Dagblaðið - 16.12.1977, Side 5
DAGBLAÐIÐ' FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1977'.
Bílamir aka yfir
leiksvæði bamanna
en hver á að höggva á hnútinn?
Borgararnir geta það ekki.
Borgaryf irvöld geta það ekki.
Lögreglan getur það ekki—hver?
Hver á að grlpa í taumana
þegar borgarar geta ekki komið
sér saman um framkvæmdir?
Borgaryfirvöld? Lögregla? Við
Vesturberg í Breiðholti hefur
risið upp sérkennilegt deilumál.
íbúar einbýlishúsa við Vestur-
berg 129-149 hafa ekki getað
komið sér saman um hver eigi að
fiarlægja moldarbing þar sem bíl-
skúrar þeirra, svo og bílastæði,
eru fyrirhuguð. Ef til vill ekki svo
merkilegt — og þó, ,iú, í stað þess
að leggja bílum sínum á fyrir-
huguð bílastæði aka eigendur
nokkurra einbýlishúsa yfir leik-
svæði barna, samkvæmt' skipu-
lagi.
Þetta hefur í för með sér slvsa-
hættu, raunar lá við stórslysi í
haust. Sem oftar ók bíll yfir leik-
svæðið, bakkaði yfir hjól. Fyrir
guðs mildi var barnið, er átti
hiólið, ekki á því, hafði yfirgefið
það augnabliki áður. Slys varð
ekki — ekki vegna forsjálni —
forsjónin kom í veg fyrir slys.
Aðdragandi er að þessu eins og
öllu. í upphafi höfðu bíleigendur.
ekið yfir malbikaðan gangstíg.
Ibúar nokkurra húsa báðu gatna-
málastióra ásjár, Ingi U.
Magnússon kom og hann lét setja
hindranir á gangstíginn svo bíl-
eigendur gátu ekki ekið þar um.
Þá brugðu bíleigendur á það ráð
að aka yfir leiksvæði barnanna.
Þau undu því eðlilega illa og settu
steina fyrir en þeir voru fjaP
lægðir.
,,Við getum ekki gengið frá
leiksvæði barnanna fyrr en búið
er að ganga frá bílskúrunum. Það
iarðrask, er byggingu bílskúr-
anna fylgir, mundi óhiákvæmi-
lega eyðileggja leiksvæðið. Því
verðum við að bíða með það,“
sagði Ingi U. Magnússon gatna-
málastjóri í viðtali vað DB.
Málið var því í s.iálfheldu og
þess vegna Ieituðu nokkriríbúðar-
eigenda ásjár lögreglunnar en
hún taldi sig ekkert geta gert í
málinu. — Ibúarnir geta ekki
komið sér saman um fram-
kvæmdir. Yfirvöld treysta sér
ekki að blanda sér í málið — og á
meðan leika börnin sér á leik-
svæði, skipúlögðu af yfirvöldum,
en bilarnir aka þar um meðal
þeirra þar sem þau sparka bolta ■
eða leika sér í sandkassa.
„Við höfum leitað til þeirra
„EG STAL EKKIBILNUM...”
„Ökunnugir menn eru að
víkja sér að mér og spvrja hvort
búið sé að finna þennan bíl eða.
hvort ég sé þiófurinn, sagði
ungurmaðurer kom að máli við
Dagblaðið. Bíl bróður hans var
stolið, grænsanseruðum Ford
Mercury Montego árg. ’71, og
var Iýst eftir honum í DB. Bíll-
inn fannst uppi í Breiðholti og
hefur maðurinn nú bílinn í
vörzlu sinni fyrir bróðurinn
sem er f jarverandi.
„Ég vildi bara fá að taka það
fram að búið er að skila bílnum'
til réttra eigenda en þakka
samt fyrir árvekni þeirra sem
komið hafa að máli við mig,“
sagði ungi maðurinn að lokum.
HP
Bílar aka yfir leikskvæðið — það hefur verið sléttað, komið fyrir mörkum og börn geta leikið sér í
sandkassa. En ekki eru þau óhult fyrir bíiaumferð eins og sjá má. DB-mynd Sveinn Þormóðsson.
aðila er við teljum hugsanlega
geta leyst vanda okkar en enga
leið fundið út úr ógöngunum.
Nánast er eins og gamía sagan
eigi að endurtaka sig: slys þurfi
til að kalla á úrbætur," sagði
•Guðmundur Þórðarson íbúðar-
eigandi að Vesturbergi 125,
Raðhús hans á hluta í leikvellin-
um en ekki sjálfu deilumálinu,
nefnilega moldarbingnum.
Samkvæmt skipulagi eiga
borgaryfirvöld að ganga frá leik-
svæðinu malbikuðu en íbúar út-
vega leiktæki. Þarna er vissulega
slysahætta...en hvér á að höggva
á hnútinn?
h.halls.
Sportvöruverziun Ingólfs úskarssonar
smi Ji