Dagblaðið - 16.12.1977, Qupperneq 14
14
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1977.
Munið
Smámiöa-
happdrætti
RAUÐA
KROSSINS
+
Kópavogsbúar
Mikið úrval af barnafatnaði, leikförxg-
um, gjafavörum og jólavörum.
Góðbílastæði
Verzlunin TRÖÐ
Neðstutröð Kópavogi— Sími 43180
Kópavogsbúar!
Verið velkomin í nýju
fataverzlunina í miðbænum
★ A götuhœd er sérdeild með geysimikið
úrvalaf barnafatnadi
★ A neöra palliersvofullbúd af alls
konarfatnaöi á alla fjölskylduna
ásam t sængun ærasettum,
handklϚasettum o.Jl.
Gjörið svo vel að líta inn til að
sannfærast um að ekki er
hagstætt að leita lengra
Hamraborg - Fataverzlun
Hamraborg 14 — Kópavogi
Formaður útvegsmanna um Færeyjasamninga:
UNDRAST SAMNINGA Á
SAMA TÍMA OG AFLI
OKKAR ER TAKMARKAÐUR
„Við undrumst að sjávarút-
vegsráðherra skuli gera nýjan
samning við Færeyinga um
veiðar á 7000 tonnum af þorski
á sama tíma og dregið er veru-
lega úr þorskafla islenzkra
fiskiskipa," sagði Kristján
Ragnarsson formaður Lands-
sambands ísl. útvegsmanna i
yiðtali við DB í gær.
Kristján sagði að útvegs-
menn hefðu mótmælt öllum
fiskveiðisamningum við útlend-
inga á þingi sinu í fyrra. Einnig
hefðu þeir skorað á stjórnvöld
að segja upp gildandi samning-
um.
„Samningur þessi við Færey-
inga var ekki borinn undir LIU
áður en hann var gerður og
útvegsmenn hljóta að undir-
strika enn andstöðu sína gegn
samningum við útlendinga á
meðan ástand fiskstofna er
þannig að ekki er nægilegt fisk-
magn fyrir islenzka flotann,"
sagði Kristján Ragnarsson að
lokum.
„Það er ófrávíkjanleg skoðun
Farmanna- og fiskimannasam-
bands íslands að enga samn-
inga eigi að gera við útlendinga
á meðan við höfurn ekki nógan
fisk fvrir okkur," sagði
Ingólfur Ingólfsson forseti sam-
bandsins í gær.
„Við höfum margítrekað
þessa afstöðu okkar," sagði Ing-
ólfur ennfremur „og sjávarút-
vegsráðherra var og er skoðun
okkar ljós,“ sagði hann að lok-
um.
A Fiski|)ingi, sem haldið var
um síðustu mánaðamót, var lýst
andstöðu við alla fiskveiði-
samninga við útlendinga. Þó
var þar fyrirvari um loðnu-
veiðar Færeyinga.
Ljóst er því að þrjú helztu
samtök sjávarútvegsins eru t
andstöðu við samninga ríkis-
stjórnarinnar við Færeyinga
um Jtorskveiðar.
- ÓG
Dansað með
nikkunni fram
undirmorgun
Kvenfélag Villingaholtshrepps
varð sextugt-27. október sl. Minnt-
ust félagskonur afmælisins með
þvi að bjóða öllum hreppsbúum
til kaffisamsætis í Þjórsárveri
sunnudaginn 23. okt. Þá var um
leið opnuð sýning á handunnum
munum úr sveitinni uppi á lofti í
félagsheimilinu.
Um kvöldið var skemmtun i
Þjórsárveri, þar sem mikið var
skrafað, ræður fluttar, gamlar
félagskonur heiðraðar og félaginu
færðar gjafir. I lokin var slegið
upp balli og dansað við harmón-
ikuundirleik fram á rauðanótt.
Formaður Kvenfélags Villinga-
holtshrepps er Halla Aðalsteins-
dóttir í Kolsholti.
- ÖV
Meðal skemmtiatriða á kvöldskemmtun Kvenfélags Villingaholts-
hrepps var upplestur úr gömlum fundargerðum.
Austf irzkir sjómenn alltaf
heima á
ALAFOSSBUÐIN
Vesturgötu 2—Sími13404
Höf um opnað nýja deild
með innf luttum
gjafavörum.
Mikið úrval af smíðajárni,
koparogtini
og margt og margt fleira.
Komið og skoðið
stórhátíðum
Hólmanesið kom til Eskifjarðar
á mánudagskvöld með 65 tonn af
þorski og átti skipið að fara aftur
á veiðar á þriðjudagskvöld.
Hólmatindur er væntanlegur til-
Eskifjarðar á föstudag, en báðir
togararnir fara aftur á veiðar
eftir áramót.
A Austurlandi er sá góði siður
rikjandi að allir sjómenn hætta
fiskveiðum ekki seinna en 20. des-
ember og fara ekki aftur á veiðar
fyrr en 4. eða 5. janúar. Það fer
hrollur um mig þegar ég heyri i
útvarpinu að blessaðir sjómenn-
irnir eigi að fara á togarana á
Þorláksmessu eða aðfangadag. Eg
er ekkert hissa á því að útgerðar-
menn séu á hvínandi hausnum
þegar þeir skipa sjómönnum sín-
um að vera á fiskveiðum vfir stór-
hátíðar.
S. desember lestaði Brúarfoss
35 tonn af freðfiski frá Hrað-.
frystihúsi Eskifjarðar á Banda-
ríkjamarkað. Daginn eftir lestaði
Skógafoss 1851 tunnu af saltsild
sem fór á Rússlandsmarkað. Fékk
síldin mjög góða skoðun hjá mats-
mönnum sem hingað komu rétt
áður en sildin var lestuð.
Regína Thor./abj.