hindin góða nefnist nýút-
komin bók eftir Kristján Jóhanns-
son, sú ellefta sem höfundur
sendir frá sér. Utgefandi bókar-
innar er Leiftur.
Á kápu bókarinnar segir:
Hindin góða er að mörgu leyti
einstætt verk í íslenzkum barna-
bókmenntun. Verður því ekki
nánar lýst hér, en eitt er víst:
Engu barni verður rótt i brjósti,
fyrr en það veit hvernig hindinni
góðu reiðir af í þeim átökum og
hættum, sem hún lagði á sig til að
hjálpa öðrum í hlíðum Miklu-
fjalla.
Hindin góða er 111 blaðsíður
að stærð, skreytt fjölda mynda
eftir Hreiðar Sæmundsson. Verð
bókarinnar er kr. 1.680.
Enn f jölgar
Nancy-bókunum
— tvær nýjar bækur í þeim flokki eru komnar
ámarkaðinn
Nancy Drew nefnist stúlka sem
sífellt er að flækjast inn í alls
kyns dularfull mál. Hún lætur
ekki þar við sitja heldur leysir
úr málunum á skynsaman og far-
sælan hátt. — Flestir unglingar
þekkja nú orðið sögurnar um
Nancy, því að þær eru orðnar 23
talsins sem komið hafa út á is-
lenzku.
Nýjustu bækurnar tvær
nefnast Nancy og hlykkjótta
handriðið og Nancy og glóandi
augað. Höfundur bókanna er
bandarísk kona, Carolyn Keene
að nafni. Gunnar Sigurjónsson
hefur þýtt þessar bækur á is-
lenzku.
Nýju Nancy-bækurnar eru 136
og 139 blaðsíður að stærð. Utgef-
andi þeirra er Leiftur. Verð bók-
anna út úr búð er kr. 1.680.
Lukas og leyndar-
mál f rúarinnar — fyrsta bókin f
flokki spennandi leynilögreglusagna frá Æskunni
Lukas og leyndarmál frúar-
innar er fyrsta bókin í flokknum
um Lukas leynilögreglumann,
sem bókáútgáfa Æskunnar gefur
út.
Þar segir frá Luc Lukas leyni-
lögreglumanni, sem hefur snúið
sér að hestaræktun. En hann á
mjög erfitt með að yfirgefa sitt
fyrra starf. Það er eins og hin
dularfullu mál elti hann.
Hver eru hin vondu öfl er
hræða gamla konu í þeim tilgangi
að sölsa undir sig eigur hennar?
Lukas glímir við gátuna í þessari
bók, sem er 86 siður og kostar
1560 krónur.