Dagblaðið - 16.12.1977, Síða 17

Dagblaðið - 16.12.1977, Síða 17
íþróttir Iþróttir Iþróttir iþróttir Iþróttir Bþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir JÓLAPLATAN ÍÁR Fjörutíu gullfallegjólalög íátta bráðskemmtilegum syrpum. SILFURKÓRINN var stofnaður sérstaklega með þessa plötu í huga. Hann er skipaður tuttugu og fjórum ungmennum, sem öll hafa sungið í öðrum kórum — hér er valinn maður í hverju rúmi. Útsetningar, kór- og hljómsveitarstjórn er í höndum MAGNÚSAR iNGIMARSSONAR. Þetta erjólaplatan sem kemur öllum íjólaskap. Tvímœlalaustvandaðasta ogbeztajólaplata, sem komið hefur útáíslandi, Verð áplötu eða kassettu kr. 3300. - SG-hljómplötur DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1977. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1977. Það var svo mikill mannfjöldi i Höilinni í gærkvöld að Albert Guðmundsson komst varla að til að taka horn. Ekki vegna þess, að Albert tæki svo mikið pláss, heldur voru áhorfendur í hverju horni og skoti. Það var ekki beinlínis á allra færi að lenda í návígi við hina krafta- legu Ivftingamenn á fjölum I.ii'iyiirdalshallarinnar í gær- kvöld — en íþróttafréttamenn fóru þó létt með það. Myndin var tekin eftir jafnteflisleikinn og blaðamennirnir í sínum náttfata- búningi, nema auðvitað Bjarni Felix, sem neitaði að leika nema fá að vera í KR-peysunni. DB- myndir Bjarnleifur. BETUR MÁ EF DUGA SKAL í HEIMSMEISTARAKEPPNINNI — Landsliðið sigraði pressuliðið 20-15 í Laugardalshöll í gærkvöid Lið iandsiiðsnefndar var alitaf sterkari aðilinn í ieiknum við pressuliðið í handknattieiknum í Laugardalshöli í gær. Sigraði með 20-15 en betur má ef duga skal í heimsmeistarakeppninni, sem hefst í Danmörku í næsta mánuði. Landsliðsþjálfarinn Januzs Czer- winski, stjórnaði landsliðinu í gær en eftir helgi fer hann til Póllands. Ekki er víst að hann komi aftur hingað fyrir HM — og vissulega á því litlar líkur. Hins vegar ieikur íslenzka landsliðið í Osló 21. janúar og Januzs mun mæta þar. Leikurinn í gærkvöld var slakur. Landsliðið sýndi aldrei neinn stórleik kannski mest fyrir það, að Geir Hallsteinsson náði sér ekki á strik. Heldur ekki Ölafur Einarsson og Þorbjörn Guðmundsson. Hins vegar stóðu nýju mennirnir í landsliðshópn- um, Janus Guðlaugsson og Páll Björgvinsson, vel fyrir sínu. Janus var markhæstur með 4 mörk. Páll skoraði tvívegis og átti margar sendingar, sem gáfu mörk. Pressuliðið var ekki sann- færandi í leik sínum. Þorbergur Aðalsteinsson áberandi beztur — og Örn Guðmundsson mark- vörður, KR, varði mjög vel í síðari hálfleiknum. Leikurinn byrjaði með mikilli hörku, það svo, að mörgum fannst nóg um. En enginn slasaðist sem betur fór og leikmenn sáu fljótt að slíkt- gat ekki haldið áfram. Pressan hafði betur framan af 3-1, 4-2, en landsliðið jafnaði í 4-4. Jafnt var 6-6 og síðan tók lands- liðið vel við sér og komst í 12-6. Úrslit voru þá ráðin. í síðari hálf- leiknum skoruðu liðin átta mörk hvort. Mörk landsliðsins skoruðu Janus 4, Jón Karlsson 4 (3 víti), Geir, Ölafur, Páil, Viggó Sigurðs- son og Björgvin Biörgvinsson tvö hver, Þorb.iörn og Bjarni Guð- mundsson eitt hvor. Fyrir pressu- liðið skoruðu Jón Pétur Jónsson 5 (2 víti), Þorbergur 4, Gústaf Björnsson og Steindór Gunn.ars- son 2 hvor, Þórarinn Ragnarsson og Ásgeir Elíasson eitt hvor. • Vartan Militosyan, Sovétríkj- unum, silfurverðlaunahafi frá Olympíuleikunum í Montreal, setti nýtt heimsmet á sovézka meistaramótinu i lyftingum i Moskvu í gær. Jafnhattaði 195.5 kg í 74 kg þyngdarflokknum. • Richard Dinnis, fyrrverandi stjóri Newcastle, var í gær ráðinn sem þjálfari bandaríska knatt- spyrnuliðsins Philadelphia — og það hefur einnig hlotið nafn, Furies. Meðal eigenda í félaginu er popp-stjarnan Mick Jagger. Félagið hefur keypt Peter Osgood frá Southampton. Gordon Ciarke, sem til skamms tíma var aðstoðar- stjóri hjá Fuiham, var einnig ráð- inn hjá bandaríska félaginu i gær. TEITUR SKIPTIR UM FÉLAG, FER TIL ÖSTER — Teiiuir Þórðarson, Skagamaðurinn kunni, fer f rá Jönköping til Öster, sem hef ur fest kaup á honum Teitur Þórðarson, Skaga- maðurinn kunni, hefur skipt um félag í Svíþjóð. Hann lék síðast- liðið sumar við góðan orðstír með 2. deildarliði Jönköping — en 1. deiidarlið Öster, eitt af kunnustu félögum Svíþjóðar, hefur nú fest kaup á Teiti og hann mun því leika í Allsvenskan — 1. deiid næsta sumar. Teitur Þórðarson hefur getið sér mjög gott orð í Svíþjóð og Öster var ekki eitt 1. deildarliða um að reyna að fá hann í sínar raðir. Teitur hins vegar kaus að fara til Öster — enda á sænska vísu stórt félag er síðustu ár hef- ur verið í fremstú röð í Svíþjóð. Royle seldur til Bristol Joe Royle, fyrrum miðherji enska landsliðsins, var í gær seldur frá Man. City til Bristol City. Kaupverð 90 þúsund sterl- ingspund. Síðustu þrjár vikurnar hefur Royle leikið sem láns- maður með Bristol-liðinu og gert það gott. Þá voru ieikirnir í undanúrslit- • Heikki Torvi, Finnlandi,; sigraði í fyrstu heimsbikarkeppn- inni í skíðagöngu í gær í Cable, Wisconsin í USA. Gekk 15 km á 44:41.887 mín. Annar varð Jarmo Kopra, Finnlandi, á 45:09.733 og 3ji Jim Gaianes, á 45:52.986 mín. um skozka deildabikarsins dag- settir á ný í gær. Forfar og Rangers ieika 27. febrúar en Celtic og Hearts 1. marz. Báðir leikirnir verða á Hampden Park. • Real Madrid sigraði Split, Júgóslaviu, 116-77 í undanúrsiit- um Evrópubikarsins í körfubolta í Madrid í gær. Ascel Villeur- banne, Frakklandi, sigraði Alvik 85-83 í Stokkhólmi í sömu keppni. • Rosemarie Ackerman, heims- methafinn í hástökki kvenna, var ,í gær kjörin íþróttamaður ársins í A-Þýzkalandi. Svíar hafa hrifiz* af Teiti sem knattspyrnumanni, krafti hans, hraða og auga fyrir mark- tækifærum. Öster hefur fengið Teit í sínar raðir þrátt fyrir að Teitur hafi meiðzt illa í haust og gengizt undir uppskurð og verið í gipsi. Það eitt sýnir hve Svíar hafa hrifizt af Teiti — að 1. deiidarlið skuli vilja festa kaup á Ieikmanni nýkomnum úr gipsi. -h . halls. Þór sigraði Tý 22-20 í 3. deild Ísiandsmótsins í handknattleik um helgina að viðstöddum 500 áhorfendum í E.vjum. Okkur varð á í messunni þegar við sögðum frá úrslitum í þriðjudag —' sögðum Tý hafa unnið, sem auð- vitað var ekki rétt. Þór sigraði 22-20. Staðan í 3. deild er því: Breiðablik 6 5 1 0 165-135 3 Þór, Eyjum Akranes Týr, Eyjum Njarðvík Aftureld. Keflavík Dalvík 1 1 3 0 3 2 12 2 1 2 2 3 10 2 5 0 0 5 105-97 125-112 105-95 90-91 0 3 122-127 67-78 85-124 ki öping til öster. Einar og Jón Hjattalín með landsliðinu gegn Víkingi! — í af mælisleik Víkings í Laugardalshöll á sunnudag A sunnudagskvöldið fer fram í Laugardalshöllinni leikur milii ísienzka landsiiðsins í handknatt- leik og liðs Víkings og hefst leikurinn kiukkan 20. Leikur þessi er liður í 70 ára afmælis- hátíð Víkings, en félagið á afmæli á næstunni. Þeir Jón H.ialtalín Magnússon og Einar Magnússon eru komnir til landsins til þess að taka þátt í lokaundirbúningi landsliðsins fyrir Heimsmeistarakeppnina, sem hefst eftir áramótin og þótti því tilvalið að iáta þennan leik fara fram á sunnudagskvöldið, svo að Januzs Cerwinski landsliðs- þjálfari gæti séð þá Jón og Einar í alvöruleik. Januzs fer af landi brott eftir helgina og er þetta eina tækifærið, sem hann fær til þess að siá þá Jón og Einar á leikvelli. Jón og Einar munu báðir leika með landsliðinu undir st.iórn Januzsar gegn sínu gamla félagi en núv. landsliðsmenn Víkings munu leika með félagi sínu á laugardagskvöldið, en þó getur farið svo að Páll Björgvinsson leiki með landsliðinu, en það mun vera ósk landsliðsþjálfarans. Liðin verða skipuð eftirtöldum leikmönnum: Landsliðið: Gunnar Einarsson, Haukum Birgir Jóhannesson, Fram Einar Magnússon, Hannover Geir Hallsteinsson, FH Jón Hjaltalín, Lugi Jón H. Karlsson, Val Jón P. Jónsson, Val Þórarinn Ragnarsson, FH Þorbjörn Guðmundsson, Val Þorbjörn Jensson, Val Bjarni Guðmundsson, Val Víkingur: Kristján Sigmundsson Rósmundur Jónsson Árni Indriðason Björgvin Björgvinsson Erlendur Hermannsson Jón G. Sigurðsson Magnús Guðmundsson Ölafur Einarsson Páll Björgvinsson Sigurður Gunnarsson Skarphéðinn Óskarsson Steinar Birgisson Viggó SigurðsSon Þorbergur Aðalsteinsson. Fyrirliði landsliðsins verður Jón H. Karlsson en fyrirliði Víkings vérður Rósmundur Jóns- son, sem þetta kvöld leikur sinn 400. meistaraflokksleik fyrir Víking. Hq!|ó krokkor! Hver haldiði að sé að svamla í jólabókaflóðinu? Já, það er ég, PÁLL VILHJÁLMSSON. Algjörlega ósyndur maðurinn. Maður getur ekki einu sinni hrokkið i — nei, haldið sér í kút. Ef ykkur er ekki alveg sama um mig, verðiði að kaupa mig i hvelli. Annars bara sekk ég. Globb . . . globb...bb. Sko, þið farið í næstu bókaþúð og segið: Er til bókin PÁLL VILHJÁLMSSON eftir Guðrúnu Helga- dóttur? Þá segir búðarfólkið kannski: Ér það sú sem skrifaði JÓN ODD OG JÓN BJARNA og i AFA- HÚSI0 Einmitt, segið þið Þið getið lika gert annað: Biðjið mömmu ykkar eða pabba. afa eða ömmur, frænkur og frændur að gefa ykkur bókina i jóla- gjöf Krafan er: harðan pakka í ár. Ég righeld mér i bakkann á meðan . . . globb. Ykkar íi-, P.s. Munið að þakka fyrir ykkur fn'm' -\ 3 3 ... PPSS- Bræóraborgarstíg 16 Sími 12923-19156 Aukakílóin komu ekki í veg fyrir snilldarleiknina — og alþingismennimir sigruðu stjörnulið Ómars Rúmlega 2700 manns lögðu leið sína í Laugardaishöllina í gærkvöld á stjörnukvöld íþröttafréttamanna. Eflaust mikiii fjöidi til að sjá alþingismennina í knattspyrnu leika við lið Ómars Ragnarssonar. Alþingismennirnir með MP á bakinu báru sigur úr býtum 8-7 eftir að Iið Ómars hafði Iengi haft forustu. Þar var þungt á metunum, að örfá aukakiló Aiberts komu ekki í veg fyrir að snilidarieikni hans kom vel í ljós. Ellert var einnig stórsnjail og vítaspyrna hans ekki síðri en þegar hann var vítakóngur landsliðsins hér á árum áður. Karvel var sprækur enda stutt síðan hann iék í 3. deiidarliði Bolvikinga og Jón Ármann drjúg- ur við að koma knettinum í mark mótherj- anna. Það var ekki von, að Ömar og félagar hans réðu við slíkt fræknislið, þó svo hann styrkti lið sitt með Halldóri Einarssyni Vai. Vel heppnað atriði, sem vakti mikla ánægju meðal áhorfenda. Fleira gott var á kvöldinu. Þeir sterkustu, lyftingagarparnir, gerðu jafntefli við hið sterka lið íþróttafréttamanna í handbolta og- fótboltá og það er mikið afrek, 8-8. Halli og Laddi komu fram með Ömari og stóðu vel fyrir sínu. Þetta var góður kabarett, en því miður full langdreginn. Stóð í 3'A klukku- stund. Mikil auglýsing fyrir körfuboltann — þegar erlendu þjálfararnir sigruðu íslenzkt úrvalslið Beztu leikmenn íslands í körfuboltanum léku við erlendu þjálfarana hjá íslenzku liðunum í Laugardalshöll. Þeir st.vrktu lið sitt með Bjarna Gunnari, því Piazza, KR, er farinn utan. Þetta var snilldarleikur og vafasamt að í annan tima hafi sézt betri körfubolti hér á landi. Hittni leikmanna hreint með ólíkind- um, einkum framan af — og leikurinn i heild mikil auglýsing fyrir körfuboltann. Allan fyrri hálfieikinn skiptust liðin á að skora og yfirleitt alltaf jafnt. Útlendingarnir höfðu þó yfir í hálfleik, 38-37. í síðari hálfléik voru aðeins meiri sveiflur. Þeir Jón Sigurðsson, Símon Ölafsson, Þor- steinn Bjarnason, Kári Marísson og Þórir Magnússon hafa sjaldan leikið betur og komust um tíma þremur stigum vfir. Síðan hinir fjórum stigum. Jafnt 66-66 rétt fvrir leikslok en útlendingarnir áttu síðasta orðið. Skoruðu og sigruðu 68-66. Hélt upp á afmælis- daginn með sigri Hanni Wenzel, Lichtenstein, héit upp á 21 árs afmæii sitt í gær með því að sigra i stórvigi heimsbikarsins í Madonna di Campiglio á Ítalíu. Þetta var fvrsti sigur hennar í heimsbikarnum í tvö og hálft ár — og ekki nóg með að hún sigraði hcldur náði hún einnig forustu í stigakeppni heims- bikarsins. Hún náði öðrum bezta tímanum í hvorri umferð og sigraði á 3:02.13 mín. Monika Kaserer, Austurríki, varð önnur á 2:02.68 mín. Lisa-María Morerod, Sviss, varð 3ia eftir frábæra keyrslu í síðari umferðinni. Anna- María Moser varð í fimmta sæti. I stigakeppninni hefur Hanni Wenzel nú 53 stig, Morerod 40 stig, Kaserer 48 og Anna- María Moser 36 stig — en hún missti 20 stig eftir að hafa verið dæmd úr leik í stórsvigi í Val d’Isere. Maria Epple, V-Þýzkalandi, hefur 32 stig og Nadig, Sviss, 28 stig. Belgar vel ja gegn ítölum Belgar hafa valið þrjá nýliða gegn ítölum er þjóðirnar mætast í vináttuiandsleik í Liege á miðvikudag. Þeir þrír nýju eru — Cordiez frá' Molenbeek, Dardeen frá La Louviere og Dluytens frá Beveren. Belgar hafa valið 16 manna landsliðshóp og er hann skipaður Pfaff Beveren, Custers Antwerpen, Gerets og Renquin frá Standard Liege, Poos Anderlecht, Meeuws Beershot, Baecke Beveren, Cools, Courant, Van der Eyken frá FC Brugge, Coeek, Ver Cauteren Anderlecht, Ver Heyen Lokeren, Cordiez Molenbeek, Gardenne La Louviere og Cluy- tens Beveren.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.